Skip to content

Fréttir

BLUE LAGOON Úrslit tölt og slaktaumatölt

Fimmtudaginn 21.mars fór fram keppni í slaktaumatölti T4 og tölti T7 og T3 í BLUE LAGOON mótaröð Spretts. Góð þátttaka var í keppni barna-, unglinga- og ungmenna í öllum greinum. Systurnar Guðný Dís, Elva Rún og Kristín Rut sigruðu hver sinn aldursflokk í tölti. Í slaktaumatölti sigraði Ásthildur Sigurvinsdóttir barnaflokk, Fanndís Helgadóttir sigraði unglingaflokk og Harpa Dögg Bergmann sigraði ungmennaflokk. Í verðlaun hlutu knapar m.a.… Read More »BLUE LAGOON Úrslit tölt og slaktaumatölt

Fræðsluerindi Hermanns Árnasonar í Fáki

Hermann Árnason, fyrrverandi bóndi á Heiði í Mýrdal, áður Stöðvarstjóri hjá Sláturfélagi Suðurlands á Selfossi, nú frjótæknir og hrossaræktandi á Hvolsvelli og síðast en ekki síst ferðagarpur af guðs náð ætlar að koma í heimsókn til okkar í Fák þriðjudaginn 26. mars. Þar mun hann miðla með okkur af reynslu sinni við undirbúning, þjálfun og skipulag fyrir hestaferðalög. Hermann er gríðarlega reynslumikill þegar kemur að… Read More »Fræðsluerindi Hermanns Árnasonar í Fáki

2. vetrarleikar Spretts 24.mars

Aðrir vetraleikar Spretts verða haldnir sunnudaginn 24.mars nk. Mótið hefst kl 11:00 í Samskipahöllinni. Sú ákvörðun hefur verið tekin að breyta til með form vetraleikanna nú í vetur. Nú ætlum við að bjóða uppá keppni í Gæðingatölti í öllum flokkum, nema pollaflokk, skráning fer fram í gegnum Sportfeng, skráningu lýkur föstudaginn 22.mars kl 18:00. Miða við veðurspá og vallaraðstæður þá verður mótið inni en ef veður og vallaraðstæður lagast… Read More »2. vetrarleikar Spretts 24.mars

Skemmtileg sýnikennsla

Í síðustu viku stóð æskulýðsnefnd fyrir sýnikennslu og ferð í lazertag fyrir unga Sprettara Á sýnikennslunni fengu ungir Sprettarar að kynnast „liberty training“ hjá henni Huldu Maríu okkar en Hulda lærði þessa þjálfunaraðferð í Bandaríkjunum síðasta haust. Það var virkilega gaman að fylgjast með sambandi Huldu og hryssunnar Jarlhettu þegar þær sýndu mismunandi þjálfunaraðferðir, greinilega mikið traust og vinátta. Það var líka gaman fyrir unga… Read More »Skemmtileg sýnikennsla

Hlaupandi börn við magnúsarlund

Góðan daginn kæru Sprettarar! Í dag milli kl.17-18, miðvikudaginn 20.mars, munu um 40 ungir Sprettarar leita að páskeggjum í Magnúsarlundi og það verður væntanlega mikið líf og fjör á meðan því stendur. Við ráðleggjum ríðandi umferð að nýta sér aðrar reiðleiðir rétt á meðan. Við setjum einnig upp keilur á reiðveginn sitthvoru megin við Magnúsarlund á meðan páskaeggjaleitin stendur yfir. Með von um jákvæðar undirtektir… Read More »Hlaupandi börn við magnúsarlund

youth cup 2024

FEIF Youth Cup 2024 fer að þessu sinni fram í Sviss dagana 13. til 20. júlí. Viðburðurinn fyrir knapa á aldrinum 14-17 ára sem vilja öðlast keppnisreynslu á erlendri grundu. Þetta er einnig frábært tækifæri til kynnast ungum og efnilegum knöpum frá öðrum löndum. Áhersla FEIF Youth Cup er á teymisvinnu, íþróttamennsku, bætta reiðfærni og vináttu þvert á menningu. Ísland á 7 sæti á Youth… Read More »youth cup 2024

Framboð Til Formanns Spretts 2024

Davíð Áskelson Kynning á framboði til formanns Spretts Ég lít á hlutverk formanns Spretts sem starf í þjónustu fyrir félagið og félagsmenn sem unnið er alfarið í sjálfboðavinnu. Í því felst stjórnun, ábyrgð á rekstri og að vera í forsvari fyrir þrjár rekstrareiningar þ.e. hestamannafélagið, rekstrarfélagið og fasteignafélagið.Ég legg áherslu á góða samvinnu og samskipti við félagsmenn, meðlimi stjórnar og hagsmunaaðila.Það er að mínu mati… Read More »Framboð Til Formanns Spretts 2024

Framboð til formanns Spretts 2024

Kæru félagar, Jónína Björk heiti ég og býð mig fram til formanns Spretts. Ég brenn fyrir að vinna með fólki, góð samvinna og árangur hvetja mig áfram. Ég nýt mín við aðtakast á við áskoranir og ná settum markmiðum. Ég hef lokið meistaraprófi í markaðsfræði ogalþjóðaviðskiptum, klárað kennsluréttindi frá Háskóla Íslands og námslínu frá Háskólanum í Reykjavíksem kallast ábyrgð og árangur stjórnarmanna. Ég er Sviðsstjóri… Read More »Framboð til formanns Spretts 2024

Aðalfundur Spretts 2024

Boðað er til aðalfundar Hestamannafélagsins Spretts fyrir starfsárið 2023 þann 3.apríl n.k. kl. 20:00.  Fundurinn verður haldinn í Arnarfelli samkomusal félagsins að Hestheimum 14-16 í Kópavogi. Frekari leiðbeiningar um framkvæmd fundarins og fundargögn verða send út síðar. Samkvæmt 6. gr. laga félagsins skal framboði til stjórnarsetu skilað til stjórnar félagsins eigi síðar en viku fyrir aðalfund. Kjörgengir eru allir félagsmenn, 18 ára og eldri, sem eru… Read More »Aðalfundur Spretts 2024

Páskaeggjaleit

Páskakanínan verður á ferðinni í hestamannafélaginu Spretti miðvikudaginn 20.mars og ætlar að fela páskaegg í Magnúsarlundi (litli skógurinn innst við Hamraenda) fyrir unga Sprettara! Að lokinni páskaeggjaleit verða grillaðir sykurpúðar og boðið uppá kakó ef veður leyfir. Við munum hittast við Samskipahöllina miðvikudaginn 20.mars kl.17:00. Nauðsynlegt er að skrá sig í gegnum sportabler.com/shop/hfsprettur svo páskakanínan viti hversu mörg páskaegg hún eigi að fela