Skip to content

Fræðslunefnd Spretts

Æfingatími með dómara fyrir unglinga og ungmenni!

Mánudaginn 20.janúar frá kl.20:00-22:00 verður æfingatími með dómara, Þórir Örn Grétarsson, í boði fyrir unglinga og ungmenni Spretts. Áætlað er um 10mín á hvern knapa, styttra ef skráning verður mikil, ungum Spretturum að kostnaðarlausu. Hver og einn ræður hvað hann vill sýna/taka fyrir, getur verið tölt prógramm, 4g, 5g… Gefin er umsögn, góðir punktar og tölur. Umsögn og tölur sendar á þátttakenda að loknum æfingatíma.… Read More »Æfingatími með dómara fyrir unglinga og ungmenni!

Knapaþjálfun með Bergrúnu

Knapaþjálfun með Bergrúnu! Við minnum á helgarnámskeiðið “Knapaþjálfun með Bergrúnu” sem fer fram 25.-26.janúar nk. Skráning er í fullum gangi og nokkur laus pláss. Nú er einnig hægt að bóka sig eingöngu í reiðtíma hjá henni þessa helgi, en sleppa fyrirlestri og æfingum. Hér er beinn hlekkur á skráningu: https://www.abler.io/…/1/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MzYxMTU= Hér eru svo nánari upplýsingar um námskeiðið í heild sinni: Helgarnámskeiðin er hugsuð þannig að… Read More »Knapaþjálfun með Bergrúnu

Töltgrúppan 2025

Töltgrúbban 2025! Skráning er í fullum gangi fyrir töltgrúppuna 2025 en gleðin hefst 22.janúar! Frábær félagsskapur og skemmtun! Hvetjum allar konur, 18 ára og eldri, að vera með! Beinn hlekkur á skráningu; https://www.abler.io/…/1/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MzUzMDA= Kennt verður á miðvikudagskvöldum kl.19:30 í Samskipahöllinni, 1x í viku, 60mín hver tími, 14 skipti samtals. Námskeiðið hefst miðvikudaginn 22. jan á bóklegum tíma þar sem farið verður yfir reiðleiðir og starf… Read More »Töltgrúppan 2025

Helgarnámskeið með Antoni Páli 25.-26.janúar

Helgarnámskeið með Antoni Páli 25.-26.janúar Helgarnámskeið með reiðkennaranum Antoni Páli Níelssyni laugardaginn 25.janúar og sunnudaginn 26.janúar.Um er að ræða tvo einkatíma, 45mínútur hvor. Kennt verður í Húsasmiðjuhöll. Kennsla fer fram milli kl.13-18 á laugardegi og 9-15 á sunnudegi. Verð er 36.500kr fyrir fullorðna. Knapar í yngri flokkum eru einnig hvattir til að skrá sig en þeir fá niðurgreitt hluta af námskeiðinu, verð fyrir yngri flokka… Read More »Helgarnámskeið með Antoni Páli 25.-26.janúar

Hafsteinn Jónsson kvaddur

Hafsteinn Jónsson, hestamaður og Sprettsfélagi, kvaddur í dag. Hafsteinn, eða Haffi, stundaði sína hestamennsku með fjölskyldunni í Andvarahverfinu þar sem hann hélt hesta á húsi á Fluguvöllum. Hafsteinn var þekktur sem „Vökulspabbi“ í félaginu en hann ásamt fjölskyldu sinni ræktaði gæðinginn Vökull frá Efri-Brú sem var áberandi í keppni innan félagsins sem utan. Hafsteinn var dagfarsprúður félagsmaður sem vildi öllum vel, mönnum og dýrum. Hestamannafélagið… Read More »Hafsteinn Jónsson kvaddur

Móttaka á plasti

Miðvikudaginn 15.janúar milli klukkan 17:30-18:30 verður tekið á móti plasti frá félagsmönnum Spretts vestan við Samskipahöllina. Hægt verður að koma með bagga og/eða rúlluplast og einnig plast utan af spæni. Engin bönd, net eða annað rusl má vera saman við plastið.

Hestaíþróttir yngri flokkar

Boðið verður upp á námskeið fyrir börn og unglinga og er ætlað þeim sem vilja sækja almennt reiðnámskeið þar sem farið verður yfir undirstöðuatriði í reiðmennsku. Námskeiðið hentar einnig fyrir þau sem hafa sótt pollanámskeið og vilja stíga næsta skref í sinni reiðmennsku. Miðað er við að nemendur geti stjórnað sínum hesti sjálf og riðið á tölt/brokk hraða. Viðmiðunaraldur er 9 til 14 ára. Skipt… Read More »Hestaíþróttir yngri flokkar

Einkatímar anton Páll

Einkatímar með Antoni Páli 22.janúar og 29.janúar Einkatímar með reiðkennaranum Antoni Páli Níelssyni miðvikudaginn 22.jan og miðvikudaginn 29.jan. Um er að ræða tvo einkatíma, 45mínútur hvor. Kennt verður í Húsasmiðjuhöll. Kennsla fer fram milli kl.8:15-16. Verð er 36.500kr fyrir fullorðna. Knapar í yngri flokkum eru einnig hvattir til að skrá sig en þeir fá niðurgreitt hluta af námskeiðinu, verð fyrir yngri flokka er 30.500kr. Sjá ákveðnar… Read More »Einkatímar anton Páll

Félagshesthús Spretts

Hestamannafélagið Sprettur býður börnum, unglingum og ungmennum uppá aðstöðu í félagshesthúsi sínu, að Heimsenda 1, gegn vægu gjaldi.  Í húsinu eru 6 eins hesta rúmgóðar stíur, sameiginleg hnakkageymsla, kaffistofa ásamt heitu vatni. Félagshesthúsið er hugsað fyrir börn, unglinga og ungmenni á aldrinum 10-21 árs og er ætlað að styðja við það unga fólk sem á sinn eigin hest en vantar aðstöðu og aðstoð til að… Read More »Félagshesthús Spretts

Samskipahöll lokuð

Samskipahöllin verður lokuð fimmtudaginn 9.janúar og föstudaginn 10.janúar. Við biðjumst velvirðingar á stuttum fyrirvara en verktakar sáu sér fært að mæta og laga reiðhallargólfið í Samskipahöllinni fimmtudaginn 9.janúar og föstudaginn 10.janúar með litlum fyrirvara. Gólfið í reiðhöllinni verður heflað, það lagað til og að lokum sett flís í gólfið. Auk þess verða auglýsingar settar upp. Samskipahöllin opnar aftur fyrir félagsmenn til þjálfunar á laugardagsmorgun, 11.janúar.