Skip to content

Fræðslunefnd Spretts

Íslandsmeistarar Spretts

Íslandsmót barna og unglinga var haldið dagana 17.-21.júlí sl. á Varmárbökkum í Mosfellsbæ af hestamannafélaginu Herði. Mótið var glæsilegt í alla staði þar sem börn og unglingar léku listir sínar. Hestamannafélagið Sprettur átti þó nokkra fulltrúa á mótinu sem stóðu sig allir með stakri prýði, sumir að taka þátt á sínu fyrsta Íslandsmóti á meðan aðrir hafa tekið oftar þátt. Ungir Sprettarar áttu glæsilegar sýningar,… Read More »Íslandsmeistarar Spretts

Hulda keppir á Youth Cup

FEIF Youth Cup, sem fer fram í Sviss, hefst í dag! Youth Cup er æskulýðsviðburður á vegum FEIF (heimssamtaka um íslenska hestsins) og er haldið annað hvert ár. Viðburðurinn er fyrir knapa á aldrinum 14-17 ára sem vilja öðlast keppnisreynslu á erlendri grundu. Sótt var um þátttöku til LH sem valdi knapa í lið fyrir hönd Íslands og með þeim fóru út tveir fararstjórara. Knaparnir… Read More »Hulda keppir á Youth Cup

Sex Sprettarar í U-21 árs

Norðurlandamótið í hestaíþróttum verður haldið í Danmörku 8.-11.ágúst. Tilkynnt hefur verið hvaða knapar í U21 árs hóp munu keppa fyrir Íslands hönd en þar eru hvorki meira né minna en sex ungir Sprettarar! Þessir knapar munu spreyta sig ýmist einungis í íþróttagreinum mótsins og/eða gæðingakeppnisgreinum mótsins. Dagur Sigurðarson, Geysir Elva Rún Jónsdóttir, Sprettur Embla Lind Ragnarsdóttir, Léttir Guðný Dís Jónsdóttir, Sprettur Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal,… Read More »Sex Sprettarar í U-21 árs

landsmót 2024

Eftir frábæra landsmótsviku þar sem Sprettur og Fákur héldu glæsilegt Landsmót á félagsvæði Fáks er gaman að líta yfir hápunkta vikunnar og minnast glæsilegra sýninga hjá börnum í yngri flokkum. Forkeppni í barnaflokki fór fram á fyrsti degi mótsins og þar áttum við ellefu flotta og efnilega krakka sem sýndu glæsi sýningar. Þrjú af þeim krökkum náðu frábærri einkunn og komust þau áfram í milliriðla.… Read More »landsmót 2024

Fatnaður ungra Sprettara

Hettupeysur, Ariat og TopReiter jakkar fyrir unga Sprettara verða til afhendingar eftir að knapafundi á Landsmóti lýkur á sunnudaginn, 30.júní um kl.19:00. Æskulýðsnefnd verður með posa á staðnum og þarf að greiða við afhendingu á fatnaði. Einnig verður hægt að sækja í Spretts grillið seinna í næstu viku ef það hentar betur fyrir einhverja. Vörurnar eru niðurgreiddar um helming af hálfu æskulýðsnefndar, en börn og… Read More »Fatnaður ungra Sprettara

Æfingatímar fyrir Landsmót

Æfingatímar fyrir Landsmót hafa verið gefnir út.Sprettur fær eftirtalda æfingatíma á Hvammsvelli; fimmtudagur kl. 22:00-00:00föstudagur kl.11:00-12:00laugardagur kl.10:00-11:00sunnudagur kl.18:30-20:00 Við leggjum til að;Fullorðnir og ungmenni gangi fyrir á fimmtudegi.Börn og unglingar gangi fyrir föstudag og laugardag.Frjáls tími fyrir alla á sunnudegi. Keppnisnámskeið barna + unglinga verður á vellinum á laugardegi. Tillagan er sett fram til að dreifa álaginu á vellinum, svo við lendum ekki í því… Read More »Æfingatímar fyrir Landsmót

Landsmótsfundur yngri flokka Spretts

Fimmtudaginn 27.júní verður haldinn knapafundur fyrir Landsmótsfara í yngri flokkum Spretts í veislusalnum í Samskipahöllinni. Fundurinn hefst kl.19:00 og er gert ráð fyrir ca. 30 mín. Fundurinn er ætlaður fyrir þá keppendur í barna-, unglinga- og ungmennaflokki sem hafa unnið sér inn þátttökurétt á Landsmóti. Foreldrar eru velkomnir með. Keppendum verða veittar knapagjafir, farið verður yfir félagsbúning Spretts og rætt verður stuttlega um keppni á… Read More »Landsmótsfundur yngri flokka Spretts

Ferðasaga ungra Sprettara í Flagbjarnarholt

Æskulýðsnefnd Spretts hefur látið hendur standa fram úr ermum í vetur og staðið fyrir ýmiskonar viðburðum og hittingum fyrir unga Sprettara! Ein af stærri viðburðum nefndarinnar þetta árið var helgarferð í Flagbjarnarholt þar sem ungir Sprettarar tóku með sér hest og riðu út saman fyrstu helgina í júní. Ferðin vakti mikla lukku enda aðstaðan hjá þeim hjónum Þórunni Hannesdóttur og Sveinbirni Bragasyni í Flagbjarnarholti frábær,… Read More »Ferðasaga ungra Sprettara í Flagbjarnarholt

Æskulýðsreiðtúr

Þriðjudaginn 4.júní stendur Æskulýðsnefnd Spretts fyrir reiðtúr og grilli fyrir unga Sprettara. Mæting er við Samskipahöllina kl.17:30. Reiðtúrinn er ætlaður börnum og unglingum 8 ára og eldri sem eru vel hestfær. Foreldrar mega endilega ríða með börnum sínum og mælt er með því að foreldrar/forráðamenn ríði með ef börnin eru ekki alveg örugg. Farin verður ca. klst reiðtúr um Heiðmörkina. Að loknum reiðtúr verður boðið… Read More »Æskulýðsreiðtúr

Hesthúsapláss á Landsmóti

Eins og allir Fáks- og Sprettsfélagar vita þá styttist í Landsmót. Fákur og Sprettur riðu á vaðið með sínar gæðingaúrtökur síðastliðna helgi og fara úrtökur annarra félaga fram næstu helgar. Við ætlum að taka vel á móti keppendum og reyna eftir fremsta megni að útvega þeim pláss fyrir sín keppnishross. Fyrirkomulagið verður með þeim hætti að starfsmaður LM, Vilfríður Fannberg, mun taka á móti umsóknum… Read More »Hesthúsapláss á Landsmóti