Skip to content

Fræðslunefnd Spretts

Metskráningar á BLUE LAGOON mótaröðina

BLUE LAGOON mótaröð Spretts fór af stað fyrr í kvöld. Mótaröðin hófst á fjórgangi og voru sýningar unga fólksins glæsilegar! Krakkarnir eru greinilega í keppnisgír því skráningar voru rúmlega 80 talsins eða nær tvöföldun í skráningum frá því í fyrra. BLUELAGOON mótaröðin er orðin ein vinsælasta og stærsta mótaröðin sem haldin er. Keppendur komu víða að, m.a. frá Hendingu á Ísafirði, Snæfellingi á Snæfellsnesi, Geysi… Read More »Metskráningar á BLUE LAGOON mótaröðina

Slaufuhópur fyrir yngri flokka

Síðustu forvöð að skrá sig – skráningu lýkur í kvöld! Hér er beinn hlekkur á skráningu https://www.abler.io/…/1/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MjY4Mzk= Hópurinn er ætlaður unga fólkinu, frá 10 ára til 18 ára og er markmiðið að setja upp skemmtilegt sýningaratriði sem sýnt verður á Dymbilvikusýningu og kannski á fleiri stöðum? Aðalmarkmið hópsins er þó að hittast, hafa gaman með jafnöldrum og hestunum. Ávinningur námskeiðsins er þó miklu meiri en… Read More »Slaufuhópur fyrir yngri flokka

Opið æfingamót í Gæðingalist!

Laugardaginn 24.febrúar verður haldið opið æfingamót í Gæðingalist í Samskipahöllinni í Spretti milli kl.15-19. Boðið verður upp á mismunandi stærðir af keppnisvelli til að líkja eftir aðstæðum í hverri keppnisdeild fyrir sig. Tveir dómarar dæma og gefa umsögn. Hver knapi fær um 7-8mín og því gefst tækifæri á að ríða um inni í 1-2mín áður en sýning hefst og ræða stuttlega við dómara að sýningu… Read More »Opið æfingamót í Gæðingalist!

námskeið

Skráning á námskeið er í fullum gangi! – Helgina 16.-18.febrúar verður haldið járninganámskeið í Samskipahöllinni, enn er hægt að bætast við 🙂– Ungir Sprettarar ætla að búa til glæsilegt atriði fyrir komandi Dymbilvikusýningu og enn er hægt að bætast í hópinn. Lofað verður miklu stuði og miklu fjöri! Kennt verður annanhvern laugardag og fyrsti tími verður haldinn 17.feb.-„Bling námskeið“ verður haldið fyrir unga Sprettara miðvikudaginn… Read More »námskeið

Blue Lagoon mótaröðin fjórgangur

Blue Lagoon mótaröðin hefst fimmtudaginn 15.febrúar kl.17:30 í Samskipahöllinni. Mótið er opið öllum knöpum í yngri flokkum. Keppt verður í fjórgangi. Eftirtaldir flokkar verða í boði;Barnaflokkur (10-13ára): V5 (léttari fjórgangur) og V2Unglingaflokkur (14-17ára): V2Ungmennaflokkur (18-21árs): V2 Hér má nálgast reglur um íþróttakeppni:https://www.lhhestar.is/…/-i-reglur-um-ithrottakeppni… 6 efstu knapar fara í úrslit en það verða ekki riðin B-úrslit. Knapar í barna-, unglinga- og ungmennaflokki safna stigum í gegnum mótaröðina… Read More »Blue Lagoon mótaröðin fjórgangur

„Bling“ námskeið 21.febrúar

Æskulýðsnefnd stóð fyrir svokölluðu „bling námskeiði“ þann 16. janúar sl. í samstarfi við Litlu hestabúðina. Á námskeiðinu lærðu krakkarnir að föndra sína eigin ennisól sem voru vægast sagt glæsilegar eins og sjá má á meðfylgjandi myndum! Mikill áhugi var á námskeiðinu og komust færri að en vildu – því hefur Æskulýðsnefnd að halda annað slíkt námskeið! Í boði er einnig að skreyta nasamúl, taum o.fl.… Read More »„Bling“ námskeið 21.febrúar

Járninganámskeið

Boðið verður upp á járninganámskeið helgina 16.-18.febrúar í Samskipahöllinni. Kennarar eru Sigurgeir Jóhannson og Carro Aldén. Bóklegur tími og sýnikennsla á föstudegi. Verklegir tímar laugardag og sunnudag. Nemendur mæta með sinn eigin hest og eigin járningagræjur í tímana (laugardag og sunnudag). Fyrirkomulagið verður útskýrt nánar í bóklegum tíma á föstudag. Dagskráin er eftirfarandi;Föstudagur kl.18:00-20:00 bóklegur timiFöstudagur kl.20:00-22:00 verkleg sýnikennslaLaugardagur og sunnudagur verklegir tímar. Raðað verður… Read More »Járninganámskeið

Hólf 1 og 3 upptekin 5.feb

Kæru Sprettarar! Í dag milli kl.15-18 eru tvö námskeið í gangi í Samskipahöll. Annars vegar ungir Sprettarar og svo minna vanir af fullorðnum knöpum. Báðir hóparnir þurfa stuðning af veggnum og verður því kennt í hólfi 1 og 3 milli kl.15-18. Hólf 2 verður því opið fyrir almenning. Vinsamlegast sýnið þeim tillit Frá og með kl.18 verður kennt í hólfi 3 og því verða hólf… Read More »Hólf 1 og 3 upptekin 5.feb

Heimsmeistari í heimsókn!

Helgina 10.-11.febrúar nk. mun fyrrum heimsmeistarinn Julie Christiansen bjóða upp á helgarnámskeið í Samskiphöllinni í Spretti. ATH! Einungis eru 3 laus pláss eftir. Julie Christiansen er búsett í Danmörku þar sem hún starfar við reiðkennslu, tamningar og þjálfun. Hún er margfaldur heimsmeistari, danskur landsliðsknapi og hefur verið í fremstu röð knapa til margra ára. Meðal þeirra hesta sem Julie þjálfar þessa dagana eru Kveikur frá… Read More »Heimsmeistari í heimsókn!