Íslandsmót barna og unglinga var haldið dagana 17.-21.júlí sl. á Varmárbökkum í Mosfellsbæ af hestamannafélaginu Herði. Mótið var glæsilegt í alla staði þar sem börn og unglingar léku listir sínar. Hestamannafélagið Sprettur átti þó nokkra fulltrúa á mótinu sem stóðu sig allir með stakri prýði, sumir að taka þátt á sínu fyrsta Íslandsmóti á meðan aðrir hafa tekið oftar þátt.
Ungir Sprettarar áttu glæsilegar sýningar, bæði í forkeppni og í úrslitum, og uppskáru fjölmörg verðlaunasæti, þ.á.m. þrjá Íslandsmeistaratitla.
Elva Rún Jónsdóttir varð tvöfaldur Íslandsmeistari í unglingaflokki, í tölti á Straum frá Hofsstöðum Garðabæ og í fjórgangi á Hraunari frá Vorsabæ II.
Kristín Rut Jónsdóttir varð Íslandsmeistari í slaktaumatölti barna á Roða frá Margrétarhofi.
Íris Thelma Halldórsdóttir og Hilmir Páll Hannesson náðu einnig í verðlaunasæti í slaktaumatölti barna, og Kristín Rut í fjórgangi barna.
Apríl Björk náði bronsi í tölti unglinga og Ragnar Bjarki náði bronsi í slaktaumatölti unglinga.
Ásta Hólmfríður reið til A-úrslita í fjórgangi unglinga og Jóhanna Sigurlilja náði inn í b-úrslit í fjórgangi unglinga.
Elva Rún varð fjórða í fimmgangi unglinga, Ragnar Bjarki varð þriðji í gæðingaskeiði og Jóhanna Sigurlilja náði fjórða sæti í 100m flugskeiði.
Einnig var keppt í sýningargreinum í gæðingakeppni þar sem Kristín Rut sigraði gæðingatölt barna og Elva Rún varð fimmta í gæðingatölti unglinga.
Sannarlega glæsilegur árangur hjá ungum Spretturum. Innilega til hamingju knapar!
Tölt T3 – barnaflokkur
4.sæti Kristín Rut Jónsdóttir og Roði frá Margrétarhofi
Tölt T4 – barnaflokkur
Íslandsmeistari Kristín Rut Jónsdóttir og Roði frá Margrétarhofi
5.sæti Íris Thelma Halldórsdóttir og Stuld frá Breiðabólsstað
6.sæti Hilmir Páll Hannesson og Sigurrós frá Akranesi
Fjórgangur V2 – barnaflokkur
5.sæti Kristín Rut Jónsdóttir og Fluga frá Garðabæ
ris Thelma Halldórsdóttir og Blakkur frá Árbæjarhjáleigu II
Tölt T1 – unglingaflokkur
Íslandsmeistari Elva Rún Jónsdóttir og Straumur frá Hofsstöðum, Garðabæ
3.sæti Apríl Björk Þórisdóttir og Lilja frá Kvistum
Ragnar Bjarki Sveinbjörnsson og Polka frá Tvennu
Ásta Hólmfríður Ríkharðsdóttir og Garri frá Bessastöðum
Jóhanna Sigurlilja Sigurðardóttir og Radíus frá Hofsstöðum
Tölt T4 – unglingaflokkur
3.sæti Ragnar Bjarki Sveinbjörnsson og Polka frá Tvennu
Apríl Björk Þórisdóttir og Hróðmar frá Vatnsleysu
Elva Rún Jónsdóttir og Ás frá Hofsstöðum, Garðabæ
Ásta Hólmfríður Ríkharðsdóttir og Loftur frá Traðarlandi
Fjórgangur V1 – unglingaflokkur
Íslandsmeistari. Elva Rún Jónsdóttir og Hraunar frá Vorsabæ II
6.sæti Ásta Hólmfríður Ríkharðsdóttir og Garri frá Bessastöðum
9.sæti Jóhanna Sigurlilja Sigurðardóttir og Radíus frá Hofsstöðum
Elva Rún Jónsdóttir og Straumur frá Hofsstöðum, Garðabæ
Ragnar Bjarki Sveinbjörnsson og Muninn frá Bergi
Apríl Björk Þórisdóttir og Lilja frá Kvistum
Ragnar Bjarki Sveinbjörnsson og Aðgát frá Víðivöllum fremri
Rafn Alexander Gunnarsson og Tinni frá Lækjarbakka 2
Fimmgangur F2 – unglingaflokkur
4.sæti Elva Rún Jónsdóttir og Pipar frá Ketilsstöðum
Ragnar Bjarki Sveinbjörnsson og Gyllir frá Oddgeirshólum
Jóhanna Sigurlilja Sigurðardóttir og Gustur frá Efri-Þverá
Apríl Björk Þórisdóttir og Signý frá Árbæjarhjáleigu II
Gæðingaskeið PP1 – unglingaflokkur
3.sæti Ragnar Bjarki Sveinbjörnsson og Sæla frá Hemlu II
Jóhanna Sigurlilja Sigurðarsdóttir og Gustur frá Efri-Þverá
Apríl Björk Þórisdóttir og Ísak frá Jarðbrú
Elva Rún Jónsdóttir og Ása frá Fremri-Gufudal
Flugskeið 100m P2 – unglingaflokkur
4.sæti Jóhanna Sigurlilja Sigurðarsdóttir og Embla frá Litlu-Brekku
Ragnar Bjarki Sveinbjörnsson og Sæla frá Hemlu II
Ragnar Dagur Jóhannsson og Heggur frá Hamrahóli
Kristín Rut Jónsdóttir og Hind frá Dverghamri
Apríl Björk Þórisdóttir og Tindur frá Þjórsárbakka
Jóhanna Sigurlilja Sigurðarsdóttir og Gammur frá Efri-Þverá
Pollatölt – Pollaflokkur
Patrekur Magnús Halldórsson og Sólvar frá Lynghóli
Harpa Rún Sveinbjörnsdóttir og Gjafar frá Hæl
Barnaflokkur – gæðingakeppni
Ragnar Dagur Jóhannsson og Alúð frá Lundum II
Íris Thelma Halldórsdóttir og Vík frá Eylandi
Sigursteinn Ingi Jóhannsson og Búi frá Ásmundarstöðum 3
Hilmir Páll Hannesson og Sigurrós frá Akranesi
Barnaflokkur – gæðingatölt
1.sæti Kristín Rut Jónsdóttir og Fluga frá Garðabæ
Íris Thelma Jónsdóttir og Vík frá Eylandi
Unglingaflokkur – gæðingatölt
5.sæti Elva Rún Jónsdóttir og Már frá Votumýri II