Arnarfell veislusalur
VEISLUSALUR
Arnarfell veislusalur
Veislusalur Spretts var tekinn í notkun í byrjun árs 2014. Salurinn er bjartur, með stóra glugga og útsýni yfir í náttúruna. Á salnum er ljóst viðarparket, hvítar rúllugardínur, gott og opið anddyri og fatahengi. Salurinn getur tekið 220 manns í sæti en salurinn tekur vel 350 manns í standandi veislur.
Við salinn er móttökueldhús, nýr borðbúnaður, nýtt hljóðkerfi og flygill.
Nánari upplýsingar veitir Matthildur í síma. 865-7765 eða netfangið skrifstofa@sprettarar.is.