Skip to content

Fréttir

Hafsteinn Jónsson kvaddur

Hafsteinn Jónsson, hestamaður og Sprettsfélagi, kvaddur í dag. Hafsteinn, eða Haffi, stundaði sína hestamennsku með fjölskyldunni í Andvarahverfinu þar sem hann hélt hesta á húsi á Fluguvöllum. Hafsteinn var þekktur sem „Vökulspabbi“ í félaginu en hann ásamt fjölskyldu sinni ræktaði gæðinginn Vökull frá Efri-Brú sem var áberandi í keppni innan félagsins sem utan. Hafsteinn var dagfarsprúður félagsmaður sem vildi öllum vel, mönnum og dýrum. Hestamannafélagið… Read More »Hafsteinn Jónsson kvaddur

Móttaka á plasti

Miðvikudaginn 15.janúar milli klukkan 17:30-18:30 verður tekið á móti plasti frá félagsmönnum Spretts vestan við Samskipahöllina. Hægt verður að koma með bagga og/eða rúlluplast og einnig plast utan af spæni. Engin bönd, net eða annað rusl má vera saman við plastið.

Fundur 1 deild

Fundur vegna 1. deildar verður haldinn í veislusal Spretts þriðjudaginn 14. janúar kl 20:00. Liðseigendur og liðsstjórar velkomnir á fundinn. Stjórn Spretts fer yfir atburðarrásina og svo verður opið fyrir spurningar og samtal. Ný stjórn 1 deildar í Spretti verður á fundinum. Sjáum vonandi sem flesta forsvarsaðila liða á fundinum.

Tilkynning vegna losunar á hrossataði

Í ljósi frétta af vandræðum við losun hrossataðs á höfuðborgarsvæðinu vilja forsvarsmenn hestamannafélaganna Fáks og Spretts ásamt Sorpu koma á framfæri að verið er að vinna sameiginlega að lausn á því vandamáli sem skapast hefur eftir að losunarstöðum var lokað af heilbrigðiseftirlitinu í haust. Strax og losunarstöðum var lokað í október árið 2024 höfðu forsvarsmenn hestamannafélaganna samband við forsvarsmenn Sorpu og var fljótlega fundað varðandi… Read More »Tilkynning vegna losunar á hrossataði

Ný stjórn 1. Deildar í Spretti

Fyrsta deildin fer fram hjá hestamannafélaginu Spretti veturinn 2025 eins og á síðasta ári. Búið er að skipa nýja stjórn deildarinnar og í henni sitja: Ný stjórn hefur tekið til starfa og undibúningur kominn á fullt. Ljóst er að flott deild er framundan í Samskipahöllinni. Minnum liðseigendur á fund í Samskipahöllinni þriðjudaginn 14. janúar klukkan 20:00.

Árið 2024 – Æskulýðsbikar, öflugt félagsstarf og sterkari rekstur 

Nú þegar 2024 er á enda vert að líta um öxl og horfa á liðið ár. Hestamannafélagið Sprettur hefur blómstrað á árinu 2024 og margt verið í gangi og virkilega gaman að horfa til baka og sjá hversu vel hefur tekist til. Það voru skrifaðar 339 fréttir á vefsíðuna okkar sprettur.is, um 600 manns skráðu sig á námskeið á árinu, 19 virkar nefndir starfandi hjá… Read More »Árið 2024 – Æskulýðsbikar, öflugt félagsstarf og sterkari rekstur 

Furuflís – hjálparhendur

Nú hefur Loftorka hafist handa við að laga gólfið í Samskipahöllinni fyrir komandi keppnistímabil. Höllin er lokuð meðan vinnan á sér stað eins og áður hefur verið auglýst. Vinnan hófst í morgun og við stefnum á að klára þetta seinnipartinn á föstudaginn. Við erum búin að fá það staðfest að við getum sett Furuflís í gólfið á morgun föstudag á milli klukkan 17-19. Okkur vantar… Read More »Furuflís – hjálparhendur

Starfslok

Hestamannafélagið Sprettur og Þórunn hafa komist að samkomulagi um starfslok Þórunnar sem framkvæmdastjóri og hefur hún látið af störfum hjá félaginu. Stjórn þakkar Þórunni fyrir sín störf. 

Tilkynning 1. Deild 2025

Stjórn Spretts þarf að koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri til að eyða þeirri óvissu sem virðist vera uppi. Undanfarinn mánuð hefur verið samtal milli stjórnar Spretts og stjórnar 1. Deildar um rekstrarfyrirkomulag 1. Deildarinnar og fékk stjórn Spretts póst þann 7. janúar þess eðlis að stjórn deildarinnar ætlaði ekki í áframhaldandi samstarf við Sprett. 1. Deildin fór af stað árið 2024 og var það jafnframt… Read More »Tilkynning 1. Deild 2025

Félagshesthús Spretts

Hestamannafélagið Sprettur býður börnum, unglingum og ungmennum uppá aðstöðu í félagshesthúsi sínu, að Heimsenda 1, gegn vægu gjaldi.  Í húsinu eru 6 eins hesta rúmgóðar stíur, sameiginleg hnakkageymsla, kaffistofa ásamt heitu vatni. Félagshesthúsið er hugsað fyrir börn, unglinga og ungmenni á aldrinum 10-21 árs og er ætlað að styðja við það unga fólk sem á sinn eigin hest en vantar aðstöðu og aðstoð til að… Read More »Félagshesthús Spretts