Skip to content

Fréttir

Sjálfbærni Spretts

Á haustdögum var sett á laggirnar Sjálfbærninefnd Spretts. Fyrsta verkefni hennar er að bæta ásýnd svæðisins og fegra það. Það verður aðeins gert í góðri samvinnu við sveitarfélög og aðra sem láta sig svæðið varða. Hugmyndir sem hafa verið til umfjöllunar eru t.d. að óska eftir svæði meðfram reiðleiðum til umráða í nágrenni við félagssvæðið. Þar sjáum við fyrir okkur að útbúa gróðurmanir sem plantað… Read More »Sjálfbærni Spretts

Vinna veitna á svæði spretts

Heilmiklar framkvæmdir eru á svæðinu okkar um þessar mundir og margt framundan. Á næstu dögum munu Veitur þurfa að grafa í sundur Hattarvelli vegna lagnar á heitavatnslögn að Húsasmiðjuhöllinni, reynt verður að haska því verki eins og kostur er, það verður hægt keyra inn götur fyrir ofan þverskurðinn. Með þessu styttist óðfluga í að við getum tekið inn hitaveitu í höllina okkar góðu. Biðjum kerrueigendur… Read More »Vinna veitna á svæði spretts

Félagsgjöld Spretts og worldfengur

Nú styttist óðfluga í að félagsgjöld fyrir 2024 verði send út á félagsmenn Spretts. Eins og margir vita þá geta skuldlausir félagsmenn fengið aðgang að Worldfeng í gegnum Sprett. Þeir félagsmenn sem ekki hafa enn greitt félagsgjöldin fyrir 2023 geta átt von á því að WF aðgangi þeirra verði lokað fyrir áramót. Stjórn hmf. Spretts

eitt pláss laust í félagshesthúsi Spretts

Vegna forfalla losnaði eitt pláss í Félagshesthúsi Spretts. Umsóknir berast á sprettur@sprettarar.is Félagshesthús Spretts er staðsett neðst í Heimsenda, í húsinu eru 5-6 pláss fyrir unglinga sem langar að stíga sín fyrstu skref í að halda hest. Húsið er hugsað fyrir börn og unglinga á aldrinum 10-18 ára sem eru að stíga sín fyrstu skref í hestamennsku og hafa ekki tengingu inn í hesthús hjá… Read More »eitt pláss laust í félagshesthúsi Spretts

Léttleiki, virðing og traust!

Sigvaldi Lárus Guðmundsson, tamningamaður og reiðkennari, verður með sýnikennslu í Samskipahöllinni í Spretti fimmtudaginn 23.nóvember kl.19:30. Sigvaldi verður með 1-2 hesta á mismunandi þjálfunarstigum og segir frá sínum hugmyndum og aðferðum sem snúa að tamningu og þjálfun og hestamennskunni í heild sinni. Sigvaldi mun fara yfir breitt svið þjálfunar – allt frá tamningu og uppbyggingu ungra hrossa til þjálfunar á alhliðahesti og til afkasta á… Read More »Léttleiki, virðing og traust!

Stigahæstu börn og unglingar Spretts 2023

Þar sem tæknin var eitthvað aðeins að stríða okkur á uppskeruhátíð barna og unglinga Spretts var ákveðið að birta hér sérstaklega myndir af þeim börnum og unglingum sem sköruðu framúr á keppnisvellinum árið 2023. Öll fengu þau myndirnar innrammaðar til eignar en gaman er fyrir okkur hin líka að njóta þessa fallegu mynda af ungum Spretturum. Jóhanna Sigurlilja Sigurðardóttir stigahæsta stúlkan í barnaflokki Apríl Björk… Read More »Stigahæstu börn og unglingar Spretts 2023

Heimsmeistarafyrirlestur, verðlaunaveitingar og veisluhlaðborð

Uppskeruhátíð barna og unglinga fór fram í veislusal Spretts í Samskipahöllinni fimmtudaginn 16.nóvember. Boðið var upp á þriggja rétta kvöldverð, ungir Sprettarar voru heiðraðir og í lok kvöldsins fóru allir heim með gjafapoka. Mjög góð mæting var á hátíðina sem er merki um öflugt starf æskulýðsnefndar Spretts.  Dagskráin var þétt skipuð. Þórdís Anna Gylfadóttir, yfirþjálfari yngri flokka félagsins, sagði frá hápunktum í starfi vetrarins og… Read More »Heimsmeistarafyrirlestur, verðlaunaveitingar og veisluhlaðborð

Bifreiðastöður óheimilar meðfram Samkipahöll

Af gefnu tilefni minnum við notendur Samskipahallarinnar að óheimilt er að leggja bílum meðfram höllinni að norðanverðu, þarna er reiðleið og því myndast óþarfa slysahætta ef bílum þar. Næg bílastæði eru við austur enda hallarinnar. (merkt með gulu) Búið er að merkja þetta greinilega við austur horn reiðleiðarinnar og biðjum við fólk um að virða þetta.

Ræktunarbú Spretts 2023

Nóta frá Sumarliðabæ (mynd Nicki Pfau) Við útreikninga á ræktunarbúi ársins hafði ekki verið tekið tillit til allra þátta sem telja til stiga og þau mistök verið leiðrétt. Ræktunarbú Spretts 2023 er Sumarliðabær 2 en að þeirri ræktun standa hjónin Birgir Már Ragnarsson og Silja Hrund Júlíusdóttir. Hefur þetta verið leiðrétt við hlutaðeigandi aðila. Hestamannafélagið Sprettur óskar þeim innilega til hamingu og eru það vel… Read More »Ræktunarbú Spretts 2023

Rúllu og baggaplan Spretts

Þvi miður er umgegni og frágangur á rúllum og böggum á heyplani Spretts okkur Spretturum til háborinnar skammar. Bið alla sem eiga hey á planinu að fara sem fyrst að sínum stæðum og ganga frá endum og taka laust plast og henda því. Bið eigendur ónýtra bagga og rúlla að hafa samband við mig á sprettur@sprettarar.is eða í síma svo hægt sé að fjarlæja ónýtt… Read More »Rúllu og baggaplan Spretts