Skip to content

Fréttir

Hreinsunardagur Spretts 2024

Síðasta vetrardag, 24.apríl ætlum við að taka höndum saman og fegra umhverfið á svæðinu okkar. Við ætlum að hefjast handa kl. 17 en verkstjórar verða við eða í kringum báðar reiðhallirnar. Þar verður hægt að nálgast ruslapoka, hrífur, áhöld og upplýsingar ef fólk vill leiðbeiningar hvert skal halda. Þar að auki verður búið að koma fiskikörum fyrir á nokkra staði í hverfinu en staðsetningu þeirra… Read More »Hreinsunardagur Spretts 2024

Hreinsunardagur Spretts 2024

Hreinsunardagur Spretts verður 24.apríl nk, síðasta vetrardag. Hreinsunardagurinn hefst kl. 17:00. Við ætlum svo að bjóða upp grillaðar pylsur við veislusalinn kl 19:00 Allir sem vettlingi geta valdið eru beðnir að hjálpa til við að halda svæðinu okkar hreinu og snyrtilegu. Ruslapoka og áhöld verður hægt að nálgast við reiðhallir félagsins áður en hafist verður handa. Ruslagámur verður á svæðinu og einnig ætlum við að… Read More »Hreinsunardagur Spretts 2024

Opið WR íþróttamót Spretts

Mótið verður haldið 1-5. Maí næstkomandi á félagssvæði Spretts. Keppt verður í eftirfarandi greinum: Tölt T1: meistaraflokkur og ungmennaflokkur. Tölt T3: meistaraflokkur, 1. flokkur, 2. flokkur, ungmennaflokkur, unglingaflokkur og barnaflokkur. Tölt T2: meistaraflokkur og ungmennaflokkur. Tölt T4: meistaraflokkur, 1. flokkur, 2. flokkur, ungmennaflokkur, unglingaflokkur og barnaflokkur. Tölt T7:  1. flokkur, 2. flokkur, ungmennaflokkur, unglingaflokkur og barnaflokkur. Fjórgangur V1: meistaraflokkur og ungmennaflokkur. Fjórgangur V2: meistaraflokkur, 1.… Read More »Opið WR íþróttamót Spretts

FEIF Youth Cup

Hvetjum áhugasama unga Sprettara að skoða þetta vel og vandlega og sækja um ef áhugi er fyrir hendi! Mjög skemmtilegt verkefni og frábær reynsla að keppa á erlendri grundu. Allar nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu LH. www.lhhestar.is og hér er beinn hlekkur: https://www.lhhestar.is/is/frettir/enn-taekifaeri-til-ad-saekja-um-youth-cup?fbclid=IwZXh0bgNhZW0CMTEAAR3blbq84W4TTdamT03KpnyqlM3aDQ3ppg4dRTLeY9fQBR-BbVPPlQMORNc_aem_AUIRkMB76xusnIgp6i6X8vhQNnC1G6IC4aqWmEQ9KLaYaxzknZr8bK8mYXLE-NFAKvQoqiOhpJ9mzHmcuMp2XjCF

Firmakeppni Spretts á sumardaginn fyrsta- 25.apríl

Firmakeppni Spretts er ein af mikilvægustu tekjuleiðum félagsins. Við ætlum að blása til sóknar fyrir félagið okkar og safna saman styrkjum og halda firmakeppnina á sumardaginn fyrsta. Þeir/þær sem vilja styrkja mótið er bent á að hafa samband við Bödda í síma 897-7517 eða Jónínu í síma 665-6222. Skráningargjöld á firmakeppni eru engin en keppendum er frjálst að borga smá skráningargjald til styrktar félaginu. Keppt… Read More »Firmakeppni Spretts á sumardaginn fyrsta- 25.apríl

Úrslit Landsmótsleika Spretts og Fáks

Þá er Landsmótsleikum Spretts og Fáks lokið og heppnuðust þeir prýðilega. Mótið var alfarið skipulagt og haldið af ungmennum Spretts, en þetta var frumraun þeirra í mótahaldi, og má segja að ferlið hafi verið mjög lærdómsríkt og skemmtilegt. Pollar og börn kepptu inni en aðrir flokkar kepptu úti á Samskipavellinum. Mikil gleði var í mannskapnum að komast út að keppa og mætti segja að spenningurinn… Read More »Úrslit Landsmótsleika Spretts og Fáks

Happadrættismiðar til styrktar Einstökum börnum

Happadrættismiðar til styrktar Einstökum börnum til sölu í kvöld í Samskipahöllinni. Frábærir vinningar og til mikils að vinna. T.d. gjafabréf frá Play, folatollar undir marga af okkar fremstu stóðhestum, gjafabréf frá ýmsum aðilum (ekki bara hestabúðum) og margt fleira. Hvetjum allt hestafólk til þess að leggja þessu góða málefni lið. Margt smátt gerir eitt stórt. Miðinn er á kr. 1000 sem gjöf en ekki gjald.… Read More »Happadrættismiðar til styrktar Einstökum börnum

Umsóknir um viðrunarhólf 2024

Ágætu Sprettarar Af gefnu tilefni minnum við Sprettara á að óheimilt er að nota viðrunarhólfin eins og stendur. Það er einfaldlega vegna þess að við erum að spyrna við því að grasrótin skemmist og hólfin spænist  upp. Vonumst til þess að hægt verði að byrja nota hólfin í snemma í maí ef tíðin verður góð. Umsóknir um hólf fyrir sumarið 2024. Nú þegar sól hækkar á… Read More »Umsóknir um viðrunarhólf 2024