Skip to content

Æskulýðsstarf

Tækifæri á alþjóðavettvangi

FEIF leitar nú að „young committee members“ eða ungfulltrúum í tvær nefndir. Ungfulltrúar eru á aldrinum 18-26 ára og er hugmyndin að gefa ungu fólki tækifæri á að kynnast því að starfa í alþjóðlegum nefndum og ráðum. Það er einkar mikilvægt að ungt fólk fái tækifæri til að láta rödd sína heyrast og setja mark sitt á þá þróun sem það vill sjá hestamennskunni til… Read More »Tækifæri á alþjóðavettvangi

Hæfileikamótun LH

Við hvetjum unga og efnilega Sprettara á aldrinum 14-17 ára (fædd 2008-2011) til að sækja um í Hæfileikamótun LH. Umsóknafrestur er 15.september. Sjá nánar í frétt LH hér fyrir neðan:https://www.lhhestar.is/is/frettir/opid-er-fyrir-umsoknir-i-haefileikamotun-veturinn-2024-2025

Afreksstyrkir Garðabæjar

Íþrótta- og tómstundaráð Garðabæjar auglýsir eftir umsóknum um afreksstyrki. Íþróttafulltrúi/yfirþjálfari hvers félags sækir um afreksstyrki fyrir félagsmenn. Þeir sem telja sig eiga rétt á afreksstyrki, sjá reglur hér fyrir neðan, eru beðnir um að senda póst á [email protected] þess efnis, sem mun þá sjá um að sækja um styrkinn. Senda þarf póst til yfirþjálfara í síðasta lagi sunnudaginn 8.september nk. Við vekjum athygli á því… Read More »Afreksstyrkir Garðabæjar

Fatnaður ungra Sprettara

Hettupeysur, Ariat og TopReiter jakkar fyrir unga Sprettara verða til afhendingar eftir að knapafundi á Landsmóti lýkur á sunnudaginn, 30.júní um kl.19:00. Æskulýðsnefnd verður með posa á staðnum og þarf að greiða við afhendingu á fatnaði. Einnig verður hægt að sækja í Spretts grillið seinna í næstu viku ef það hentar betur fyrir einhverja. Vörurnar eru niðurgreiddar um helming af hálfu æskulýðsnefndar, en börn og… Read More »Fatnaður ungra Sprettara

Landsmótsfundur yngri flokka Spretts

Fimmtudaginn 27.júní verður haldinn knapafundur fyrir Landsmótsfara í yngri flokkum Spretts í veislusalnum í Samskipahöllinni. Fundurinn hefst kl.19:00 og er gert ráð fyrir ca. 30 mín. Fundurinn er ætlaður fyrir þá keppendur í barna-, unglinga- og ungmennaflokki sem hafa unnið sér inn þátttökurétt á Landsmóti. Foreldrar eru velkomnir með. Keppendum verða veittar knapagjafir, farið verður yfir félagsbúning Spretts og rætt verður stuttlega um keppni á… Read More »Landsmótsfundur yngri flokka Spretts

Ferðasaga ungra Sprettara í Flagbjarnarholt

Æskulýðsnefnd Spretts hefur látið hendur standa fram úr ermum í vetur og staðið fyrir ýmiskonar viðburðum og hittingum fyrir unga Sprettara! Ein af stærri viðburðum nefndarinnar þetta árið var helgarferð í Flagbjarnarholt þar sem ungir Sprettarar tóku með sér hest og riðu út saman fyrstu helgina í júní. Ferðin vakti mikla lukku enda aðstaðan hjá þeim hjónum Þórunni Hannesdóttur og Sveinbirni Bragasyni í Flagbjarnarholti frábær,… Read More »Ferðasaga ungra Sprettara í Flagbjarnarholt

Æskulýðsreiðtúr

Þriðjudaginn 4.júní stendur Æskulýðsnefnd Spretts fyrir reiðtúr og grilli fyrir unga Sprettara. Mæting er við Samskipahöllina kl.17:30. Reiðtúrinn er ætlaður börnum og unglingum 8 ára og eldri sem eru vel hestfær. Foreldrar mega endilega ríða með börnum sínum og mælt er með því að foreldrar/forráðamenn ríði með ef börnin eru ekki alveg örugg. Farin verður ca. klst reiðtúr um Heiðmörkina. Að loknum reiðtúr verður boðið… Read More »Æskulýðsreiðtúr

Undirbúningur fyrir Landsmót

Undirbúningsnámskeið fyrir Landsmót fyrir unga Sprettara! Reiðkennarinn Árný Oddbjörg býður upp á undirbúningsnámskeið fyrir Landsmót fyrir þá knapa sem hafa unnið sér inn þátttökurétt á Landsmóti fyrir hönd yngri flokka Spretts. Kennt verður á miðvikudögum frá kl.15-21. Hver og einn bókar sig á ákveðinn tíma sem helst út allt námskeiðið. Kennt í einkatímum, 25mín hver tími (3-4 skipti), auk 2-3 skipta í aðstoð á Landsmóti.… Read More »Undirbúningur fyrir Landsmót

Sveita helgarferð ungra Sprettara

Helgina 1.-2.júní nk. ætla ungir Sprettarar að leggja land undir fót og halda af stað í sveitaferð. Þema helgarinnar verður útreiðar, sund, gleði, grill, leikir og gaman. Æskulýðsnefnd býður börnum og unglingum heim að Flagbjarnarholti, í Landssveit, helgina 1.-2.júní. Miðað er við lágmarksaldur 10 ára á árinu og að knapar séu orðnir vel hestfærir. Foreldrar eru velkomnir með og lagt er til að foreldrar ríði… Read More »Sveita helgarferð ungra Sprettara

Mátun mátun! Jakkar jakkar!

Allra síðasta mátun á jökkum fyrir unga Sprettara verður Í DAG, miðvikudaginn 15.maí, kl.17:30-19:00 við sjopputurninn á keppnisvellinum! Í boði eru TopReiter jakkar, Ariat jakkar í barnastærðum og renndar hettupeysur í barnastærðum. Það ætti því að vera eitthvað í boði fyrir alla! Allir jakkar/peysur verða merktar eins. Æskulýðsnefnd stefnir að því að niðurgreiða jakkana og peysurnar töluvert.