
Ungir Sprettarar í keppnisgír
Íslandsmót ungmenna og fullorðinna fór fram síðastliðna helgi á keppnissvæði Sleipnis á Selfossi og þar áttum við Sprettarar þó nokkra öfluga fulltrúa sem gaman er að fylgjast með. Í ungmennaflokki reið Hekla Rán Hannesdóttir til A-úrslita í tölti og fjórgangi.