Skip to content

Æskulýðsstarf

Foreldrafundur ungra Sprettara

Foreldrafundur ungra Sprettara verður haldinn miðvikudaginn 29.janúar kl.18-19 í veislusal Samskipahallarinnar. Á fundinum munum við segja frá fyrirhuguðu æskulýðsstarfi ársins 2025, m.a. verður rætt um fyrirhugaða utanlandsferð ungra Sprettara. Hvetjum alla foreldra og forráðamenn ungra Sprettara til að mæta. Sjáumst hress!

Skemmtimótið Grímu- og glasafimi Spretts

Skemmtilegasta mót ársins mun fara fram 31 jan nk – Grímu og glasafimi. Fjörið hefst kl 18:00 í Samskipahöllinni! Við hvetjum unga sem og eldri Sprettara til þess að spreyta sig á sínum gæðing. Það verða riðnir 3 hringir með glas í hendi og sá sem sullar minnst úr sínu glasi vinnur sinn flokk.  Það er valfrjálst að mæta í búning en sérstök verðlaun verða… Read More »Skemmtimótið Grímu- og glasafimi Spretts

Umsækjendur um afreksstyrk ÍTG

Þau sem hafa hug á að sækja um afreksstyrk hjá ÍTG þurfa að senda beiðni um slíkt á [email protected] fyrir 29.janúar nk. Yfirþjálfari sækir um hjá ÍTG fyrir þá sem þess óska (en hjá Kópavogi sækja einstaklingar sjálfir um). Með beiðni um umsókn þarf að senda með fylgiskjal þar sem fram kemur nánari útlistun á afrekum íþróttamannsins sem sótt er um styrk fyrir. Nánari upplýsingar… Read More »Umsækjendur um afreksstyrk ÍTG

Afreksstyrkir ÍTG

Auglýsing um afreksstyrki ÍTG Íþrótta og tómstundaráð Garðabæjar auglýsir eftir umsóknum um afreksstyrki fyrir einstaklinga og hópa, skv. afreksstefnu ÍTG grein 3.3, á vef bæjarins. Úthlutunarreglur afreksstyrkja Þeir aðilar, einstaklingar eða lið, sem til greina koma vegna afreksstyrkveitinga skv. gr. 3.3. eru: a.         Þeir sem stunda einstaklingsíþróttir með íþróttafélagi í Garðabæ. b.         Þeir sem eiga lögheimili í Garðabæ og stunda íþróttir með íþróttafélagi utan… Read More »Afreksstyrkir ÍTG

Þjálfari ársins

Árný Oddbjörg Oddsdóttir, reiðkennari, var valin sem þjálfari ársins í kvennaflokki hjá sveitarfélaginu Garðabæ. Árný er vel að titlinum komin enda afar vinsæll reiðkennari hjá okkur Spretturum. Hér má sjá umsögn um Árnýju sem sendur var inn með tilnefningunni: Árný Oddbjörg Oddsdóttir er menntaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum. Hún starfar við þjálfun og tamningu hrossa ásamt því að sinna reiðkennslu. Hestamannafélagið Sprettur hefur verið… Read More »Þjálfari ársins

Helgarnámskeið með Sigvalda

Helgarnámskeið með Sigvalda Lárus! Helgina 1.-2.febrúar mun reiðkennarinn Sigvaldi Lárus Guðmundsson bjóða upp á helgarnámskeið. Kennt er á laugardegi og sunnudegi í 40mín einkatíma. Á laugardegi og sunnudegi er kennt í Samskipahöll, hólf 3. Sigvaldi er menntaður reiðkennari frá Hólaskóla og hefur sinnt reiðkennslu við góðan orðstír í fjölda mörg ár. Sigvaldi er einnig reiðkennari ársins 2022 hérlendis. Hann hefur starfað sem reiðkennari á Hólum… Read More »Helgarnámskeið með Sigvalda

Æfingatími með dómara fyrir börn, unglinga og ungmenni!

Ath! Ungir Sprettarar í barnaflokki eru boðin velkomin að mæta líka! Mánudaginn 20.janúar frá kl.20:00-22:00 verður æfingatími með dómara, Þórir Örn Grétarsson, í boði fyrir börn, unglinga og ungmenni Spretts. Áætlað er um 10mín á hvern knapa, styttra ef skráning verður mikil, ungum Spretturum að kostnaðarlausu. Hver og einn ræður hvað hann vill sýna/taka fyrir, getur verið tölt prógramm, 4g, 5g… Gefin er umsögn, góðir… Read More »Æfingatími með dómara fyrir börn, unglinga og ungmenni!

Knapaþjálfun með Bergrúnu

Knapaþjálfun með Bergrúnu! Við minnum á helgarnámskeiðið “Knapaþjálfun með Bergrúnu” sem fer fram 25.-26.janúar nk. Skráning er í fullum gangi og nokkur laus pláss. Nú er einnig hægt að bóka sig eingöngu í reiðtíma hjá henni þessa helgi, en sleppa fyrirlestri og æfingum. Hér er beinn hlekkur á skráningu: https://www.abler.io/…/1/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MzYxMTU= Hér eru svo nánari upplýsingar um námskeiðið í heild sinni: Helgarnámskeiðin er hugsuð þannig að… Read More »Knapaþjálfun með Bergrúnu

Helgarnámskeið með Antoni Páli 25.-26.janúar

Helgarnámskeið með Antoni Páli 25.-26.janúar Helgarnámskeið með reiðkennaranum Antoni Páli Níelssyni laugardaginn 25.janúar og sunnudaginn 26.janúar.Um er að ræða tvo einkatíma, 45mínútur hvor. Kennt verður í Húsasmiðjuhöll. Kennsla fer fram milli kl.13-18 á laugardegi og 9-15 á sunnudegi. Verð er 36.500kr fyrir fullorðna. Knapar í yngri flokkum eru einnig hvattir til að skrá sig en þeir fá niðurgreitt hluta af námskeiðinu, verð fyrir yngri flokka… Read More »Helgarnámskeið með Antoni Páli 25.-26.janúar

Hestaíþróttir yngri flokkar

Boðið verður upp á námskeið fyrir börn og unglinga og er ætlað þeim sem vilja sækja almennt reiðnámskeið þar sem farið verður yfir undirstöðuatriði í reiðmennsku. Námskeiðið hentar einnig fyrir þau sem hafa sótt pollanámskeið og vilja stíga næsta skref í sinni reiðmennsku. Miðað er við að nemendur geti stjórnað sínum hesti sjálf og riðið á tölt/brokk hraða. Viðmiðunaraldur er 9 til 14 ára. Skipt… Read More »Hestaíþróttir yngri flokkar