Skip to content

Námskeið

Þrautabrauta & leikjadagur

Laugardaginn 20.apríl nk verður haldinn ÞRAUTABRAUTAR & LEIKAJADAGUR SPRETTS 2024. Dagurinn er ætlaður ungum Spretturum. Aldursviðmið eru pollar, börn og unglingar – en allir eru velkomnir! Sett verður upp hesta-þrautabraut í Samskipahöllinni þar sem hver og einn mætir með sinn hest, það má mæta í búning ef stemming er fyrir því 🙂 Skipt verður í hópa eftir aldri, sjá dagskrá og tímasetningar. Að loknum öllum… Read More »Þrautabrauta & leikjadagur

Einkatímar hjá Guðrúnu Margréti

Ertu að stefna á að keppa? Eða langar þig að gera reiðhestinn þinn þjálli og skemmtilegri? Eða langar þig að fá aðstoð með nýja reiðhestinn þinn? Nú er að fara af stað einstaklingsmiðað námskeið þar sem nemandi og kennari setja sér raunhæf markmið og vinna markvisst að því yfir tímabil námskeiðsins. Markmið námskeiðsins er því ekki eitthvað eitt verkefni, heldur einstaklingsbundið. Námskeiðið er ætlað öllum,… Read More »Einkatímar hjá Guðrúnu Margréti

Einkatímar hjá Magnúsi Lárussyni!

Hver einkatími er 40mín. Tímar í boði á milli kl.15:00 til 21:00. Kennt verður í Samskipahöll í hólfi 3. Kennt verður annan hvern þriðjudag og hefst kennsla þriðjudaginn 7.maí. 3 skipti samtals. Kennt verður; 7.maí, 21.maí og 4.júní. Verð er 41.000kr. Skráning fer fram á sportabler.com/shop/hfprettur og opnar laugardaginn 13.apríl kl.12:00. Athugið að það þarf að „refresha“ /endurhlaða síðuna ef námskeiðið birtist ekki – eða… Read More »Einkatímar hjá Magnúsi Lárussyni!

Einka- og paratímar hjá Róberti Petersen!

Reiðkennarinn Róbert Petersen býður upp á einka- og paratíma í Samskipahöllinni í vetur. Kennslan er sérsniðin að þörfum og óskum hvers og eins nemanda/hesti. Kennt verður á þriðjudögum í Samskipahöllinni. Námskeiðið hefst þriðjudaginn 16.apríl og lýkur 7.maí, samtals 4 skipti. Tímasetningar í boði milli kl.16:00 og 21:00. Í boði eru paratímar, kennt er í 60mín. og einkatímar, kennt er í 40mín. Samtals 4 skipti. Verð… Read More »Einka- og paratímar hjá Róberti Petersen!

Hindrunarstökk

Hindrunarstökksnámskeið verður haldið í Spretti og hefst fimmtudaginn 18.apríl. Kennt verður á fimmtudögum, samtals 4 skipti. Ath! ekki er kennt sumardaginn fyrsta, 25.apríl. Boðið verður upp á tvo hópa: – fyrir yngri knapa, 10-21árs, kennt kl.16:30-17:15 – fyrir eldri knapar, 22+, kennt kl.17:15-18:00. Kennt verður í Húsasmiðjuhöll. 4 skipti. Námskeiðið er fyrir knapa sem hafa áhuga á hindrunarstökks- og brokkspíruþjálfun. Knapar þurfa að hafa grunnstjórn… Read More »Hindrunarstökk

Einkatímar með Julie 8.-9.maí

8.-9.maí (miðvikudagur og fimmmtudagur) nk. mun fyrrum heimsmeistarinn Julie Christiansen bjóða upp á einkatíma í Samskiphöllinni/úti á keppnisvelli í Spretti. Julie Christiansen er búsett í Danmörku þar sem hún starfar við reiðkennslu, tamningar og þjálfun. Hún er margfaldur heimsmeistari, danskur landsliðsknapi og hefur verið í fremstu röð knapa til margra ára. Meðal þeirra hesta sem Julie þjálfar þessa dagana eru Kveikur frá Stangarlæk og Viðar… Read More »Einkatímar með Julie 8.-9.maí

Upphitun fyrir kvennatölt!

Þarftu að koma þér í gír fyrir Kvennatölt?! Haldið verður undirbúningsnámskeið fyrir konur sem hafa hug á að taka þátt í Kvennatöltinu þann 13.apríl nk. Reiðkennari verður Friðdóra Friðriksdóttir. Boðið verður upp á þrjú skipti í kennslu eftirfarandi daga; Laugardaginn 6.apríl, tímasetningar í boði milli kl.13-17.Mánudagurinn 8.apríl, tímasetningar í boði milli kl.17-21.Miðvikudagurinn 10.apríl, tímasetningar í boði milli kl.17-21. Kennt verður í einkatímum, 30mín hvert skipti,… Read More »Upphitun fyrir kvennatölt!

Pollanámskeið

Minnum á skráningu á pollanámskeiðin! Næsta námskeið hefst á laugardaginn, 16.mars. Námskeiðið er ókeypis og er kennt í mars til apríl! Bætt hefur verið við hópi kl.12:00-12:40. Frábæru pollanámskeiðin hjá Hrafnhildi Blöndahl halda áfram laugardaginn 16.mars. 40mín hver tími, samtals 6 skipti. Tímasetningar í boði á milli kl.10-13. Ekki er kennt laugardaginn 30.mars. Síðasti tíminn er laugardaginn 27.apríl. Stefnt verður að því að fara amk… Read More »Pollanámskeið

Æfingatímar með dómara

Mánudaginn 18.mars nk. verður í boði æfingatími í Samskipahöllinni kl.21:00-22:30 með alþjóðlegum dómara fyrir unglinga og ungmenni í Spretti. Æfingatímarnir eru ætlaðir unglingum og ungmennum að þessu sinni. Miðað er við 5-7mín á hvert prógramm. Fjöldi plássa er því takmarkaður. Hægt er að mæta með ungan og efnilegan hest eða eldri og reyndari, alveg sama hvaða prógramm þið viljið sýna, einn inn á í einu.… Read More »Æfingatímar með dómara

Reiðtímar hjá Róberti Petersen

Bætum við einka- og paratímum hjá Róberti Petersen! Reiðkennarinn og reynsluboltinn Róbert Petersen býður upp á einkatíma í Samskipahöllinni í vetur. Kennslan er sérsniðin að þörfum og óskum hvers og eins nemanda/hesti. Kennt verður annan hvern miðvikudag í Samskipahöllinni. Kennt verður eftirfarandi daga;– 20.mars– 3.apríl– 17.apríl– 1.maí Tímasetningar í boði milli kl.16:30 og 19:30. Í boði eru paratímar, kennt er í 60mín. og einkatímar, kennt… Read More »Reiðtímar hjá Róberti Petersen