Hettupeysur, Ariat og TopReiter jakkar fyrir unga Sprettara verða til afhendingar eftir að knapafundi á Landsmóti lýkur á sunnudaginn, 30.júní um kl.19:00. Æskulýðsnefnd verður með posa á staðnum og þarf að greiða við afhendingu á fatnaði. Einnig verður hægt að sækja í Spretts grillið seinna í næstu viku ef það hentar betur fyrir einhverja. Vörurnar eru niðurgreiddar um helming af hálfu æskulýðsnefndar, en börn og unglingar hafa verið dugleg að safna sér inn pening í vetur með ýmiskonar fjáröflunum.
Verð á hettupeysu með merkingu er 5.000kr
Verð á Ariat jakka með merkingu er 8.000kr
Verð á TopReiter jakka með merkingu er 15.000kr