Fimmtudaginn 27.júní verður haldinn knapafundur fyrir Landsmótsfara í yngri flokkum Spretts í veislusalnum í Samskipahöllinni. Fundurinn hefst kl.19:00 og er gert ráð fyrir ca. 30 mín.
Fundurinn er ætlaður fyrir þá keppendur í barna-, unglinga- og ungmennaflokki sem hafa unnið sér inn þátttökurétt á Landsmóti. Foreldrar eru velkomnir með.
Keppendum verða veittar knapagjafir, farið verður yfir félagsbúning Spretts og rætt verður stuttlega um keppni á landsmóti.