Skip to content

Fræðslunefnd Spretts

Einka- og paratímar hjá Róberti Petersen!

Reiðkennarinn Róbert Petersen býður upp á einka- og paratíma í Samskipahöllinni í vetur. Kennslan er sérsniðin að þörfum og óskum hvers og eins nemanda/hesti. Kennt verður á þriðjudögum í Samskipahöllinni. Námskeiðið hefst þriðjudaginn 16.apríl og lýkur 7.maí, samtals 4 skipti. Tímasetningar í boði milli kl.16:00 og 21:00. Í boði eru paratímar, kennt er í 60mín. og einkatímar, kennt er í 40mín. Samtals 4 skipti. Verð… Read More »Einka- og paratímar hjá Róberti Petersen!

BLUE LAGOON gæðingamót og stigakeppni

Skráning á BLUE LAGOON gæðingamótið er í fullum gangi! Skráning fer fram á sportfengur.com og lýkur á miðnætti þriðjudaginn 9.apríl. VIð hvetjum alla knapa í yngri flokkum til að taka þátt! Gæðingamótið er jafnframt síðasta BLUE LAGOON mótið í mótaröðinni í vetur en keppendur hafa safnað sér stigum með þátttöku í vetur. Við munum því einnig verðlauna stigahæsta knapann í barnaflokki, unglingaflokki og ungmennaflokki. Staðan… Read More »BLUE LAGOON gæðingamót og stigakeppni

BLUE LAGOON gæðingakeppni

Síðasta mótið í Blue Lagoon mótaröð Spretts verður haldið fimmtudaginn 11.apríl en þá verður keppt í gæðingakeppni innanhúss. Eftirfarandi flokkar eru í boði, riðið verður heilt prógramm í forkeppni og einn inn á í einu:Barnaflokkur (10-13 ára)Unglingaflokkur (14-17 áraUngmennaflokkur (18-21árs) Keppendur sýna:Barnaflokkur (Fet, tölt eða brokk, stökk)Unglingaflokkur (fet, hægt tölt, brokk, stökk og yfirferðargangur-annaðhvort tölt eða brokk)Ungmennaflokkur (fet, hægt tölt, brokk, stökk og greitt tölt)… Read More »BLUE LAGOON gæðingakeppni

Hindrunarstökk

Hindrunarstökksnámskeið verður haldið í Spretti og hefst fimmtudaginn 18.apríl. Kennt verður á fimmtudögum, samtals 4 skipti. Ath! ekki er kennt sumardaginn fyrsta, 25.apríl. Boðið verður upp á tvo hópa: – fyrir yngri knapa, 10-21árs, kennt kl.16:30-17:15 – fyrir eldri knapar, 22+, kennt kl.17:15-18:00. Kennt verður í Húsasmiðjuhöll. 4 skipti. Námskeiðið er fyrir knapa sem hafa áhuga á hindrunarstökks- og brokkspíruþjálfun. Knapar þurfa að hafa grunnstjórn… Read More »Hindrunarstökk

BLUE LAGOON Úrslit tölt og slaktaumatölt

Fimmtudaginn 21.mars fór fram keppni í slaktaumatölti T4 og tölti T7 og T3 í BLUE LAGOON mótaröð Spretts. Góð þátttaka var í keppni barna-, unglinga- og ungmenna í öllum greinum. Systurnar Guðný Dís, Elva Rún og Kristín Rut sigruðu hver sinn aldursflokk í tölti. Í slaktaumatölti sigraði Ásthildur Sigurvinsdóttir barnaflokk, Fanndís Helgadóttir sigraði unglingaflokk og Harpa Dögg Bergmann sigraði ungmennaflokk. Í verðlaun hlutu knapar m.a.… Read More »BLUE LAGOON Úrslit tölt og slaktaumatölt

Fræðsluerindi Hermanns Árnasonar í Fáki

Hermann Árnason, fyrrverandi bóndi á Heiði í Mýrdal, áður Stöðvarstjóri hjá Sláturfélagi Suðurlands á Selfossi, nú frjótæknir og hrossaræktandi á Hvolsvelli og síðast en ekki síst ferðagarpur af guðs náð ætlar að koma í heimsókn til okkar í Fák þriðjudaginn 26. mars. Þar mun hann miðla með okkur af reynslu sinni við undirbúning, þjálfun og skipulag fyrir hestaferðalög. Hermann er gríðarlega reynslumikill þegar kemur að… Read More »Fræðsluerindi Hermanns Árnasonar í Fáki

Skemmtileg sýnikennsla

Í síðustu viku stóð æskulýðsnefnd fyrir sýnikennslu og ferð í lazertag fyrir unga Sprettara Á sýnikennslunni fengu ungir Sprettarar að kynnast „liberty training“ hjá henni Huldu Maríu okkar en Hulda lærði þessa þjálfunaraðferð í Bandaríkjunum síðasta haust. Það var virkilega gaman að fylgjast með sambandi Huldu og hryssunnar Jarlhettu þegar þær sýndu mismunandi þjálfunaraðferðir, greinilega mikið traust og vinátta. Það var líka gaman fyrir unga… Read More »Skemmtileg sýnikennsla

Hlaupandi börn við magnúsarlund

Góðan daginn kæru Sprettarar! Í dag milli kl.17-18, miðvikudaginn 20.mars, munu um 40 ungir Sprettarar leita að páskeggjum í Magnúsarlundi og það verður væntanlega mikið líf og fjör á meðan því stendur. Við ráðleggjum ríðandi umferð að nýta sér aðrar reiðleiðir rétt á meðan. Við setjum einnig upp keilur á reiðveginn sitthvoru megin við Magnúsarlund á meðan páskaeggjaleitin stendur yfir. Með von um jákvæðar undirtektir… Read More »Hlaupandi börn við magnúsarlund

Einkatímar með Julie 8.-9.maí

8.-9.maí (miðvikudagur og fimmmtudagur) nk. mun fyrrum heimsmeistarinn Julie Christiansen bjóða upp á einkatíma í Samskiphöllinni/úti á keppnisvelli í Spretti. Julie Christiansen er búsett í Danmörku þar sem hún starfar við reiðkennslu, tamningar og þjálfun. Hún er margfaldur heimsmeistari, danskur landsliðsknapi og hefur verið í fremstu röð knapa til margra ára. Meðal þeirra hesta sem Julie þjálfar þessa dagana eru Kveikur frá Stangarlæk og Viðar… Read More »Einkatímar með Julie 8.-9.maí

Páskaeggjaleit

Páskakanínan verður á ferðinni í hestamannafélaginu Spretti miðvikudaginn 20.mars og ætlar að fela páskaegg í Magnúsarlundi (litli skógurinn innst við Hamraenda) fyrir unga Sprettara! Að lokinni páskaeggjaleit verða grillaðir sykurpúðar og boðið uppá kakó ef veður leyfir. Við munum hittast við Samskipahöllina miðvikudaginn 20.mars kl.17:00. Nauðsynlegt er að skrá sig í gegnum sportabler.com/shop/hfsprettur svo páskakanínan viti hversu mörg páskaegg hún eigi að fela