Hindrunarstökksnámskeið verður haldið í Spretti og hefst fimmtudaginn 18.apríl.
Kennt verður á fimmtudögum, samtals 4 skipti.
Ath! ekki er kennt sumardaginn fyrsta, 25.apríl.
– fyrir yngri knapa, 10-21árs, kennt kl.16:30-17:15
– fyrir eldri knapar, 22+, kennt kl.17:15-18:00.
Kennt verður í Húsasmiðjuhöll. 4 skipti.
Námskeiðið er fyrir knapa sem hafa áhuga á hindrunarstökks- og brokkspíruþjálfun. Knapar þurfa að hafa grunnstjórn á hestum sínum. Markmið námskeiðsins er að auka þor manns og hests með hindrunum, sem og auka þekkingu knapa á góðri hindranaþjálfun. Búnaður sem þarf á hestinn: hnakkur, beisli, hringtaumsmúll/tamningabeisli, langur taumur og hringtaumspískur.
Kennt verður í 3-4 manna hópum á fimmtudögum.
Verð er 15.000kr fyrir fullorðna.
Verð er 10.000kr fyrir yngri flokka.
Kennari er Guðrún Margrét Valsteinsdóttir.
Skráning fer fram á sportabler.com og hefst laugardaginn 6.apríl kl.12:00.