Skip to content

Skemmtileg sýnikennsla

Í síðustu viku stóð æskulýðsnefnd fyrir sýnikennslu og ferð í lazertag fyrir unga Sprettara 🙂

Á sýnikennslunni fengu ungir Sprettarar að kynnast „liberty training“ hjá henni Huldu Maríu okkar en Hulda lærði þessa þjálfunaraðferð í Bandaríkjunum síðasta haust. Það var virkilega gaman að fylgjast með sambandi Huldu og hryssunnar Jarlhettu þegar þær sýndu mismunandi þjálfunaraðferðir, greinilega mikið traust og vinátta. Það var líka gaman fyrir unga Sprettara að sjá öðruvísi þjálfunaraðferðir og opna fyrir allskonar hugmyndir og leiki sem hægt er að gera með hestinum sínum. Við þökkum Huldu kærlega fyrir að koma og halda fyrir okkur sýnikennslu – og planið er að hitta þær aftur seinna, þegar þær verða komnar lengri í sinni þjálfun.

Að lokinni sýnikennslu var haldið í Smáralindina þar sem hópurinn skellti sér í lazertag. Það liggur ekki alveg ljóst fyrir stóð uppi sem sigurvegari – en það var mikið stuð!