Skip to content

Reiðhallir


Reiðhöllin Hattavellir


Sprettshöllin – Austurendi


Sprettshöllin – Miðja


Sprettshöllin – Vesturendi

Sprettshöllin – Vesturendi

Reglur Í Reiðhöllinni
Þeir sem nota reiðsalinn í Reiðhöllinni sýni starfsfólki og öðrum reiðmönnum tillitsemi og virðingu.
Félagsmenn sjá um að hreinsa gólf eftir sig, setja tað í hjólbörur og annað rusl í ruslafötur. Sá sem síðastur er út úr höllinni skal draga frá tjöldin svo höllin sé ekki hólfuð niður á næturnar.

Virða skal þá tíma sem skráðir eru, sjá dagatal hér til hliðar.

Notkun er einungis fyrir þá sem hafa greitt félagsgjöld og greitt er sérstaklega fyrir notkun á reiðhöll.

1. Hjálmaskylda er í reiðhöllinni.
2. Lausaganga hunda er stranglega bönnuð.
3. Knapar þrífi upp eftir hesta sína og sjálfa sig.
4. Áhorfendur gangi vel um og noti ruslafötur.
5. Reykingar eru bannaðar.
6. Einungis skuldlausir félagar hafa aðgang. Börn yngri en 16 ára noti reiðhöll einungis í fylgd með forráðamanni.
7. Meðferð áfengis og annara vímuefna er bönnuð.
8. Drukknu fólki ber að vísa úr húsinu umsvifalaust.

Umsjónarmaður og eftirlitsmaður með eignum félagsins er framkvæmdastjóri félagsins, Þórunn Sigurðardóttir.
Þórunn sér um lykla að reiðhöll, félagsheimili, gáma á keppnissvæði og leigu á eignum.
Hægt er að ná í Þórunni í síma 620-4500 og í netfangi [email protected].