Reiðhallir
Reiðhöllin Hattavellir
Umgengnis og umferðarreglur í reiðhöllum Spretts.
1.Einungis skuldlausir félagar geta fengið aðgangslykla. Börn yngri en 14.ára skulu vera í fylgd með forráðamanni. Handhafar aðgangslykla er óheimilt að hleypa öðrum inn í höllina
2.KNÖPUM BER AÐ HREINSA UPP EFTIR HESTANA SÍNA. Knapar skulu sýna kurteisi og tillitssemi og forðast óróa eða hávaða.
- Hjálmaskylda er í reiðhöllum Spretts. Við þjálfun hesta í reiðhöllum Spretts eru félagsmenn á eigin ábyrgð.
- Farið á bak og af baki inni á miðjum vellinum en ekki á reiðleiðum í útjaðri vallar.
- Hægri umferð gildir þegar knapar mætast úr gagnstæðri átt ef riðinn er sami hraði. Fetgangur skal riðinn á innri sporaslóð þegar aðrir knapar ríða á hraðari gangtegund á ytri sporaslóð.
- Ekki má ríða hlið við hlið eða hafa tvo hesta til reiðar þegar aðrir eru í salnum.
- Forðast skal að ríða þvert í veg fyrir aðra knapa. Ekki má stöðva hestinn á ystu sporaslóð.
- Knapi sem ríður bauga, á hringnum, eða aðrar reiðleiðir inni á velli veitir þeim forgang sem ríða allan völlinn á sporaslóð. Aðrir skulu forðast að ríða þvert í gegn hjá þeim sem ríður á baug.
- Stökkþjálfun/yfirferðareið er óheimil þegar margir eru inni í höllinni í opnum tímum, sérstaklega ef einungis eitt hólf er opið í Samskipahöllinni fyrir félagsmenn til þjálfunar, eða ef margir eru inni í Húsasmiðjuhöllinni sá/sú sem ætlar að þjálfa stökk/yfirferð skal sýna sértakt tillit og skal gæta þess að ríða ekki á aðra hesta og knapa
- Reiðkennsla eða þjálfun liða er bönnuð í opnum tímum í reiðhöllum Spretts. Bóka þarf hólf og eða höll fyrirfram hjá framkvæmdastjóra [email protected] eða í síma 620-4500
- Setji notendur og eða kennarar upp staura og bönd, keilur, brokkspírur eða annan búnað til þjálfunar ber viðkomandi að ganga frá að notkun lokinni.
- Virða skal þá tíma sem skráðir eru á dagatöl reiðhallanna.
- Ekki má hafa lausa hesta á vellinum meðan á reiðþjálfun stendur né binda hesta þar inni. Hringgerðin eru ekki til þess að geyma hesta í.
- Allar reykingar eru bannaðar. Meðferð áfengis og annara vímuefna er bönnuð. Fólki undir áhrifum áfengis eða vímuefna ber að vísa úr húsinu umsvifalaust.
- Lausaganga hunda er bönnuð.
Brot á reglum þessum getur þýtt lokun á reiðhallarlyklum í hallirnar
Reiðhallarlyklar
Nú eru Sprettarar byrjaðir að taka inn hesta og starfsemin að hefjast hjá okkur. Samhliða þessu hafa félagsmenn byrjað að virkja reiðhallarlyklana sína. Tekin hefur verið ákvörðun að breyta verðlagningu lyklanna. Ákveðið var að fella úr gildi atvinnumannalykil þar sem einungis afar fáir voru með þá áskrift og vilji til að einfalda og geta komið til móts við fleiri félagsmenn með aðgengi að höllunum. Nú verður lámarksáskrift á lykil 3 mánuðir.
Til þess að fá lykil eða láta virkja lykil þá er best að senda póst á [email protected] með upplýsingum um nafn, kennitölu og hvaða áskrift/tímalengt verið er að panta. Allir notendur þurfa að vera skráðir fyrir sínum lykli, vera skráðir og skuldlausir við hestamannafélagið Sprett.
Almennur reiðhallalykill er opinn virka daga frá klukkan 6:15 -8:30 og frá kl. 12-23:50 um helgar frá 6:15-23:50
Árs reiðhallarlykill verður opinn 6:15-23:50 alla daga.
Ekki er leyfilegt að þeir/þær sem eru saman í hesthúsi noti eingöngu einn lykil.
Verð fyrir lykla veturinn 2024-2025.
Lykill: 3 mánuðir 12.000kr
Lykill: 6 mánuðir 20.000kr
Árslykilll: 12 mánuðir 26.000kr
Ef að fólk vill leigja eitt bil í Samskipahöllnni eða leigja Húsasmiðjuhöllina þá er best að hafa samband í gegnum [email protected]
Ein klukkustund í einu hólfi í Samskipahöllinni kostar 8.000 kr.
Ein klukkustund í allri Húsasmiðjuhöllinni kostar 10.000 kr.
Ein klukkustund í allri Samskipahöllinni kostar 30.000 kr
Ofangreind verð eiga einungis við fyrir hestatengda viðburði.
Ef fólk ætlar að fá til sín kennara í einkatíma verður fólk að leigja sér pláss óheimilt er að vera með reiðkennara með sér á opnum almennum tíma reiðhallanna.