Skip to content

Fréttir

Sjálfbærni Spretts

Á haustdögum var sett á laggirnar Sjálfbærninefnd Spretts. Fyrsta verkefni hennar er að bæta ásýnd svæðisins og fegra það. Það verður aðeins gert í góðri samvinnu við sveitarfélög og aðra sem láta sig svæðið varða. Hugmyndir sem hafa verið til umfjöllunar eru t.d. að óska eftir svæði meðfram reiðleiðum til umráða í nágrenni við félagssvæðið. Þar sjáum við fyrir okkur að útbúa gróðurmanir sem plantað… Read More »Sjálfbærni Spretts

Vinna veitna á svæði spretts

Heilmiklar framkvæmdir eru á svæðinu okkar um þessar mundir og margt framundan. Á næstu dögum munu Veitur þurfa að grafa í sundur Hattarvelli vegna lagnar á heitavatnslögn að Húsasmiðjuhöllinni, reynt verður að haska því verki eins og kostur er, það verður hægt keyra inn götur fyrir ofan þverskurðinn. Með þessu styttist óðfluga í að við getum tekið inn hitaveitu í höllina okkar góðu. Biðjum kerrueigendur… Read More »Vinna veitna á svæði spretts

Félagsgjöld Spretts og worldfengur

Nú styttist óðfluga í að félagsgjöld fyrir 2024 verði send út á félagsmenn Spretts. Eins og margir vita þá geta skuldlausir félagsmenn fengið aðgang að Worldfeng í gegnum Sprett. Þeir félagsmenn sem ekki hafa enn greitt félagsgjöldin fyrir 2023 geta átt von á því að WF aðgangi þeirra verði lokað fyrir áramót. Stjórn hmf. Spretts

Einkatímar hjá Antoni Páli

Reiðkennarinn Anton Páll Níelsson býður upp á einkatíma í desember. Um er að ræða tvo einkatíma sem kenndir eru miðvikudaginn 13.des og miðvikudaginn 20.des. Kennt verður í Samskipahöll hólf 3. Kennsla fer fram milli kl.9-17.  Verð er 35.000kr. Knapar í yngri flokkum eru einnig hvattir til að skrá sig en þeir fá niðurgreitt hluta af námskeiðinu, verð fyrir yngri flokka er 29.000kr. Knapar í yngri flokkum skrá sig með því… Read More »Einkatímar hjá Antoni Páli

helgarnámskeið með Viðari Ingólfssyni

Helgina 16.-17.des nk. mun landsliðsknapinn Viðar Ingólfsson bjóða upp á einkatíma í Samskipahöllinni í Spretti. Viðar er hestamönnum að góðu kunnur, m.a. margfaldur Íslandsmeistari og Landsmótssigurvegari í tölti. Um er að ræða tvo 45 mínútna einkatíma, kenndir laugardaginn 16.des og sunnudaginn 17.des. í Samskipahöllinni í hólfi 3.  Tímasetningar í boði frá kl.9:00-16:00. Eingöngu 8 pláss í boði. Verð er 29.500kr. Knapar í yngri flokkum eru einnig… Read More »helgarnámskeið með Viðari Ingólfssyni

eitt pláss laust í félagshesthúsi Spretts

Vegna forfalla losnaði eitt pláss í Félagshesthúsi Spretts. Umsóknir berast á sprettur@sprettarar.is Félagshesthús Spretts er staðsett neðst í Heimsenda, í húsinu eru 5-6 pláss fyrir unglinga sem langar að stíga sín fyrstu skref í að halda hest. Húsið er hugsað fyrir börn og unglinga á aldrinum 10-18 ára sem eru að stíga sín fyrstu skref í hestamennsku og hafa ekki tengingu inn í hesthús hjá… Read More »eitt pláss laust í félagshesthúsi Spretts

Léttleiki, virðing og traust!

Sigvaldi Lárus Guðmundsson, tamningamaður og reiðkennari, verður með sýnikennslu í Samskipahöllinni í Spretti fimmtudaginn 23.nóvember kl.19:30. Sigvaldi verður með 1-2 hesta á mismunandi þjálfunarstigum og segir frá sínum hugmyndum og aðferðum sem snúa að tamningu og þjálfun og hestamennskunni í heild sinni. Sigvaldi mun fara yfir breitt svið þjálfunar – allt frá tamningu og uppbyggingu ungra hrossa til þjálfunar á alhliðahesti og til afkasta á… Read More »Léttleiki, virðing og traust!

Einka- og paratímar Sigvaldi Lárus

Sigvaldi Lárus Guðmundsson reiðkennari frá Hólaskóla býður upp á einkatíma hvort sem er með ung og óreynd hross eða eldri og reyndari hross. Í boði eru einkatímar en einnig er hægt að mæta t.d. saman vinir, par, mæðgur, mæðgin o.s.frv. og deilist þá námskeiðsgjaldið í tvennt. Nánari upplýsingar hjá fraedslunefnd@sprettarar.is   Sigvaldi er reynslumikill tamningamaður og þjálfari. Hann hefur starfað sem reiðkennari á Hólum og við Landbúnaðarháskólann… Read More »Einka- og paratímar Sigvaldi Lárus

helgarnámskeið Anton Páll 2.-3.des

Um er að ræða tvo einkatíma sem kenndir eru laugardaginn 2.des og sunnudaginn 3.desKennt verður í Samskipahöll hólf 2. Kennsla fer fram milli kl.9-17. Verð er 35.000kr.  Knapar í yngri flokkum eru einnig hvattir til að skrá sig en þeir fá niðurgreitt hluta af námskeiðinu, verð fyrir yngri flokka er 29.000kr. Knapar í yngri flokkum skrá sig með því að senda póst á fraedslunefnd@sprettarar.is.

Stigahæstu börn og unglingar Spretts 2023

Þar sem tæknin var eitthvað aðeins að stríða okkur á uppskeruhátíð barna og unglinga Spretts var ákveðið að birta hér sérstaklega myndir af þeim börnum og unglingum sem sköruðu framúr á keppnisvellinum árið 2023. Öll fengu þau myndirnar innrammaðar til eignar en gaman er fyrir okkur hin líka að njóta þessa fallegu mynda af ungum Spretturum. Jóhanna Sigurlilja Sigurðardóttir stigahæsta stúlkan í barnaflokki Apríl Björk… Read More »Stigahæstu börn og unglingar Spretts 2023