Skip to content

Fréttir

Einkatímar Julie Christiansen

Þriðjudaginn 15.október verður reiðkennarinn Julie Christiansen á Íslandi og hefur boðið áhugasömum Spretturum að sækja reiðtíma í Samskipahöllinni.  Í boði eru einkatímar frá kl.12:00-17:00. Kennt verður í 40mín einkatímum. Verð fyrir timann er 20.000kr. 18.500kr fyrir yngri flokka.  Julie Christiansen er búsett í Þýskalandi þar sem hún starfar við reiðkennslu, tamningar og þjálfun. Hún er margfaldur heimsmeistari, danskur landsliðsknapi og hefur verið í fremstu röð knapa til… Read More »Einkatímar Julie Christiansen

Einkatímar hjá Árný Oddbjörgu

Vinsælu einkatímarnir hjá Árný Oddbjörgu hefjast á ný 23.október. Námskeiðið hefst 23.október og er kennt til 11.desember. Samtals 8 skipti.   Kenndir eru 8 * 30mín tímar.  Kennt er í Samskipahöll.  Reiðtímar í boði á milli kl.14:30-19:30.  Verð fyrir fullorðinn er 69.000kr. Verð fyrir yngri flokka er 53.000kr. Skráning fer fram á sportabler.com og opnar skráning mánudaginn 7.október kl.12:00. Hér er beinn hlekkur á skráninguna í… Read More »Einkatímar hjá Árný Oddbjörgu

Guðný Dís tilnefnd til efnilegasta knapa ársins

Ungi Sprettarinn Guðný Dís Jónsdóttir hefur verið tilnefnd, ásamt 5 öðrum knöpum, til efnilegasta knapa ársins 2024. Guðný hefur átt góðu gengi að fagna á keppnisbrautinni síðastliðið ár, þ.á.m. Íslandsmeistari í fjórgangi ungmenna. Það mun svo koma í ljós á Uppskeruhátíð hestamanna 12.okt. nk. hver af þessum 6 knöpum hlýtur nafnbótina Efnilegasti knapi ársins 2024. Innilega til hamingju með tilnefninguna Guðný Dís!

logo

Foreldrafundur Ungra Sprettara

Æskulýðsnefnd og yfirþjálfari yngra flokka boða til foreldrafundar miðvikudaginn 9.okt kl.19:30 í Veislusalnum í Samskipahöllinni. Á fundinum verður starf vetrarins kynnt og sagt frá þeim námskeiðum sem verða í boði. Einnig verður sagt frá ýmsum skemmtilegum hugmyndum og tækifærum sem ungum Spretturum býðst. Fundurinn er auk þess upplagt tækifæri fyrir foreldra að kynnast hvort öðru og kynnast starfi félagsins. Vonumst til að sjá ykkur sem… Read More »Foreldrafundur Ungra Sprettara

Einkatímar hjá Antoni Páli

Einkatímar með reiðkennaranum Antoni Páli Níelssyni fimmtudaginn 10.október og fimmtudaginn 17.október.  Um er að ræða tvo einkatíma, 45mín. hvor.Kennt verður í Samskipahöll.  Kennsla fer fram milli kl.8-16. Verð er 36500kr fyrir fullorðna. Knapar í yngri flokkum eru einnig hvattir til að skrá sig en þeir fá niðurgreitt hluta af námskeiðinu, verð fyrir yngri flokka er 30.500kr. Sjá ákveðnar tímasetningar merktar yngri flokkum. Ef óskir eru… Read More »Einkatímar hjá Antoni Páli

Bókleg knapamerki

Bókleg knapamerkjakennsla haustið 2024   Bókleg knapamerki verða kennd í október/ nóvember (ef næg þátttaka fæst) og lýkur námskeiðunum með skriflegum prófum í haust.   Námskeiðið er opið öllum þeim er hafa áhuga á að ljúka bóklegu námi í haust.   Knapamerkjabækurnar fast td í Líflandi, Ástund og hjá Hólaskóla. Sum bókasöfn eiga einnig eintök. ( ATH Nýjustu bækurnar eru allar gormabækur)  Áætlaðir kennsludagar eru    Km 1 og… Read More »Bókleg knapamerki

logo

Félagsfundur Spretts 25 september 2024

Haustfundur félagsmanna var haldin miðvikudaginn 25. september við góða mætingu en hátt í 100 manns komu og fengu sér súpu saman og nutu samvistar.  Formaður Spretts fór yfir helstu málefni síðustu mánuða sem stjórnin hefur tekið sér fyrir hendur ásamt því að fara yfir það sem framundan er. Fráfarandi Framkvæmdastjóri var kvaddur með virtum og greinilegt að eftirsjá er af henni. Þvi miður gat Lilja… Read More »Félagsfundur Spretts 25 september 2024

Dagskrá Æskulýðsnefndar

Æskulýðsnefnd Spretts í samstarfi við Barna- og unglingaráð hefur sett saman dagskrá fyrir haustið 2024. 9.október Foreldrafundur í veislusal Samskipahallarinnar. Nánar auglýst síðar. 21.október Hestaklúbbur. Stefnt verður að því að hafa „opið hús“ nokkra miðvikudaga í haust, milli kl. 18-20, þar sem ungir Sprettarar geta hist og haft gaman saman. Dagsetningar verða kynntar þegar nær dregur. 5.nóv. Uppskeruhátíð barna- og unglinga, haldin sameiginlega með Fáki.… Read More »Dagskrá Æskulýðsnefndar

#takkþjálfi

Í dag er dagur Íþróttaþjálfara (Global Coaches Day) og viljum við nýta tækifærið og þakka okkar frábæru reiðkennurum og leiðbeinendum sem sinna kennslu hjá Hestamannafélaginu Spretti. Þeir eru auðvitað mikið fleiri sem koma að námskeiðahaldi félagsins en hér eru þeir reiðkennarar og leiðbeinendur sem hafa kennt hvað mest hjá félaginu undanfarin ár. #takkþjálfi #thankscoach https://www.lhhestar.is/is/frettir/takk-thjalfarar

Afrekssjóður Gbæ styrkir tvo unga Sprettara

Íþrótta- og tómstundaráð Garðabæjar hefur veitt tveimur ungum Spretturum myndarlegan styrk úr Afrekssjóði Garðabæjar en báðar eru þær búsettar í Garðabæ.  Guðný Dís Jónsdóttir og Elva Rún Jónsdóttir hlutu styrk að upphæð 140.000kr hvor vegna afreka sinna á síðastliðnu tímabili auk 20.000kr ferðastyrks hvor.  Það getur verið kostnaðarsamt að stunda íþróttir og vera í fremstu röð. Styrkurinn er viðleitni sveitarfélagsins til að styðja við afreksíþróttamenn… Read More »Afrekssjóður Gbæ styrkir tvo unga Sprettara