Skip to content

Fréttir

logo

Umsjónaraðili – starf

Hestamannafélagið Sprettur leitar að handlögnum og skipulögðum einstakling. Um er að ræða fjölbreytt starf hjá Spretti og er æskilegt að viðkomandi geti gengið í öll tilfallandi verkefni í tengslum við fasteignir og svæði félagsins. Viðkomandi myndi bera ábyrgð á flestum verkefnum á félagssvæði Spretts þar með talið öryggi, hreinlæti og móttöku plasts. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt sem og með nefndum félagsins ásamt stjórn,… Read More »Umsjónaraðili – starf

Vinnusvæði – Hestar&Menn

Hverfið okkar góða er í uppbyggingu og það þýðir að umferð stórvirkra vinnuvéla verða algengari sem og að nærumhverfi byggingalóða fylgi rask og hávaði. Við getum ekki bannað umferðina né staðið í vegi fyrir þessari uppbyggingu enda frábært fyrir okkur að fá fleiri félagsmenn í félagið okkar til að byggja upp framtíðina. Því er um að gera að reyna forðast byggingarsvæðin eins og kostur er… Read More »Vinnusvæði – Hestar&Menn

Umferð – hestar&menn

Kæru Sprettarar Það er gaman að sjá að hverfið okkar er að lifna hressilega við, er fleiri og fleiri taka inn hross á hús og eru að byrja útreiðar af fullum krafti og tala nú ekki um frumtamningar á nýjum trippum. Börnin stunda námskeiðin af fullum krafti og eru oft á ferli þegar skyggja tekur. Það er því ekki úr vegi að hvetja alla sem… Read More »Umferð – hestar&menn

Skötuveisla Spretts

Hin margrómaða skötuveisla Spretts fer fram á Þorláksmessu í Arnarfelli, veislusal Spretts. Húsið opnar klukkan 11:30 og stendur veislan til 14:00. Frábær dagskrá, miðaverð er 6.900 en hægt er að panta borð með að senda póst á [email protected]. Frekari upplýsingar um dagskrá kemur þegar nær dregur.

Móttaka á plasti

Á morgun, miðvikudaginn 11 desember milli klukkan 17:30-18:030 verður tekið á móti plasti vestan við Samskiptahöllina. Hægt verður að koma með bagga og eða rúlluplast og einnig plast utan af spæni. Engin bönd, net eða annað rusl má vera saman við plastið. Nýtum endilega tækifærið og gerum fínt hjá okkur Annar dagur auglýstur fljótlega aftur

Litlu- jólin hjá ungum Spretturum! 

Jólagleðskapur ungra Sprettara verður haldinn þriðjudaginn 10.desember í veislusal Spretts milli kl.18-20  Boðið verður upp á heitt súkkulaði með rjóma og piparkökur, spiluð verður jólatónlist, það verður jólabíómynd á skjávarpanum og allskonar spil sem hægt verður að spila. Velkomið er að taka með sér piparkökur og glassúr til skreytinga. Rúsínan í pylsuendanum verður svo pakkaleikurinn  Hver og einn kemur með einn lítinn pakka. Pakkinn má alls… Read More »Litlu- jólin hjá ungum Spretturum! 

Helgarnámskeið Anton Páll 14.-15.des

Helgarnámskeið með Antoni Páli 14.-15.desember! Helgarnámskeið með reiðkennaranum Antoni Páli Níelssyni laugardaginn 14.des og sunnudaginn 15.des. Um er að ræða tvo einkatíma, 45mínútur hvor. Kennt verður í Húsasmiðjuhöll. Kennsla fer fram milli kl.9-16. Verð er 36.500kr fyrir fullorðna. Knapar í yngri flokkum eru einnig hvattir til að skrá sig en þeir fá niðurgreitt hluta af námskeiðinu, verð fyrir yngri flokka er 30.500kr. Sjá ákveðnar tímasetningar… Read More »Helgarnámskeið Anton Páll 14.-15.des

Töltgrúppa 2025

Kennt verður á miðvikudagskvöldum kl. 19:30 í Samskipahöllinni, 1x í viku, 60mín hver tími, 14 skipti. Námskeiðið hefst miðvikudaginn 22. jan á bóklegum tíma þar sem farið verið yfir reiðleiðir og starf vetrarins rætt.​ Lokamarkmið námskeiðsins er að hópurinn komi fram á Dymbilvikusýningu Spretts 16. apríl, en ekki er skylda að taka þátt í sýningunni ef einhver hefur ekki áhuga á því.  Námskeiðið er frábært… Read More »Töltgrúppa 2025

Helgarnámskeið Sigvaldi Lárus

Helgarnámskeið með Sigvalda Lárus  Helgina 28.-29. desember nk. mun Sigvaldi Lárus Guðmundsson bjóða upp á helgarnámskeið. Kennt er á laugardegi og sunnudegi í 40mín einkatíma. Á laugardegi og sunnudegi er kennt í Samskipahöll, hólf 3.  Sigvaldi er menntaður reiðkennari frá Hólaskóla og hefur sinnt reiðkennslu við góðan orðstír í fjölda mörg ár. Sigvaldi er einnig reiðkennari ársins 2022 hérlendis.  Hann hefur starfað sem reiðkennari á… Read More »Helgarnámskeið Sigvaldi Lárus

Einkatímar Anton Páll

Einkatímar með Antoni Páli 12. og 16 .desemberEinkatímar með reiðkennaranum Antoni Páli Níelssyni fimmtudaginn 12.des og mánudaginn 16.des.  Um er að ræða tvo einkatíma, 45mínútur hvor. Kennt verður í Samskipahöll.  Kennsla fer fram milli kl.9-18. Verð er 36.500kr fyrir fullorðna. Knapar í yngri flokkum eru einnig hvattir til að skrá sig en þeir fá niðurgreitt hluta af námskeiðinu, verð fyrir yngri flokka er 30.500kr. Sjá… Read More »Einkatímar Anton Páll