Skip to content

Fréttir

Aðalfundur Spretts 28.mars

Boðað er til aðalfundar Hestamannafélagsins Spretts fyrir starfsárið október 2021 til janúar 2023 þann 28.mars n.k. kl. 20:00. Fundurinn verður haldinn í Arnarfelli samkomusal félagsins að Hestheimum 14-16 í Kópavogi. Frekari leiðbeiningar um framkvæmd fundarins og fundargögn verða send út síðar. Dagskrá fundarins er samkvæmt 10. gr. laga félagsins. 1. Fundarsetning.2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.3. Skýrsla stjórnar um störf félagsins á síðasta starfsári.4. Framlagning reikninga félagsins.5. Lagabreytingar.6.… Read More »Aðalfundur Spretts 28.mars

Utanlandsferð barna og unglinga Spretts

Á uppskeruhátíð barna og unglinga síðasta haust var ákveðið að stofna barna- og unglingaráð Spretts. Í ráðinu sitja Elva Rún Jónsdóttir, Hulda Ingadóttir, Óliver Gísli Þorrason, Jóhanna Sigurlilja Sigurðardóttir, Kristín Elka Svansdóttir og Kári Sveinbjörnsson. Á fundunum situr einnig Þórdís Gylfadóttir yfirþjálfari yngri flokka og Þórunn Hannesdóttir formaður Æskulýðsnefndar Spretts. Á síðasta fundi barna- og unglingaráðs var ákveðið að setja stefnuna á hestasýningu erlendis seinna… Read More »Utanlandsferð barna og unglinga Spretts

Þriðjudagsreiðtúrar

Nokkrir rólyndis Sprettarar hafa áhuga á að sameinast um reiðtúr einu sinni í viku, lagt verður af stað frá Samskipahöllinni kl 14:00 á þriðjudögum. Miðað er við ca 1klst reiðtúr í rólegheitum, njóta en ekki þjóta er hugafar hópsins. Ákveðið verður í upphafi hvers reiðtúrs hvert ferðinni er heitið. Sjámust næsta þriðjudag kl 14:00 við Samskipahöllina. Þriðjudagshópurinn

Niðurstöður annarra vetrarleika Spretts 2023

Aðrir vetrarleikar Spretts fóru fram í dag. Þátttaka var með ágætum og sérstaklega gaman að sjá hversu margir pollar mættu á völlinn á gæðingum sínum. Niðurstöður dagsins. Pollar teymdir Iðunn Egilsdóttir Tjörvi Ragnheiðarstöðum 17v brúnn Bjarni Hrafn Sigurbjörnsson Glói Stóra Hofi 28v Rauðglófextur stjórnóttur Ásta Ágústa Berg Sigurðardóttir Vilja Hestheimum 19v Rauðstjórnóttur Telma Rún Árnadóttir Fengur Sauðárkróki 12v Rauðblesóttur Hildur Inga Árnadóttir Prins Sauðárkróki 12… Read More »Niðurstöður annarra vetrarleika Spretts 2023

Kvennatölt 2023

Hið sívinsæla og upprunalega Kvennatölt fer fram í Samskipahöllinni í Spretti laugardaginn 22.apríl n.k. Sú nýbreytni er að í boði verða fimm flokkar og er gerð tilraun til að lýsa þeim hér að neðan til að auðvelda knöpum að staðsetja sig og vonandi koma í veg fyrir þá óánægju sem hefur komið upp á hverju ári varðandi skráningar einstaka knapa. Athugið að ávallt er miðað… Read More »Kvennatölt 2023

Hindrunarstökk fullorðinna

Hindrunarstökksnámskeið fyrir fullorðna verður haldið í Spretti og hefst sunnudaginn 26.mars. Kennt verður á sunnudögum, samtals 4 skipti. Námskeiðið er fyrir fullorðna knapa sem hafa áhuga á hindrunarstökks- og brokkspíruþjálfun. Knapar þurfa að hafa grunnstjórn á hestum sínum. Markmið námskeiðsins er að auka þor manns og hests með hindrunum, sem og auka þekkingu knapa á góðri hindranaþjálfun. Búnaður sem þarf á hestinn: hnakkur, beisli, hringtaumsmúll/tamningabeisli,… Read More »Hindrunarstökk fullorðinna

Josera fimmgangur Samskipadeildarinnar

Næstkomandi föstudag, 24.mars verður Josera fimmgangurinn í Samskipadeildinni. Fimmgangurinn er eitt mest spennandi mótið í Samskipadeildinni. Þessi grein er eins og flestir vita mjög krefjandi og hafa knaparnir okkar lagt nótt við dag við undirbúninginn. Þessa helgina eru æfingatímar hjá öllum liðunum og rennur skráningarfrestur út á mánudag. Spennan er mikil enda ríður á að klárinn liggi í höllinni á föstudaginn. Veislan byrjar kl. 18:30… Read More »Josera fimmgangur Samskipadeildarinnar

Hindrunarstökksnámskeið

Hindrunarstökksnámskeið verður haldið í Spretti og hefst sunnudaginn 26.mars. Kennt verður á sunnudögum, samtals 4 skipti. Námskeiðið er fyrir knapa í yngri flokkum, 10 ára til 21 árs, sem hafa áhuga á hindrunarstökks- og brokkspíruþjálfun. Knapar þurfa að hafa grunnstjórn á hestum sínum. Markmið námskeiðsins er að auka þor manns og hests með hindrunum, sem og auka þekkingu knapa á góðri hindranaþjálfun. Búnaður sem þarf… Read More »Hindrunarstökksnámskeið

opið æfingamót í gæðingalist

Haldið verður opið æfingamót í gæðingalist laugardaginn 18. mars nk. í Samskipahöllinni í Spretti. Stefnt er að byrja keppni um kl.14:30 eða 15:00 á laugardegi, fer eftir fjölda skráninga. Mótið er æfingamót, það verða tveir virkir gæðingalistar dómarar sem gefa einkunnir og umsögn sem keppendur fá svo sent til sín í tölvupósti. Engin úrslit riðin, bara forkeppni. Hægt er að skrá til keppni í öllum… Read More »opið æfingamót í gæðingalist