Fréttir

Helgarnámskeið með Sigvalda

Helgina 17.-19. febrúar nk. mun Sigvaldi Lárus Guðmundsson bjóða upp á 3ja daga helgarnámskeið. Kennt er á föstudagskvöldi í 30mín einkatíma og á laugardegi og sunnudegi í 40mín einkatíma. Á föstudagskvöldi er kennt í Húsasmiðjuhöll. Á laugardegi og sunnudegi er kennt í Samskipahöll, hólf 1.  Sigvaldi er menntaður reiðkennari frá Hólaskóla og hefur sinnt reiðkennslu við góðan orðstír í fjölda mörg ár. Sigvaldi er einnig… Read More »Helgarnámskeið með Sigvalda

BLUE LAGOON MÓTARÖÐ SPRETTS

Hestamannafélagið Sprettur í samstarfi við BLUE LAGOON býður upp á mótaröð í Samskipahöllinni fyrir knapa í barna-, unglinga- og ungmennaflokki. Einnig verður boðið uppá einstaka keppni í pollaflokki þann 6.mars. Að þessu sinni verða mótin fjögur en keppt verður í tölti, fjórgangi, fimmgangi og gæðingakeppni innanhús. Keppt verður eftir lögum og reglum LH. Dagsetningar mótanna eru eftirfarandi: 6. febrúar – tölt 20. febrúar – fjórgangur… Read More »BLUE LAGOON MÓTARÖÐ SPRETTS

Reiðnámskeið með Magnúsi Lárussyni

Almennt reiðnámskeið með Magnúsi Lárussyni hefst fimmtudaginn 9.feb nk. Magnús er sprenglærður hestamaður, m.a. með meistaragráðu í hestafræðum. Kennt verður í 40mín einkatímum og er kennsla einstaklingsmiðuð. Kennt verður í Samskipahöll  í hólfi 3 annan hvern fimmtudag, 6 skipti samtals, og eru tímasetningar í boði milli kl.15 og 22. Kennt verður eftirtalda daga; 9.feb., 23.feb., 9.mars, 23.mars, 6.apríl og 20.apríl. Skráning er hafin á Sportabler… Read More »Reiðnámskeið með Magnúsi Lárussyni

Liðakynning – Áhugamannadeild Spretts 2023

Nú styttist í að keppnistímabil áhugamannadeildar Spretts hefjist og langar okkur að kynna liðin sem taka þátt í deildinni í ár. Við hefjum keppni fimmtudagskvöldið 16. febrúar þegar keppt verður í fjórgangi. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á reglum áhugamannadeildarinnar en í ár hafa liðin möguleika á að tefla fram öllum 5 knöpum liðsins í öllum greinum, en áfram verður það þannig að árangur efstu… Read More »Liðakynning – Áhugamannadeild Spretts 2023

Þorrablót Spretts 2023

Þorrablót Spretts verður haldið í veislusalnum þann 4. feb nk. Veislustjóri verður Atli Rafn Sigurðarson, létt skemmtidagskrá verður og svo stígum við til dans fram á nótt. Miðaverð er 9900kr, eingöngu verður hægt að panta miða í forsölu. Borðapantanir fara fram í gegnum netfangið Sprettur@sprettarar.is Miðar verða afhentir miðvikudaginn 1.feb. Skemmtinefnd Spretts

Töltgrúppa Spretts

Töltgrúppan hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár en hún samanstendur af hópi kvenna sem æfir saman og hefur gaman. Æft verður undir handleiðslu Guðrúnar Margrétar Valsteinsdóttur, reiðkennara. Lögð verður áhersla á stjórnun og ásetu knapa ásamt töltþjálfun og munsturreið. Kennt er á miðvikudagskvöldum kl.19:30 í Samskipahöllinni, 1x í viku. Námskeiðið hefst miðvikudaginn 8.feb og lýkur um páskana. Verð er 25.000kr Skráning fer fram á sportabler.com/shop/hfsprettur

Fyrstu vetrarleikar Spretts 2023

Fyrstu Vetrarleikar Spretts 2023 verða haldnir í Samskipahöllinni sunnudaginn 29.jan næstkomandi Keppt verður á hefðbundin hátt vetrarleika, uppá vinstri hönd, hægt tölt og svo fegurðartölt. Skráning fer fram í anddyri veislusals Spretts kl:11:00-12:00 Mótið er ætlað skuldlausum félagsmönnum í hestamannafélaginu Spretti. Hver keppandi má aðeins skrá í einn flokk og eru félagar hvattir til að sýna metnað við skráningu í flokka. Nefndin áskilur sér rétt… Read More »Fyrstu vetrarleikar Spretts 2023

Félagsgjöld Spretts 2023

Nú verða félagsgjöld Spretts send út bráðlega. Hvers vegna er mikilvægt að allir sem nýta sér aðstöðuna greiði félagsgjöld í Spretti og fyrir hvað stendur hestamannafélagið Sprettur? Sprettur er stórt félag og í mörg horn að líta dagsdaglega. Tveir starfsmenn eru á launum hjá félaginu í hlutastörfum, Lilja Sigurðardóttir, framkvæmdastýra og Þórdís Anna Gylfadóttir, fræðslustýra auk þess sem Gunni “bakari” hefur verið framkvæmdastýru innan handar… Read More »Félagsgjöld Spretts 2023

Nefndarstörf í Spretti

Vilt þú koma og starfa í nefndum Spretts? Stjórn og framkvæmdastýra óska eftir fólki sem vilja leggja hönd á plóg í félagsstarfi Spretts. Margar öflugar nefndir starfa í Spretti og erum við öllum þeim sjálfboðaliðum þakklát fyrir óeigingjarnt starf í þágu félagsins. Alltaf er pláss fyrir gott fólk!! Hér má sjá hvaða nefndir eru í félaginu https://sprettur.is/nefndir/ Þið sem hafa áhuga á að vera með… Read More »Nefndarstörf í Spretti