Skip to content

Æskulýðsreiðtúr

Þriðjudaginn 4.júní stendur Æskulýðsnefnd Spretts fyrir reiðtúr og grilli fyrir unga Sprettara. Mæting er við Samskipahöllina kl.17:30.

Reiðtúrinn er ætlaður börnum og unglingum 8 ára og eldri sem eru vel hestfær. Foreldrar mega endilega ríða með börnum sínum og mælt er með því að foreldrar/forráðamenn ríði með ef börnin eru ekki alveg örugg.

Farin verður ca. klst reiðtúr um Heiðmörkina. Að loknum reiðtúr verður boðið upp á grillaðar pylsur í anddyri Samskipahallarinnar.

Skráning á sportabler.com, svo við getum áætlað fjölda í mat.
Skráning er opin og lýkur í hádeginu á þriðjudag. Reiðtúrinn og grillið er ókeypis fyrir unga Sprettara.

Hér er beinn hlekkur á skráninguna;
https://www.abler.io/shop/hfsprettur/1/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MzAwMTk=