Eftir frábæra landsmótsviku þar sem Sprettur og Fákur héldu glæsilegt Landsmót á félagsvæði Fáks er gaman að líta yfir hápunkta vikunnar og minnast glæsilegra sýninga hjá börnum í yngri flokkum.
Forkeppni í barnaflokki fór fram á fyrsti degi mótsins og þar áttum við ellefu flotta og efnilega krakka sem sýndu glæsi sýningar. Þrjú af þeim krökkum náðu frábærri einkunn og komust þau áfram í milliriðla. Það voru þau Kristín Rut Jónsdóttir á Flugu frá Garðabæ, Kári Sveinbjörnsson á Takt frá Árbæjarhjáleigu II og Hilmir Páll Hannesson á Sigurrós frá Akranesi. Kristín Rut á Flugu áttu stórflotta sýningu í milliriðlunum sem tryggði þeim sæti í A-úrslitum sem fóru fram á sunnudeginum. Full brekka af fólki, sólin skein og mættu þær Kristín og Fluga einbeittar inn í úrslit enda engu að tapa. Áttu þær flotta sýningu sem tryggði þeim 4 sætið í sterkum úrslitum í barnaflokki.
Forkeppni í unglingaflokki fór fram á þriðjudeginum og áttum við þar þrettán knapa. Eftir forkeppnina voru þrír knapar sem riðu svo milliriðla en það voru þær Apríl Björk Þórisdóttir á Lilju frá Kvistum, Anika Hrund Ómarsdóttir á Afródítu frá Álfhólum og Elva Rún Jónsdóttir á Straum frá Hofsstöðum í Garðabæ og tryggði þau sér sæti í A-úrslitum. Eftir mjög harða baráttu í úrlitunum enduðu þau í 4 sæti í feikna sterkum unglingaflokki.
Forkeppni í ungmennaflokki fór fram á mánudagskvöld og áttum við þar tíu knapa. I milliriðla komust Hekla Rán Hannesdóttir á Grím frá Skógarási, Guðný Dís Jónsdóttir á Hraunari frá Vorsabæ II, Herdís Björg Jóhannsdóttir á Augasteini frá Fákshólum, Sigurður Baldur Ríkharðsson á Loft frá Traðarlandi, Emilie Victoria Bönström á Kost frá Þúfu í Landeyjum og Hulda María Sveinbjörnsdóttir á Muninn frá Bergi.
Eftir harða keppni í ungmennaflokki áttum við tvo knapa sem riðu A-úrslit en það eru þau Guðný Dís Jónsdóttir á Hraunari frá Vorsabæ II sem endaði í 3 sæti og Sigurður Baldur Ríkharðsson á Loft frá Traðarlandi sem endaði í 8 sæti.
Glæsilegur árangur hjá knöpunum okkar í yngri flokkum
Í A-flokki áttum við 2 hesta í milliriðlum, annar þeirra tryggði sér sæti í b-úrlitum en það var Rúrik frá Halakoti með knapa sínum Viðari Ingólfssyni og enduðu þeir í 12 sæti flottum b-úrslitum. Rauðskeggur frá Kjarnholtum I og Sigurður Sigurðarsson áttu flotta sýningu og voru þeir rétt utan við b-úrslit
Í B-flokki áttum við tvo hesta í milliriðlum og voru það Lind frá Svignaskarði og Valdís Björk Guðmundsdóttir, þær enduðu rétt utan við b-úrslitin. Adrían Frá Garðshorni á Þelamörk og Guðmundur Björgvinsson áttu einnig flotta sýningu í feikna sterkum b-flokki
Við Sprettarar þökkum fyrir frábært samstarf og glæsilegt mót á félagssvæði Fáks og óskum öllum keppendum til hamingju með árangurinn á Landsmóti 2024