Æskulýðsnefnd Spretts hefur látið hendur standa fram úr ermum í vetur og staðið fyrir ýmiskonar viðburðum og hittingum fyrir unga Sprettara!
Ein af stærri viðburðum nefndarinnar þetta árið var helgarferð í Flagbjarnarholt þar sem ungir Sprettarar tóku með sér hest og riðu út saman fyrstu helgina í júní. Ferðin vakti mikla lukku enda aðstaðan hjá þeim hjónum Þórunni Hannesdóttur og Sveinbirni Bragasyni í Flagbjarnarholti frábær, bæði fyrir menn og hesta! Um 20 ungir Sprettarar mættu ásamt foreldrum og fylgdarliði og skemmtu sér saman. Æskulýðsnefndin hafði skipulagt ferðina sem var hugsuð sem hópefli og skemmtileg samvera fyrir hópinn. Farið var í reiðtúra í skemmtilegu umhverfi en aðeins síðra veðri meðfram Þjórsánni þar sem hún rennur í kringum Árnesið, borðað mikið af góðum mat og heimabökuðu bakkelsi. Foreldrahópurinn ásamt æskulýðsnefndinni fundu keppnisskapið í sér í brennibolta og lögðu yngri kynslóðina af velli, við lítinn fögnuð ungra Sprettara. Sundlaugin í Laugalandi tók vel á móti hópnum og opnaði fyrir okkur sérstaklega íþróttasalinn og sundlaugina. Alveg frábær helgi sem við stefnum á að endurtaka. Ungir Sprettarar þakka Tótu, Svenna og börnum kærlega fyrir gestrisnina
Á Facebook síðu Spretts má sjá fjöldan allan af myndum úr ferðinni