Skip to content

Sprettur Hestamannafélag

Uppfærð viðmið til afreksverðlauna Spretts

Stjórn Spretts hefur farið yfir reglur og stigagjöf fyrir íþróttafólkSpretts og uppfært þær lítillega. Þetta eru reglur sem gilda fyrir keppnisárið 2024. Eftirfarandi verðlaun verða veitt: Besti keppnisárangur í barna, unglinga og ungmennaflokka bæði í stúlkna ogdrengja flokkum.Íþróttakarl Spretts – atvinnumaðurÍþróttakarl Spretts – áhugamaðurÍþróttakona Spretts – atvinnumaðurÍþróttakona Spretts – áhugamaður. Eftirtalin mót gefa stig: Landsmót, Íslandsmót, Gæðingakeppni Spretts, Íþróttamót Spretts, öll WR mót, öll opin… Read More »Uppfærð viðmið til afreksverðlauna Spretts

Reiðvegaframkvæmdir

Starfsmenn Loftorku vinna nú að gerð nýrra reiðvega á svæðinu okkar, innan hverfisins. Við viljum vekja athygli á þessum framkvæmdum og hvetja fólk um að fara varlega í kringum framkvæmdirnar og velja aðrar leiðir á meðan. Vinna við framkvæmdirnar er að hefjast og áætlaður framkvæmdatími er 2 vikur. Á meðfylgjandi myndum má sjá vinnusvæðið.

Ræktunarhross frá Sprettsfélögum á Landsmóti

Stórglæsilegu landsmóti á vegum Spretts og Fáks er nú lokið. Gaman er að skoða árangurinn á kynbótabrautinni þar sem fjölmörg glæsihross úr ræktun félagasmanna í Spretti komu fram. Einnig áttu Sprettarar hross í ræktunarbúsýningunum. Hér að neðan ætlum við að reyna að gera skil á þeim hrossum sem komust í verðlaunafhendingu meðal  6 efstu hrossa. Til hamingju félagar með þennan frábæra árangur.  Afkvæmahestar: Ljósvaki  f.… Read More »Ræktunarhross frá Sprettsfélögum á Landsmóti

Sprettsgrill á Landsmóti

Föstudaginn 5.júlí býður Sprettur félagsmönnum sem eru á Landsmóti hestamanna í Víðidal í félagsgrillveislu kl 18:00-19:00. Boðið verður uppá hamborgara og pulsur. Veislan verður haldin við hesthúsið hjá Sprettsfélaga Garðari Hólm, húsið er fyrsta húsið á hægri hönd þegar farið er frá gæðingavellinum í átt að kynbótavellinum eftir Vatnsveituvegi. Rauður kassi er utan um húsið hans Garðars þar sem grillveislan fer fram. Sprettsfáni verður á svæðinu. Vonumst til þess að… Read More »Sprettsgrill á Landsmóti

Hópreið Landsmót

Formleg setningarathöfn Landsmóts hestamanna fer fram fimmtudaginn 4.júlí kl.19:05. Hátíðleg hópreið hestamannafélaganna verður á sínum stað samkvæmt venju. Við hvetjum við börn og unglinga sem ekki komust upp í milliriðla að mæta í hópreiðina, einnig hvetjum við áhugasama Sprettara að hafa samband sem vilja taka þátt. Biðlum til þátttakenda að mæta í félagsbúningi Spretts í reiðina. Allar nánari upplýsingar um hópreiðina er að finna á… Read More »Hópreið Landsmót

Pistill frá stjórn

Nokkuð hefur verið að gera hjá Stjórn frá því að við settum fram síðasta pistil. Framkvæmdastjórinn fór í leyfi frá störfum og var fyrirhugaða að hún yrði fjarverandi í mánuð. Stjórn hefur stokkið í verkin í fjarveru Lilju og náð að koma sér vel inn í stöðu félagsins og rekstur þess. Fjölmörg erindi hafa borist og höfum við reynt að svara þeim öllum. Ef einhver… Read More »Pistill frá stjórn

Réttindanámskeið: Sjúkraþjálfun á hestbaki

Æfingastöðin stendur fyrir réttindanámskeiði í sjúkraþjálfun á hestbaki, dagana 23.-27. september 2024. Námskeiðið er tvískipt viku í senn, 35 klst. í hverju sinni. Fyrri hluti námskeiðsins fer fram í sept. 2024 og seinni hlutinn vor/haust 2025. Þátttakendur vinna að verkefni (tilfellalýsingu) milli námskeiða sem skilað verður og kynnt á seinni hluta námskeiðsins í maí. Að báðum námskeiðum loknum munu þátttakendur öðlast réttindi til að veita þessa… Read More »Réttindanámskeið: Sjúkraþjálfun á hestbaki

Miðbæjarreið LH

Landssamband hestamannafélaga stendur fyrir árlegri miðbæjarreið. Að þessu sinni fer reiðin fram laugardaginn 29. júní kl 12:00 og er svoan upphitinu fyrir Landsmótið sem hefst á mánudaginn 1. júlí. Spretti langar að mæta með hóp knapa í reiðina og langar okkur að biðla til þeirra sem eru með hesta á húsi og hafa tök á því að taka þátt með okkur, að ríða með á… Read More »Miðbæjarreið LH

Fálkaorða

Fálkaorðuhafi í Spretti

Þann 17 júní var Sprettarinn og fyrrum stjórnarkona í Spretti, Margrét Tómasdóttir sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Margrét er hjúkrunarfræðingur, hestakona og fyrrverandi skátahöfðingi. Hún fær riddarakross fyrir störf í þágu skátahreyfingarinnar. Viljum við í Spretti óska henni innilega til hamingju með heiðursmerkið. Margrét hefur starfað mikið fyrir hestamannafélagið Sprett eins og skátahreyfinguna og sinnt mjög óeigingjörnu starfi fyrir okkur… Read More »Fálkaorðuhafi í Spretti

Malbikun – lokaðir reiðvegir

Sökum malbiksframkvæmda á Breiðahvarfi milli Vatnsendavegar og Funahvarfs er því miður nauðsynlegt að loka fyrir umferð inn í hverfið frá 9:00 til 13:00, þriðjudaginn 18. júní. Hægt verður að aka út úr hverfinu um bráðabirgða hjáleiðir sem verða útbúnar annarsvegar um reiðstíg neðan Fákahvarfs og um göngustíg milli Fornahvarfs og Grandahvarfs. Lokað verður fyrir umferð hesta um reiðveginn á meðan framkvæmdum stendur og er hestamannafélagið… Read More »Malbikun – lokaðir reiðvegir