Skip to content

Sprettur Hestamannafélag

Landsþing og sprettur

Um helgina fór fram 64 landsþing LH í Borgarnesi. Sprettur átti 27 þingfulltrúa en stjórn ásamt starfsfólki mættu á þingið fyrir hönd félagsins en einnig var rætt við flesta nefndarformenn, fyrrum formenn Spretts, aðila sem starfa í nefndum á vegum Landssambandsins ásamt virkum sjálfboðaliðum sem starfa fyrir félagi. Þingið kom upp á sama tíma og vetrarfrí er í Kópavogi og Garðabæ af þeim sökum áttu… Read More »Landsþing og sprettur

Nýr formaður LH kosinn með góðum meirihluta

Linda Björk Gunnlaugsdóttir var kosin nýr formaður Landssambands Hestamanna á Landsþingi Hestamanna sem fram fer nú í Borgarnesi 25.-26 október 2024 með góðum meirihluta atkvæða eða 63,4% Við óskum okkar konu auðvitað innilega til hamingju með árangurinn og sendum henni hlýjar kveðjur. Til hamingju allir hestamenn með nýjan formann.

Sprettur hlýtur æskulýðsbikar LH 2024 !

Æskulýðsnefnd LH veitir á hverju ári Æskulýðsbikar LH því hestamannafélagi sem þykir hafa skarað framúr með sínu starfi að æskulýðsmálum og var það hestamannafélagið Sprettur sem hlaut viðurkenninguna í ár fyrir sitt ötula starf að Æskulýðsmálum. Í Æskulýðsnefnd Spretts undanfarin ár hafa starfað Þórunn Hannesdóttir, Inga Berg Gísladóttir og Erla Magnúsdóttir. Nú í haust kom Berglind Guðmundsdóttir inn í nefndina og Erla Magnúsdóttir hætti (en… Read More »Sprettur hlýtur æskulýðsbikar LH 2024 !

Móttaka á plasti

Laugardagunn 19 október milli klukkan 17:00-18:00 verður tekið á móti plasti vestan við Samskiptahöllina. Hægt verður að koma með bagga og eða rúlluplast og einnig plast utan af spæni. Engin bönd, net eða annað rusl má vera saman við plastið.

logo

Félagsfundur Spretts 25 september 2024

Haustfundur félagsmanna var haldin miðvikudaginn 25. september við góða mætingu en hátt í 100 manns komu og fengu sér súpu saman og nutu samvistar.  Formaður Spretts fór yfir helstu málefni síðustu mánuða sem stjórnin hefur tekið sér fyrir hendur ásamt því að fara yfir það sem framundan er. Fráfarandi Framkvæmdastjóri var kvaddur með virtum og greinilegt að eftirsjá er af henni. Þvi miður gat Lilja… Read More »Félagsfundur Spretts 25 september 2024

Samskipadeildin – áhugamannadeild Spretts 2025

Undirbúningur er á fullu fyrir nýtt keppnisár í Áhugamannadeild Spretts. Stefnt er á glæsilega mótaröð árið 2025 og hafa dagsetningar verið teknar frá í Samskipahöll.  Ný lið sem hafa áhuga á að koma í deildina þurfa að skila inn umsóknum fyrir  19. október n.k. Með umsókn þurfa að fylgja með staðfest nöfn fimm knapa liðsins.  Þau lið sem féllu úr deildinni 2024 geta sótt um aftur… Read More »Samskipadeildin – áhugamannadeild Spretts 2025

Þórunn

Ráðning framkvæmdastjóra

Stjórn Spretts gekk í dag frá ráðningu á Þórunni Helgu Sigurðardóttur, nýjum framkvæmdastjóra Spretts sem kemur til starfa mánudaginn 23. september í 50% starf. Þórunn gæti verið einhverjum Spretturum kunn, en hún stundaði sína hestamennsku í Spretti fram til ársins 2021 og hefur setið á skólabekk í Reiðmanninum með einhverjum Spretturum. Alls sóttu 12 einstaklingar um starfið. Það bárust mjög góðar umsóknir sem er ánægjuleg… Read More »Ráðning framkvæmdastjóra

logo

Siðareglur & Viðbragðsáætlun

tjórn og yfirþjálfari hafa nú lagt lokahönd á Siðareglur fyrir Sprett sem og aðgerðaráætlun ef upp kemur einelti, kynbundið ofbeldi, kynferðisleg áreitni eða ofbeldi í félaginu. Við viljum leggja þessar reglur fyrir félagsfundinn okkar sem fram fer 25. september næstkomandi.  Hvetjum Sprettara til að lesa yfir þetta plagg og senda athugasemdir ef einhverjar eru á [email protected] eða á [email protected] fyrir 24 september. Hér er skjalið aðgengilegt Sjáumst vonandi sem… Read More »Siðareglur & Viðbragðsáætlun

logo

Taðkaraþjónusta hættir

Sú þjónusta sem Sprettur hefur verið með fyrir félagsmenn, að losa fiskikör og farga hrossataði, hefur nú verið stöðvuð. Er þetta bæði vegna þess að þjónustan hefur ekki verið arðbær fyrir félagið og einnig vegna þess að Heilbrigðiseftirlitið hefur bannað Spretti að losa tað á félagssvæðinu, sjá fyrri frétt.  Kveðja Stjórn 

logo

Siðareglur og viðbragðsáætlun

Stjórn og yfirþjálfari hafa nú lagt lokahönd á Siðareglur fyrir Sprett sem og aðgerðaráætlun ef upp kemur einelti, kynbundið ofbeldi, kynferðisleg áreitni eða ofbeldi í félaginu. Við viljum leggja þessar reglur fyrir félagsfundinn okkar sem fram fer 25. september næstkomandi.  Hvetjum Sprettara til að lesa yfir þetta plagg og senda athugasemdir ef einhverjar eru á [email protected] eða á [email protected] fyrir 24 september. Hér er skjalið… Read More »Siðareglur og viðbragðsáætlun