Skip to content

Sprettur Hestamannafélag

Hreinsunardagur Spretts 2024

Hreinsunardagur Spretts verður 24.apríl nk, síðasta vetrardag. Hreinsunardagurinn hefst kl. 17:00. Við ætlum svo að bjóða upp grillaðar pylsur við veislusalinn kl 19:00 Allir sem vettlingi geta valdið eru beðnir að hjálpa til við að halda svæðinu okkar hreinu og snyrtilegu. Ruslapoka og áhöld verður hægt að nálgast við reiðhallir félagsins áður en hafist verður handa. Ruslagámur verður á svæðinu og einnig ætlum við að… Read More »Hreinsunardagur Spretts 2024

Opið WR íþróttamót Spretts

Mótið verður haldið 1-5. Maí næstkomandi á félagssvæði Spretts. Keppt verður í eftirfarandi greinum: Tölt T1: meistaraflokkur og ungmennaflokkur. Tölt T3: meistaraflokkur, 1. flokkur, 2. flokkur, ungmennaflokkur, unglingaflokkur og barnaflokkur. Tölt T2: meistaraflokkur og ungmennaflokkur. Tölt T4: meistaraflokkur, 1. flokkur, 2. flokkur, ungmennaflokkur, unglingaflokkur og barnaflokkur. Tölt T7:  1. flokkur, 2. flokkur, ungmennaflokkur, unglingaflokkur og barnaflokkur. Fjórgangur V1: meistaraflokkur og ungmennaflokkur. Fjórgangur V2: meistaraflokkur, 1.… Read More »Opið WR íþróttamót Spretts

Firmakeppni Spretts á sumardaginn fyrsta- 25.apríl

Firmakeppni Spretts er ein af mikilvægustu tekjuleiðum félagsins. Við ætlum að blása til sóknar fyrir félagið okkar og safna saman styrkjum og halda firmakeppnina á sumardaginn fyrsta. Þeir/þær sem vilja styrkja mótið er bent á að hafa samband við Bödda í síma 897-7517 eða Jónínu í síma 665-6222. Skráningargjöld á firmakeppni eru engin en keppendum er frjálst að borga smá skráningargjald til styrktar félaginu. Keppt… Read More »Firmakeppni Spretts á sumardaginn fyrsta- 25.apríl

Happadrættismiðar til styrktar Einstökum börnum

Happadrættismiðar til styrktar Einstökum börnum til sölu í kvöld í Samskipahöllinni. Frábærir vinningar og til mikils að vinna. T.d. gjafabréf frá Play, folatollar undir marga af okkar fremstu stóðhestum, gjafabréf frá ýmsum aðilum (ekki bara hestabúðum) og margt fleira. Hvetjum allt hestafólk til þess að leggja þessu góða málefni lið. Margt smátt gerir eitt stórt. Miðinn er á kr. 1000 sem gjöf en ekki gjald.… Read More »Happadrættismiðar til styrktar Einstökum börnum

Umsóknir um viðrunarhólf 2024

Ágætu Sprettarar Af gefnu tilefni minnum við Sprettara á að óheimilt er að nota viðrunarhólfin eins og stendur. Það er einfaldlega vegna þess að við erum að spyrna við því að grasrótin skemmist og hólfin spænist  upp. Vonumst til þess að hægt verði að byrja nota hólfin í snemma í maí ef tíðin verður góð. Umsóknir um hólf fyrir sumarið 2024. Nú þegar sól hækkar á… Read More »Umsóknir um viðrunarhólf 2024

Devold töltið í samskipadeildinni

Næst síðasta greinin í Samskipadeildinni, áhugamannadeild Spretts, fer fram nk föstudag, 19.apríl, keppt verður í tölti og er styrktaraðili kvöldsins Devold, kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.. Mótið hefst kl 19:00 og verður veitingasalan að sjálfsögðu á sínum stað og opnar kl 17:00. Matseðillinn er glæsilegur að vanda. Við hvetjum keppendur og aðstandendur þeirra til þess að setjast niður og fá sér að borða fyrir… Read More »Devold töltið í samskipadeildinni

Úrslit kvennatölts Spretts og Mercedes Benz

Kvennatölt Spretts og Mercedes Benz var haldið laugardaginn 13. apríl íSamskipahöllinni í Kópavogi. Um 160 konur mættu prúðbúnar til leiks og keppt var ífimm flokkum. Viðburðurinn hefur fest sig í sessi hjá konum á öllum aldri sem komavíðsvegar að af landinu. Að vanda var mótið hið glæsilegasta, keppendur voru tilfyrirmyndar og gleðin við völd innan vallar sem utan.Viðburður sem þessi krefst mikillar skipulagningar, sjálfboðaliða sem… Read More »Úrslit kvennatölts Spretts og Mercedes Benz

Kvennareið – nú bjóða Sörlakonur heim

Nú er komið að því að Sörlakonur bjóða heim. Hestamannafélagið Sörli er 80 ára í ár og ætlar Kvennadeild Sörla að halda svakalegt kvennapartý! Þannig eru allar hestakonur (18 ára og eldri) úr Fáki, Spretti, Herði, Sóta, Brimfaxa og Mána boðnar innilega velkomnar. Takið endilega frá föstudaginn 26. apríl nk. fyrir gleðina á Sörlastöðum en Sörlakonur hyggjast ríða á móti konum úr öðrum félögum og… Read More »Kvennareið – nú bjóða Sörlakonur heim

Litli rekstarhringurinn í Spretti

Af gefnu tilefni þurfum við að minna á reglur um hvenær megi reka hross á gamla gæðingavellinum í Spretti. Undanfarið hafa okkur borist of margar kvartanir vegna óþæginda sem reiðmenn verða út af hlaupandi hrossum á hringnum. Leyfilegt er að reka alla daga frá kl 6:00-12:00 og frá kl 20:00-23:00. Stranglega bannað er að nota bílflautur eða annan hávaða þegar hrossin eru rekin. Gæta skal… Read More »Litli rekstarhringurinn í Spretti