Skip to content

Hreinsunardagur Spretts 2024

Hreinsunardagur Spretts verður 24.apríl nk, síðasta vetrardag.

Hreinsunardagurinn hefst kl. 17:00. Við ætlum svo að bjóða upp grillaðar pylsur við veislusalinn kl 19:00

Allir sem vettlingi geta valdið eru beðnir að hjálpa til við að halda svæðinu okkar hreinu og snyrtilegu. Ruslapoka og áhöld verður hægt að nálgast við reiðhallir félagsins áður en hafist verður handa.

Ruslagámur verður á svæðinu og einnig ætlum við að dreifa fiskikörum á reiðleiðir á nokkra staði í hverfinu þar sem fólk getur losað sig við ruslapoka og nálgast nýja poka.

Við bendum á að vegna þess að fólk verður á ferðinni á og við reiðleiðir með poka og áhöld og bílar verða einnig á ferðinni biðlum við til þeirra sem geta ekki tekið þátt í hreinsunardeginum að sýna þessu tillit.

Þeir sem eiga bagga eða rúllur á baggaplaninu eru sérstaklega beðnir um að mæta þangað og taka til, heilmikið af rusli hefur safnast á planinu í vetur.

Ekki er tekið við rusli úr hesthúsum.

Við ætlum líka að fara yfir girðingarstrengi meðfram reiðstígum, ef fólk sér slitin bönd eða brotna staura er um að gera að fjarlægja það.