Skip to content

Opið WR íþróttamót Spretts

Mótið verður haldið 1-5. Maí næstkomandi á félagssvæði Spretts.

Keppt verður í eftirfarandi greinum:

Tölt T1: meistaraflokkur og ungmennaflokkur.

Tölt T3: meistaraflokkur, 1. flokkur, 2. flokkur, ungmennaflokkur, unglingaflokkur og barnaflokkur.

Tölt T2: meistaraflokkur og ungmennaflokkur.

Tölt T4: meistaraflokkur, 1. flokkur, 2. flokkur, ungmennaflokkur, unglingaflokkur og barnaflokkur.

Tölt T7:  1. flokkur, 2. flokkur, ungmennaflokkur, unglingaflokkur og barnaflokkur.

Fjórgangur V1: meistaraflokkur og ungmennaflokkur.

Fjórgangur V2: meistaraflokkur, 1. flokkur, 2. flokkur, ungmennaflokkur, unglingaflokkur og barnaflokkur

Fjórgangur V5: 2. flokkur, unglingaflokkur og barnaflokkur.

Fimmgangur F1: meistaraflokkur og ungmennaflokkur.

Fimmgangur F2: meistaraflokkur, 1. flokkur, 2. flokkur, ungmennaflokkur og unglingaflokkur.

Gæðingaskeið: meistaraflokkur, 1. flokkur, 2. flokkur, ungmennaflokkur og unglingaflokkur.

100 m skeið: meistaraflokkur og 1. flokkur.

Skráning er hafin í Sportfeng og stendur til og með 28. apríl.

Skráningargjöld fyrir T1, T2, V1, F1 í meistaraflokki og ungmennaflokki eru 8.000 kr.

Skráningargjöld í fullorðins og ungmennaflokki aðrar greinar eru 7.000 kr.

Skráningargjöld fyrir unglinga og börn eru 5.500 kr.

Mótshaldari áskilur sér rétt að sameina flokka eða fella niður ef dræm þáttataka er.