Skip to content

Uncategorized

Nóta frá Sumarliðabæ 2 Knapi: Þorgeir Ólafsson Ljósm: Nicki Pfau

Uppskeruhátíð Hrossaræktarnefndar Spretts 2024

Hrossaræktarnefnd Spretts hélt sína árlegu Uppskeruhátíð þann 15.nóv. sl. í Arnarfelli veislusal Samskipahallarinnar í Spretti. Veitt voru verðlaun fyrir 3 efstu hross í hverjum flokki kynbótahrossa, hægt er að sjá þau hér .  Kynbótahross ársins er  Nóta frá Sumarliðabæ 2 IS2019281514  aðaleinkunn 8,67/8,71,  aldursleiðrétt 8,77. Ræktunarbú ársins er Sumarliðabær 2. Meðaleinkunn hrossa 8,56 og fjöldi hrossa 7. Af þeim voru 5 í verðlaunasætum meðal 3ja efstu í þessum… Read More »Uppskeruhátíð Hrossaræktarnefndar Spretts 2024

logo

Siðareglur og viðbragðsáætlun

Stjórn og yfirþjálfari hafa nú lagt lokahönd á Siðareglur fyrir Sprett sem og aðgerðaráætlun ef upp kemur einelti, kynbundið ofbeldi, kynferðisleg áreitni eða ofbeldi í félaginu. Við viljum leggja þessar reglur fyrir félagsfundinn okkar sem fram fer 25. september næstkomandi.  Hvetjum Sprettara til að lesa yfir þetta plagg og senda athugasemdir ef einhverjar eru á [email protected] eða á [email protected] fyrir 24 september. Hér er skjalið… Read More »Siðareglur og viðbragðsáætlun

merki

Staða yfirþjálfara hjá Spretti

Árið 2021 hófst tilraunaverkefni hjá Spretti sem fólst í því að ráða til félagsins yfirþjálfara. Starfið snérist meðal annars um að færa Hestamannafélagið Sprett nær því að starfa á sama hátt og önnur íþróttafélög í Garðabæ og Kópavogi, sjá tilkynningu. Þórdís Anna Gylfadóttir hefur sinnt starfinu og verkefnið hefur gengið vel. Vilji er til að festa starfið í sessi og gera langtímasamning, því ákvað stjórn… Read More »Staða yfirþjálfara hjá Spretti

Reiðleiðir á höfuðborgarsvæðinu

Kórreið Sprettskórsins

Kórreið Sprettskórsins verður 4 maí. Ætlum að hittast við Samskipahöllina kl. 13:30, þar ríðum við svo í Gjáréttir, stoppum þar og tökum lagið og vætum kanski kverkarnar. Frá Gjáréttum ríðum við svo til baka þegar hvíldartíminn er liðinn. Í stórkostlegu umhverfi getum við farið margar leiðir til baka í Sprettshverfið. Sjáumst hress Sprettskórinn.

Hreinsunardagur Spretts 2024

Hreinsunardagur Spretts verður 24.apríl nk, síðasta vetrardag. Hreinsunardagurinn hefst kl. 17:00. Við ætlum svo að bjóða upp grillaðar pylsur við veislusalinn kl 19:00 Allir sem vettlingi geta valdið eru beðnir að hjálpa til við að halda svæðinu okkar hreinu og snyrtilegu. Ruslapoka og áhöld verður hægt að nálgast við reiðhallir félagsins áður en hafist verður handa. Ruslagámur verður á svæðinu og einnig ætlum við að… Read More »Hreinsunardagur Spretts 2024

Aðalfundur Spretts 3.apríl

Boðað er til aðalfundar Hestamannafélagsins Spretts fyrir starfsárið 2023 þann 3.apríl n.k. kl. 20:00.  Kjörgengir eru allir félagsmenn, 18 ára og eldri, sem eru í skilum með félagsgjöld. Komist félagsmaður ekki á aðalfund en vill nýta atkvæði sitt þarf að skila inn umboði sem hægt er að sækja hér Umboð vegna kosninga í stjórn Spretts 2024. Fundurinn verður haldinn í Arnarfelli samkomusal félagsins að Hestheimum 14-16… Read More »Aðalfundur Spretts 3.apríl

Framboð til formanns Spretts 2024

Kæru félagar, Jónína Björk heiti ég og býð mig fram til formanns Spretts. Ég brenn fyrir að vinna með fólki, góð samvinna og árangur hvetja mig áfram. Ég nýt mín við aðtakast á við áskoranir og ná settum markmiðum. Ég hef lokið meistaraprófi í markaðsfræði ogalþjóðaviðskiptum, klárað kennsluréttindi frá Háskóla Íslands og námslínu frá Háskólanum í Reykjavíksem kallast ábyrgð og árangur stjórnarmanna. Ég er Sviðsstjóri… Read More »Framboð til formanns Spretts 2024

Vinna í Húsasmiðjuhöllinni

Frá og með morgundeginum ( 17.jan) og næstu daga verður pípari ( stundum rafvirki líka) að störfum í Húsasmiðjuhöllinni á daginn fá kl 8-16. Unnið verður að því að setja upp hitablásara og lagnir í höllinni, styttist í að hiti komist á höllina. Bið Sprettara sem nýta höllina til þjálfunar um að sýna píparanum tillit og þolinmæði við störf sín. Þar sem ískalt er í… Read More »Vinna í Húsasmiðjuhöllinni

Pláss í félagshesthúsi Spretts

Félagshesthús Spretts er staðsett neðst í Heimsenda, í húsinu eru 5-6 pláss fyrir unglinga sem langar að stíga sín fyrstu skref í að halda hest. Húsið er hugsað fyrir börn og unglinga á aldrinum 10-18 ára sem eru að stíga sín fyrstu skref í hestamennsku og hafa ekki tengingu inn í hesthús hjá fjölskyldu eða vinum. Við hvetjum þau sem eru með pláss í hesthúsinu… Read More »Pláss í félagshesthúsi Spretts

Dymbilvikusýning spretts

Nú styttist óðfluga í Dymbilvikusýningu Spretts sem verður í Samskipahöllinni 4.apríl. Sýningin hefst kl 20:00. Dagskráin er að smella saman og verða fjölmörg atriði frá Spretturum, bæði ræktunarbú og fjölskyldur sem munu dansa um á gólfinu. Hvetjum hestamenn til þess að fjölmenna í Samskipahöllina fyrir páskafrí og eiga góða stund saman.