Skip to content

Uncategorized

Pláss í félagshesthúsi Spretts

Félagshesthús Spretts er staðsett neðst í Heimsenda, í húsinu eru 5-6 pláss fyrir unglinga sem langar að stíga sín fyrstu skref í að halda hest. Húsið er hugsað fyrir börn og unglinga á aldrinum 10-18 ára sem eru að stíga sín fyrstu skref í hestamennsku og hafa ekki tengingu inn í hesthús hjá fjölskyldu eða vinum. Við hvetjum þau sem eru með pláss í hesthúsinu… Read More »Pláss í félagshesthúsi Spretts

Dymbilvikusýning spretts

Nú styttist óðfluga í Dymbilvikusýningu Spretts sem verður í Samskipahöllinni 4.apríl. Sýningin hefst kl 20:00. Dagskráin er að smella saman og verða fjölmörg atriði frá Spretturum, bæði ræktunarbú og fjölskyldur sem munu dansa um á gólfinu. Hvetjum hestamenn til þess að fjölmenna í Samskipahöllina fyrir páskafrí og eiga góða stund saman.

Forskoðun kynbótahrossa 11.02.2023 Samskipahöllin í Spretti

Þorvaldur Kristjánsson kynbótaráðunautur mun sjá um forskoðun kynbótahrossa í Samskipahöllinni11.02. 2023 kl 13.30-17. en hann heldur einnig fyrirlestur kl 12-13 um sögu landsmóta á sama stað.Þátttaka opin öllum , skráningargjald fyrir hross í forskoðun er 2.000 kr. Skráning hjá : hanneshj@mi.isGefa þarf upp IS nr.Dagskrá: 11.02.20231 kl 12-13 Fyrirlestur – saga landsmóta o.fl. Þorvaldur Kristjánsson Samskipahöll 2.hæð.

Liðakynning – Áhugamannadeild Spretts 2023

Nú styttist í að keppnistímabil áhugamannadeildar Spretts hefjist og langar okkur að kynna liðin sem taka þátt í deildinni í ár. Við hefjum keppni fimmtudagskvöldið 16. febrúar þegar keppt verður í fjórgangi. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á reglum áhugamannadeildarinnar en í ár hafa liðin möguleika á að tefla fram öllum 5 knöpum liðsins í öllum greinum, en áfram verður það þannig að árangur efstu… Read More »Liðakynning – Áhugamannadeild Spretts 2023

Félagsgjöld Spretts 2023

Nú verða félagsgjöld Spretts send út bráðlega. Hvers vegna er mikilvægt að allir sem nýta sér aðstöðuna greiði félagsgjöld í Spretti og fyrir hvað stendur hestamannafélagið Sprettur? Sprettur er stórt félag og í mörg horn að líta dagsdaglega. Tveir starfsmenn eru á launum hjá félaginu í hlutastörfum, Lilja Sigurðardóttir, framkvæmdastýra og Þórdís Anna Gylfadóttir, fræðslustýra auk þess sem Gunni “bakari” hefur verið framkvæmdastýru innan handar… Read More »Félagsgjöld Spretts 2023

Nefndarstörf í Spretti

Vilt þú koma og starfa í nefndum Spretts? Stjórn og framkvæmdastýra óska eftir fólki sem vilja leggja hönd á plóg í félagsstarfi Spretts. Margar öflugar nefndir starfa í Spretti og erum við öllum þeim sjálfboðaliðum þakklát fyrir óeigingjarnt starf í þágu félagsins. Alltaf er pláss fyrir gott fólk!! Hér má sjá hvaða nefndir eru í félaginu https://sprettur.is/nefndir/ Þið sem hafa áhuga á að vera með… Read More »Nefndarstörf í Spretti

Jólabingó yngri flokka Spretts

Sunnudaginn 18. desember kl.16:00-18:00 í veislusal Samskipahallarinnar verður haldið Jólabingó yngri flokka Spretts. Allir Sprettarar 8 ára til 21 árs eru velkomnir í Jólabingóið. Veglegir vinningar! Jólaöl og smákökur í boði. Hlökkum til að sjá sem flesta!

Jólabingó yngri flokka Spretts

Sunnudaginn 18. desember kl.17:00-19:00 í veislusal Samskipahallarinnar verður haldið Jólabingó yngri flokka Spretts. Allir Sprettarar 8 ára til 21 árs eru velkomnir í Jólabingóið. Veglegir vinningar! Jólaöl og smákökur í boði. Hlökkum til að sjá sem flesta!