Skip to content

Uncategorized

Helgarnámskeið

Helgina 19.-20.nóvember verður haldið helgarnámskeið með Jóhanni Kr. Ragnarssyni í Spretti. Jóa þarf vart að kynna fyrir Spretturum, hann hefur keppt og sýnt fjölmörg hross á kynbótabrautinni með góðum árangri. Kennt verður í 45mín einkatímum laugardag og sunnudag, milli kl.9-16. Óskir um nánari tímasetningar má senda á fraedslunefnd@sprettarar.is. Kennt verður í Samskipahöllinni, bil 2. Verð fyrir fullorðna er 28.000kr. Hér er hlekkur á skráningu fyrir… Read More »Helgarnámskeið

Landsþing LH að baki

Landsþing LH var um haldið um helgina og við Sprettarar áttum 23 þingfulltrúa þar. Einsog áður hefur komið fram fengu 2 Sprettarar Hulda G. Geirsdóttir og Linda B. Gunnlaugdóttir gullmerki LH fyrir störf sín í þágu hestamennskunnar. Pétur Örn Sverrisson, varaformaður okkar, stýrði Allsherjarnefnd og Halldór Halldórsson Ferða og samgöngunefnd á þinginu. Var gerður góður rómur að þeirra stöfum enda skeleggir menn þar. Dagskráin var… Read More »Landsþing LH að baki

Uppskeruhátíð barna og unglinga

Föstudaginn 18.nóvember 2022 verður haldin uppskeruhátíð barna og unglinga í Spretti. Við hvetjum öll börn og alla unglinga í Spretti til þess að mæta og hafa gaman saman, hátíðin er opin öllum félagsmönnum Spretts á aldrinum 10-17 ára. Hátíðin verður haldin í veislusal Spretts og hefst kl.19:00 og stendur til ca. 21:00. Boðið verður upp á kvöldmat ásamt skemmtiatriðum. Veitt verða verðlaun fyrir besta keppnisárangur… Read More »Uppskeruhátíð barna og unglinga

Einkatímar með Sigvalda Lárus Guðmundssyni

Sigvaldi Lárus Guðmundsson reiðkennari og tamningamaður býður upp á einkatíma hvort sem er með ung og óreynd hross eða eldri og reyndari hross. Sigvaldi er afar reynslumikill tamningamaður og þjálfari. Hann hefur starfað sem reiðkennari á Hólum og við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri við mjög góðan orðstír, kenndi Reiðmanninn og er nú yfirreiðkennari Hæfileikamótunar LH fyrir krakka á aldrinum 14-17 ára ásamt því að hafa tamið… Read More »Einkatímar með Sigvalda Lárus Guðmundssyni

Sjálfboðaliðar óskast í Húsasmiðjuhöllina

Á morgun fimmtudag, 3.nóv kl 17:00 óskum við eftir vöskum Spretturum með verkfæri, kúbein, hamra og sagir til þess að hjálpast að við að rífa niður áhorfendapallana sem enn eru uppi. Einnig þarf að taka til þar sem ný kaffistofa og snyrting verður smíðuð í horninu á höllinni. Vonandi sjá sem flestir Sprettarar sér fært að mæta og taka til hendinni.

Árshátíð Spretts 19.nóv

Árshátíð Spretts verður haldin í veislusal Spretts 19.nóv nk í veislusal Spretts. Loksins hafa Sprettarar tækifæri til þess að spyrða sig í sparigallann og skunda í veislusal Spretts á árshátíð þann 19.nóv. Húsið opnar kl 18:00 með léttum fordrykk, borðhald hefst kl 19:00. Glæsilegt steikarhlaðborð verður á boðstólum. Íþróttafólk Spretts í ungmennaflokki og fullorðinsflokkum verður heiðrað. Þröstur 3000 og Jón Magnússon munu halda uppi stuðinu… Read More »Árshátíð Spretts 19.nóv

Sprettskórinn

Sprettskórinn er 30 manna karlakór, sem starfar innan Hestamannafélagsins Spretts. Upphaflega starfaði kórinn undir merkjum Hestamannafélagsins Gusts, en við sameiningu Andvara og Gusts í Hestamannafélagið Sprett, var nafninu breytt Kórinn æfir í félagsheimili Spretts í Samskipahöllinni á mánudögum kl. 20.00 – 22.00. Framundan eru 30 ára afmælistónleikar kórsins og verða þeir í Samskipahöllinni (Arnarfelli)  laugardagskvöldið 5.nóvember kl. 20.30. Gestakórar verða Karlakórinn Þrestir og Karlakór Hreppamanna.… Read More »Sprettskórinn

Íþróttafólk Spretts 2022

Stjórn Spretts og framkvæmdarstjóri óskar eftir upplýsingum um árangurSprettara á íþróttamótum og gæðingamótum á árinu 2022. Óskum eftir upplýsingum um árangur í öllum flokkum fyrir keppnisárið 2022,barna, unglinga, ungmenna og fullorðinsflokkum, áhugamenn sérstaklegaverðlaunaðir. Árangursupplýsingar eiga að sendast til sprettur@sprettarar.is ámeðfylgjandi formi Íþrottafólk-Spretts-2022 fyrir sunnudaginn 6. Nóvember. Stjórn Spretts hefur farið yfir reglur og stigagjöf fyrir íþróttafólkSpretts. Þetta eru reglur sem taka gildi fyrir árið 2022. Eftirfarandi verðlaun verða veitt:… Read More »Íþróttafólk Spretts 2022