Skip to content

Aðalfundur Spretts 3.apríl

Boðað er til aðalfundar Hestamannafélagsins Spretts fyrir starfsárið 2023 þann 3.apríl n.k. kl. 20:00. 

Kjörgengir eru allir félagsmenn, 18 ára og eldri, sem eru í skilum með félagsgjöld.

Komist félagsmaður ekki á aðalfund en vill nýta atkvæði sitt þarf að skila inn umboði sem hægt er að sækja hér Umboð vegna kosninga í stjórn Spretts 2024.

Fundurinn verður haldinn í Arnarfelli samkomusal félagsins að Hestheimum 14-16 í Kópavogi.

Samkvæmt 6. gr. laga félagsins skal framboði til stjórnarsetu skilað til stjórnar félagsins eigi síðar en viku fyrir aðalfund.

Félagar sem hafa áhuga á að starfa í stjórn eru hvattir til að hafa samband á netfangið sprettur@sprettarar.is  fyrir kl. 16 þann 27.mars. Við lok þess dags verður tilkynnt um hverjir verða í kjöri.

Kosið verður til formanns Sprett og einnig eru 4 sæti í stjórn Spretts til kjörs.

Úr stjórn ganga:

Sverrir Einarsson ,Gunnar Már Þórðarson, Jenny Eriksson, Kolfinna Guðmundsdóttir, Pétur Örn Sverrisson.