Skip to content

Staða yfirþjálfara hjá Spretti

Árið 2021 hófst tilraunaverkefni hjá Spretti sem fólst í því að ráða til félagsins yfirþjálfara. Starfið snérist meðal annars um að færa Hestamannafélagið Sprett nær því að starfa á sama hátt og önnur íþróttafélög í Garðabæ og Kópavogi, sjá tilkynningu. Þórdís Anna Gylfadóttir hefur sinnt starfinu og verkefnið hefur gengið vel. Vilji er til að festa starfið í sessi og gera langtímasamning, því ákvað stjórn Spretts að auglýsa starfið.

Hvetjum alla þá sem áhuga hafa að sækja um og með því móta með félagsmönnum framtíðina hjá einu framsæknasta hestamannafélagi landsins. 

Starf yfirþjálfara

Hestamannafélagið Sprettur auglýsir stöðu yfirþjálfara lausa til umsóknar. Yfirþjálfari hefur faglega umsjón með allri kennslu og námskeiðshaldi á vegum Spretts. Yfirþjálfari er tengiliður knapa í yngri flokkum við stjórn og aðrar nefndir félagsins. Yfirþjálfari starfar í samvinnu við stjórn félagsins, framkvæmdastjóra, fræðslunefnd, æskulýðsnefnd Spretts og barna-, unglinga- og ungmennaráð Spretts. Yfirþjálfari mótar stefnu í námskeiðahaldi og fræðslumálum og vinnur með stjórn að því að móta verkferla og vinnulag. Stjórn upplýsir yfirþjálfara um þau mál sem koma inn á borð stjórnar sem viðkoma yngri flokkum félagsins eða fræðslustarfi. Yfirþjálfari heyrir beint undir stjórn, situr einn stjórnarfund í mánuði og samstillir sig þess á milli við framkvæmdastjóra. Um er að ræða 50% starfshlutfall.  

Helstu verkefni:  

 • Skipulag námskeiða í samstarfi við fræðslunefnd og æskulýðsnefnd
 • Móta framtíðarstefnu Spretts í kennslu og námskeiðahaldi
 • Bókanir í reiðhallir fyrir námskeiða- og fræðslustarf í samstarfi við stjórn 
 • Gerð fjárhagsáætlana fyrir námskeið félagsins  
 • Umsjón með Sportabler reikningi félagsins vegna námskeiða og æfinga  
 • Vinna með stjórn að stefnu og umgjörð ásamt því að sækja styrki og fjármagn inn í starfið 
 • Stuðningur við æskulýðsnefnd tengt viðburðum og hittingum á vegum æskulýðsnefndar  
 • Umsjón og utanumhald með polla, barna- og unglinga- og ungmennaráði Spretts.  
 • Samskipti við iðkendur, foreldra og umráðamenn polla, barna, unglinga og ungmenna í Spretti 
 • Markmiðasetning með börnum, unglingum og ungmennum innan félagsins 
 • Verkefnastjórnun og samskipti 
 • Finna leiðir til að ná til knapa í Spretti og hjálpa þeim að sjá tækifæri í að taka þátt í starfinu 
 • Yfirumsjón með skilum á æskulýðsskýrslu til LH 
 • Umsjón með undirbúningi yngri flokka fyrir Landsmót 

Hæfnikröfur: 

 • Háskólamenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi 
 • Reiðkennaramenntun 
 • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð 
 • Rík þjónustulund og drifkraftur 
 • Hæfni til að setja sig inn í nýja tækni 
 • Hæfni til að miðla upplýsingum og veita stuðning í verkefnum 
 • Þekking og áhugi á að setja sig inn í ólík verkefni 
 • Góð hæfni í mannlegum samskiptum 

Vinsamlegast sendið ferilskrá og kynningarbréf á netfangið formadur@sprettarar.is. Umsóknafrestur er til og með 25. júní 2024. 

Nánari upplýsingar veita Jónína Björk Vilhjálmsdóttir og/eða Sigurbjörn Eiríksson.