Skip to content

Pláss í félagshesthúsi Spretts

Félagshesthús Spretts er staðsett neðst í Heimsenda, í húsinu eru 5-6 pláss fyrir unglinga sem langar að stíga sín fyrstu skref í að halda hest.

Húsið er hugsað fyrir börn og unglinga á aldrinum 10-18 ára sem eru að stíga sín fyrstu skref í hestamennsku og hafa ekki tengingu inn í hesthús hjá fjölskyldu eða vinum.

Við hvetjum þau sem eru með pláss í hesthúsinu til þess að sækja námskeið hjá hmf.Spretti, td mælum við með knapamerkjunum fyrir alla.

Þau sem fá pláss í húsinu verða að koma með eigin hest og allan búnað tengt hestinum, hmf. Sprettur skaffar ekki hesta eða búnað. Hægt er að nýta frístundastyrki bæjarfélaganna við greiðslu á plássi fyrir hestinn.

Opið er fyrir umsóknir í félagshesthús Spretts veturinn 2023 til 2024, umsóknir skulu senda á [email protected]

Skilyrði fyrir umsókn:

  1. Sá aðili sem sótt er um fyrir sé milli 10-18 ára aldurs. Ungmenni allt að 21 árs geta sótt um en 10-18 ára ganga fyrir.
  2. Sá aðili sem sækir um hefur hug á að taka virkan þátt í félagshesthúsi Spretts, sinnir sínum hesti daglega og tekur þátt í að vinna þau verk sem þarf að vinna í félagshesthúsinu.
  3. Mánaðargjald per hest er 30.000 krónur. Innifalið er morgungjafir, hey og undirburður.
  4. Allir umsækjendur fá póst hvort þeim hafi verið úthlutað plássi eða ekki.
  5. Barn/unglingur verður skráð í hestamannafélagið Sprett ef það er ekki félagi fyrir.
  6. Í upphafi tímabils mun verða skrifað undir samning milli barns/unglings/forráðamanns og Spretts varðandi umgegni, framkomu og viðveru í húsinu.