Nú styttist óðfluga í Dymbilvikusýningu Spretts sem verður í Samskipahöllinni 4.apríl. Sýningin hefst kl 20:00.
Dagskráin er að smella saman og verða fjölmörg atriði frá Spretturum, bæði ræktunarbú og fjölskyldur sem munu dansa um á gólfinu.
Hvetjum hestamenn til þess að fjölmenna í Samskipahöllina fyrir páskafrí og eiga góða stund saman.