Skip to content

Vinna í Húsasmiðjuhöllinni

Frá og með morgundeginum ( 17.jan) og næstu daga verður pípari ( stundum rafvirki líka) að störfum í Húsasmiðjuhöllinni á daginn fá kl 8-16. Unnið verður að því að setja upp hitablásara og lagnir í höllinni, styttist í að hiti komist á höllina. Bið Sprettara sem nýta höllina til þjálfunar um að sýna píparanum tillit og þolinmæði við störf sín. Þar sem ískalt er í veðri þessa dagana og margir nýta höllina til þjálfurnar er mjög mikilvægt að þetta samstarf gangi sem best svo við þurfum ekki að loka höllinni.