Stórglæsilegu landsmóti á vegum Spretts og Fáks er nú lokið. Gaman er að skoða árangurinn á kynbótabrautinni þar sem fjölmörg glæsihross úr ræktun félagasmanna í Spretti komu fram. Einnig áttu Sprettarar hross í ræktunarbúsýningunum. Hér að neðan ætlum við að reyna að gera skil á þeim hrossum sem komust í verðlaunafhendingu meðal 6 efstu hrossa. Til hamingju félagar með þennan frábæra árangur.
Afkvæmahestar:
Ljósvaki f. Valstrýtu var í 7. sæti stóðhesta með 1. verðlaun fyrir afkvæmi.
4v. hestar:
1.sæti Dalvar f. Efsta-Seli IS2020186644 Ae. 8,42. Ræktendur Hilmar Sæm. og Daníel Jónsson
4.sæti Fleygur f. Geitaskarði IS2020156818 Ae. 8,32 Ræktandi Sigurður Örn Ágústsson
5v. hestar:
4.sæti Bylur f. Geitaskarði IS2019156813 AE. 8,46 Ræktandi Sigurður Örn Ág. Brynjólfur Stef.
5v. hryssur:
2.sæti Nóta f. Sumarliðabæ IS2019281514 AE. 8,67 Ræktandi Birgir M. Ragn/Silja H. Jílíusd.
5.sæti Líf f. Sumarliðabæ IS2019281512 AE. 8,52 Ræktand i Birgir M. Ragn/ Silja H. Júlíusd.
6. hryssur:
6.sæti Valbjörk f. Valstrýtu IS2018280719 AE. 8,46 Ræktandi Guðjón Árnason
7v. og eldri hestar:
6.sæti Hjartasteinn f. Hrístjörn IS2017280693 AE. 8,53 Ræktandi Jóhann Axel Geirss./ Ásgerður Giss.
Þetta er glæsilegur árangur hjá Sprettsfélögum sem flestir eru áhugamenn í hrossarækt.
f.h. Hrossaræktarnefndar Spretts Hannes Hjartarson