Þann 17 júní var Sprettarinn og fyrrum stjórnarkona í Spretti, Margrét Tómasdóttir sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Margrét er hjúkrunarfræðingur, hestakona og fyrrverandi skátahöfðingi. Hún fær riddarakross fyrir störf í þágu skátahreyfingarinnar. Viljum við í Spretti óska henni innilega til hamingju með heiðursmerkið. Margrét hefur starfað mikið fyrir hestamannafélagið Sprett eins og skátahreyfinguna og sinnt mjög óeigingjörnu starfi fyrir okkur félagsmenn. Við erum stoltir Sprettarar að eiga fálkaorðuhafa í okkar röðum.
Til hamingju Margrét og fjölskylda með þessa viðurkenningu.
