Formleg setningarathöfn Landsmóts hestamanna fer fram fimmtudaginn 4.júlí kl.19:05. Hátíðleg hópreið hestamannafélaganna verður á sínum stað samkvæmt venju. Við hvetjum við börn og unglinga sem ekki komust upp í milliriðla að mæta í hópreiðina, einnig hvetjum við áhugasama Sprettara að hafa samband sem vilja taka þátt. Biðlum til þátttakenda að mæta í félagsbúningi Spretts í reiðina.
Allar nánari upplýsingar um hópreiðina er að finna á heimasíðu Landsmóts, landsmot.is undir Knapar – hópreið.
*Í forreiðinni verða gestir, U21 hópur LH, stjórn LH
*þar á eftir koma Sprettarar og Fáksmenn sem gestgjafar
*Síðan koma hestamannafélög LH í stafrófsröð
*3 knapar eru hlið við hlið, 1 fánaberi fyrir framan þá með fána síns
félags (mega vera færri, mega vera fleiri)
*Mæting er á Brekkuvelli stundvíslega kl.18:15 til að raða upp reiðinni
*Forsvarsmaður hvers hestamannafélags sendir inn fjölda þátttakenda fyrir hádegi á fimmtudag.
Ef þið viljið ská ykkur sendið tölvupóst á formadur@sprettarar fyrir miðnætti miðvikudaginn 3.júlí. Formaður mun skrá Sprettara í reiðina í kjölfarið.
Kveðja Jónína Björk