Skip to content

Sprettsgrill á Landsmóti

Föstudaginn 5.júlí býður Sprettur félagsmönnum sem eru á Landsmóti hestamanna í Víðidal í félagsgrillveislu kl 18:00-19:00. Boðið verður uppá hamborgara og pulsur.

Veislan verður haldin við hesthúsið hjá Sprettsfélaga Garðari Hólm, húsið er fyrsta húsið á hægri hönd þegar farið er frá gæðingavellinum í átt að kynbótavellinum eftir Vatnsveituvegi.

Rauður kassi er utan um húsið hans Garðars þar sem grillveislan fer fram.

Sprettsfáni verður á svæðinu.

Vonumst til þess að sjá sem flesta Sprettara.