Skip to content

Aðalfundur Spretts 2024

Boðað er til aðalfundar Hestamannafélagsins Spretts fyrir starfsárið 2023 þann 3.apríl n.k. kl. 20:00. 

Fundurinn verður haldinn í Arnarfelli samkomusal félagsins að Hestheimum 14-16 í Kópavogi.

Frekari leiðbeiningar um framkvæmd fundarins og fundargögn verða send út síðar.

Samkvæmt 6. gr. laga félagsins skal framboði til stjórnarsetu skilað til stjórnar félagsins eigi síðar en viku fyrir aðalfund. Kjörgengir eru allir félagsmenn, 18 ára og eldri, sem eru í skilum með félagsgjöld.

Félagar sem hafa áhuga á að starfa í stjórn eru hvattir til að hafa samband á netfangið sprettur@sprettarar.is  fyrir kl. 16 þann 27.mars. Við lok þess dags verður tilkynnt um hverjir verða í kjöri.

Kosið verður til formanns Sprett og einnig eru 4 sæti í stjórn Spretts til kjörs.

Úr stjórn ganga:

Gunnar Már Þórðarson, Jenny Eriksson, Kolfinna Guðmundsdóttir, Pétur Örn Sverrisson.

Sverrir Einarsson núverandi formaður ætlar ekki að gefa kost á sér áfram sem formaður Spretts, né til stjórnarsetu.

Nú hefur okkur borist nýtt framboð til formanns og er það Jónína Björk Vilhjálmsdóttir sem býður sig fram til formanns Spretts. Jónína hefur verið í æskulýðsnefnd Spretts undanfarin ár.