Skip to content

Fréttir

Aðalfundur Spretts 3.apríl

Boðað er til aðalfundar Hestamannafélagsins Spretts fyrir starfsárið 2023 þann 3.apríl n.k. kl. 20:00.  Kjörgengir eru allir félagsmenn, 18 ára og eldri, sem eru í skilum með félagsgjöld. Komist félagsmaður ekki á aðalfund en vill nýta atkvæði sitt þarf að skila inn umboði sem hægt er að sækja hér Umboð vegna kosninga í stjórn Spretts 2024. Fundurinn verður haldinn í Arnarfelli samkomusal félagsins að Hestheimum 14-16… Read More »Aðalfundur Spretts 3.apríl

Dymbilvikusýning Spretts 27.mars

Það stefnir í skemmtilegt kvöld í Samskipahöllinni á Dymbilvikusýningu Spretts miðvikudagskvöldið 27.mars. Unga kynslóðin sýnir sig, ræktunarbú, íþróttafólk Spretts, létt keppni milli hestamannafélaga á höfuðborgarsvæðinu o.fl. o.fl. Við hvetjum hestafólk til þess að fjölmenna í Samskipahöllina og eiga góða kvöldstund saman. Húsið opnar kl 18:00 og verður veitingasalan opin. Sýningin hefst kl 20:00 Miðaverð 2000kr, selt við innganginn. Frítt fyrir 12 ára og yngri.

Landsmótsleikar Spretts og Fáks 21. apríl

Þann 21. apríl næstkomandi verður síðasta vetrarmót Spretts haldið þar sem Fáksmönnum er boðið að koma og taka þátt. Aukum stemmingu meðal félaganna þar sem við erum að halda Landsmót saman í sumar. Veglegir vinningar í boði eins og frímiðar á Landsmót fyrir efsta sæti í A- og B-flokki. Gerum okkur glaðan dag saman og undirbúum gæðingaveislu sumarsins. Hlökkum til að sjá ykkur. Eftirfarandi flokkar… Read More »Landsmótsleikar Spretts og Fáks 21. apríl

2. Vetrarleikar Spretts, ráslitar og dagskrá

Aðrir vetraleikar Spretts verða haldnir sunnudaginn 24.mars nk.  Mótið hefst kl 11:00 í Samskipahöllinni. Hér fyrir neðan eru ráslistar sem einnig er hægt að skoða í HorseDay appinu Sú ákvörðun hefur verið tekin að mótið verður haldið inni í Samskipahöllinni vegna vallar aðstæðna. Eins og fyrr segir byrjum við kl 11:00 á pollaflokkum. Mótið er ætlað skuldlausum félagsmönnum í hestamannafélaginu Spretti. Gæðingatölt – forkeppniRiðnir skulu tveir… Read More »2. Vetrarleikar Spretts, ráslitar og dagskrá

BLUE LAGOON Úrslit tölt og slaktaumatölt

Fimmtudaginn 21.mars fór fram keppni í slaktaumatölti T4 og tölti T7 og T3 í BLUE LAGOON mótaröð Spretts. Góð þátttaka var í keppni barna-, unglinga- og ungmenna í öllum greinum. Systurnar Guðný Dís, Elva Rún og Kristín Rut sigruðu hver sinn aldursflokk í tölti. Í slaktaumatölti sigraði Ásthildur Sigurvinsdóttir barnaflokk, Fanndís Helgadóttir sigraði unglingaflokk og Harpa Dögg Bergmann sigraði ungmennaflokk. Í verðlaun hlutu knapar m.a.… Read More »BLUE LAGOON Úrslit tölt og slaktaumatölt

Fræðsluerindi Hermanns Árnasonar í Fáki

Hermann Árnason, fyrrverandi bóndi á Heiði í Mýrdal, áður Stöðvarstjóri hjá Sláturfélagi Suðurlands á Selfossi, nú frjótæknir og hrossaræktandi á Hvolsvelli og síðast en ekki síst ferðagarpur af guðs náð ætlar að koma í heimsókn til okkar í Fák þriðjudaginn 26. mars. Þar mun hann miðla með okkur af reynslu sinni við undirbúning, þjálfun og skipulag fyrir hestaferðalög. Hermann er gríðarlega reynslumikill þegar kemur að… Read More »Fræðsluerindi Hermanns Árnasonar í Fáki

2. vetrarleikar Spretts 24.mars

Aðrir vetraleikar Spretts verða haldnir sunnudaginn 24.mars nk. Mótið hefst kl 11:00 í Samskipahöllinni. Sú ákvörðun hefur verið tekin að breyta til með form vetraleikanna nú í vetur. Nú ætlum við að bjóða uppá keppni í Gæðingatölti í öllum flokkum, nema pollaflokk, skráning fer fram í gegnum Sportfeng, skráningu lýkur föstudaginn 22.mars kl 18:00. Miða við veðurspá og vallaraðstæður þá verður mótið inni en ef veður og vallaraðstæður lagast… Read More »2. vetrarleikar Spretts 24.mars

Skemmtileg sýnikennsla

Í síðustu viku stóð æskulýðsnefnd fyrir sýnikennslu og ferð í lazertag fyrir unga Sprettara Á sýnikennslunni fengu ungir Sprettarar að kynnast „liberty training“ hjá henni Huldu Maríu okkar en Hulda lærði þessa þjálfunaraðferð í Bandaríkjunum síðasta haust. Það var virkilega gaman að fylgjast með sambandi Huldu og hryssunnar Jarlhettu þegar þær sýndu mismunandi þjálfunaraðferðir, greinilega mikið traust og vinátta. Það var líka gaman fyrir unga… Read More »Skemmtileg sýnikennsla

Hlaupandi börn við magnúsarlund

Góðan daginn kæru Sprettarar! Í dag milli kl.17-18, miðvikudaginn 20.mars, munu um 40 ungir Sprettarar leita að páskeggjum í Magnúsarlundi og það verður væntanlega mikið líf og fjör á meðan því stendur. Við ráðleggjum ríðandi umferð að nýta sér aðrar reiðleiðir rétt á meðan. Við setjum einnig upp keilur á reiðveginn sitthvoru megin við Magnúsarlund á meðan páskaeggjaleitin stendur yfir. Með von um jákvæðar undirtektir… Read More »Hlaupandi börn við magnúsarlund

youth cup 2024

FEIF Youth Cup 2024 fer að þessu sinni fram í Sviss dagana 13. til 20. júlí. Viðburðurinn fyrir knapa á aldrinum 14-17 ára sem vilja öðlast keppnisreynslu á erlendri grundu. Þetta er einnig frábært tækifæri til kynnast ungum og efnilegum knöpum frá öðrum löndum. Áhersla FEIF Youth Cup er á teymisvinnu, íþróttamennsku, bætta reiðfærni og vináttu þvert á menningu. Ísland á 7 sæti á Youth… Read More »youth cup 2024