Skip to content

Fréttir

Niðurstöður úr fjórgangi Blue Lagoon mótaröðin

Niðurstöður frá Blue Lagoon mótaröð Spretts – fjórgangur Mánudaginn 20.febrúar fór fram keppni í fjórgangi í Blue Lagoon mótaröð Spretts. Ungir og efnilegir knapar sýndu þar hesta sína og höfðu gaman af. Efstu knapar hlutu glæsilega vinninga frá Hrímni sem gaf verðlaun í alla flokka og þökkum við þeim kærlega fyrir stuðninginn. Mikið jafnræði var með úrslitaknöpum í ungmennaflokki og réði sætaröðun dómara hver stæði… Read More »Niðurstöður úr fjórgangi Blue Lagoon mótaröðin

Viðrunarhólf

Notkun á viðrunarhófum Spretts er óheimil frá og með deginum í dag, 20.feb og þar til við gefum leyfi í vor. Ástæða þess að við viljum vernda grasrótina í hólfunum svo ekki myndist drullusvað í þeim þegar hross eru úti nú þegar tíðin er misjöfn og grasrótin viðkvæm. Vinsamlega virðið þessi tilmæli.

Samskipadeildin, Equsana fjórgangurinn, úrslit kvöldsins

Fyrsta mót vetrarins í Samskipadeildinni var í kvöld, Equsana fjórgangurinn. Sigurvegarar kvöldsins voru þær Gunnhildur Sveinbjarnardóttir og hryssan Elva frá Auðsholtshjáleigu með einkunnina 7,03 Stigahæsta liðið var lið Vagna og þjónustu. Spenna var í loftinu fyrir kvöldið, margir nýjir keppendur eru í deildinni í vetur og margir keppendur með nýja hesta. Góð stemmning var á pöllunum gaman að fylgjast með kvöldinu. Sú breyting var gerð… Read More »Samskipadeildin, Equsana fjórgangurinn, úrslit kvöldsins

Equsana fjórgangurinn í Samskipadeildinni, áhugamannadeild Spretts.

Áhugamannadeild Spretts verður að Samskipadeildinni! Samskip hefur staðið þétt við bakið á Spretti sem styrktaraðili og munu gera það áfram og nú einnig sem aðalstyrktaraðili áhugamannadeildarinnar. Fimmtudaginn 16. febrúar hefst vinsæla mótaröðin, áhugamannadeild Spretts að nýju. Við byrjum á fjórgangi, styrktaraðili kvöldsins verður Equsana. Keppt verður í fjórgangi og verður gríðarlega spennandi að sjá knapa og hesta koma fram og sýna sitt besta saman. Í… Read More »Equsana fjórgangurinn í Samskipadeildinni, áhugamannadeild Spretts.

Fjórgangur Blue Lagoon mótaröð Spretts

Hestamannafélagið Sprettur í samstarfi við BLUE LAGOON býður upp á mótaröð í Samskipahöllinni fyrir knapa í barna-, unglinga- og ungmennaflokki. Mánudaginn 20.febrúar kl.18:15 verður keppt í fjórgangi, V2 og V5. Keppt verður eftir lögum og reglum LH. Skráning hefst mánudaginn 13.febrúar á sportfengur.com og lýkur á miðnætti föstudaginn 17.febrúar. Ráslistar eru birtir laugardaginn 18.febrúar í LH Kappa og á fb síðu viðburðarins. Ekki er tekið við skráningum… Read More »Fjórgangur Blue Lagoon mótaröð Spretts

Hitaveita

Nú eru framkvæmdir á fullri ferð þar sem nýjasti hluti hmf Spretts mun svo rísa í landi Garðabæjar. Verið er að leggja lagnir, undirbúa gatnagerð og leggja nýja reiðleið á milli hverfa. Meðal lagna sem verið er að leggja er hitaveitulögn og mun lögnin enda við gatnamót Hattarvalla/Andvaravalla. Sprettur er búinn að sækja um hitaveitu í Húsasmiðjuhöllina, í framhaldinu verður hægt að setja upp hitablásara… Read More »Hitaveita

Ræktunardagur Hrossaræktardeildar Spretts 11.febr. 2023.

Þorvaldur Kristjánsson hrossaræktarráðunautur hélt frábærann fyrirlestur um sögu landsmóta en einnig um  uppruna útgeislunar, fjallaði um fegurð í reið og hvaða ættfeður og mæður standa að hrossum sem skara framúr hvað þennan eiginleika varða. Mjög fróðleg erindi. Í framhaldi af því var hann með forskoðun á kynbótahrossum. Mætt var með 26 hross, 24 hryssur og 2 graðhesta. Efstu 5 hryssur voru eftirfarandi í þessari forskoðun:… Read More »Ræktunardagur Hrossaræktardeildar Spretts 11.febr. 2023.

úrslit opna Fjórgangsmót Spretts

Opna fjórgangsmót Spretts fór fram í kvöld. Þátttaka var með ágætum og gaman að sjá hversu margir Sprettarar tóku þátt. Þökkum við styrktaraðila mótsins, Flagbjarnarholt hrossarækt, fyrir stuðninginn, sem og Líflandi sem gaf ábreiður til vinningshafa. Úrslit urðu eftirfarandi; Mót: IS2023SPR055 Opið fjórgangsmót Spretts Fjórgangur V2 Fullorðinsflokkur – 1. flokkur Forkeppni Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn 1 Garðar Hólm Birgisson Kná frá Korpu… Read More »úrslit opna Fjórgangsmót Spretts

Úrslit Blue lagoon töltsins

Fyrsta mótið í Blue Lagoon mótaröðinni fór fram mánudaginn 6. febrúar og var keppt í tölti. Góðþátttaka var á mótinu og greinilegt er að þjálfun hefur verið hafin snemma hjá þessum duglegukrökkum. Við viljum þakka styrktaraðila okkar, Blue Lagoon, fyrir að styrkja mótaröðina svonaveglega en aukalega fær sigurvegari í hverri grein farandbikar gefinn af Blue Lagoon. Allir knaparí úrslitum í hverjum flokki fengu einnig aukavinning… Read More »Úrslit Blue lagoon töltsins

Forskoðun kynbótahrossa  11.02.2023 Samskipahöllin í Spretti

Þorvaldur Kristjánsson kynbótaráðunautur mun sjá um forskoðun kynbótahrossa í Samskipahöllinni 11.02. 2023 kl 13.30-17.  en hann heldur einnig fyrirlestur kl 12-13  á sama stað. Þátttaka opin öllum , skráningargjald fyrir hross í forskoðun er 2.000 kr. Skráning hjá : hanneshj@mi.is  fyrir kl 21 þann 9.febrúar Gefa þarf upp IS nr. Dagskrá: 11.02.2023 1 kl 12-13 Fyrirlestur – Þorvaldur Kristjánsson Samskipahöll 2.hæð. Saga landsmóta auk þess… Read More »Forskoðun kynbótahrossa  11.02.2023 Samskipahöllin í Spretti