Skip to content

Fréttir

BLUE LAGOON MÓTARÖÐ SPRETTS

Hestamannafélagið Sprettur í samstarfi við BLUE LAGOON býður upp á mótaröð í Samskipahöllinni fyrir knapa í barna-, unglinga- og ungmennaflokki. Einnig verður boðið uppá einstaka keppni í pollaflokki þann 6.mars. Að þessu sinni verða mótin fjögur en keppt verður í tölti, fjórgangi, fimmgangi og gæðingakeppni innanhús. Keppt verður eftir lögum og reglum LH. Dagsetningar mótanna eru eftirfarandi: 6. febrúar – tölt 20. febrúar – fjórgangur… Read More »BLUE LAGOON MÓTARÖÐ SPRETTS

Liðakynning – Áhugamannadeild Spretts 2023

Nú styttist í að keppnistímabil áhugamannadeildar Spretts hefjist og langar okkur að kynna liðin sem taka þátt í deildinni í ár. Við hefjum keppni fimmtudagskvöldið 16. febrúar þegar keppt verður í fjórgangi. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á reglum áhugamannadeildarinnar en í ár hafa liðin möguleika á að tefla fram öllum 5 knöpum liðsins í öllum greinum, en áfram verður það þannig að árangur efstu… Read More »Liðakynning – Áhugamannadeild Spretts 2023

Þorrablót Spretts 2023

Þorrablót Spretts verður haldið í veislusalnum þann 4. feb nk. Veislustjóri verður Atli Rafn Sigurðarson, létt skemmtidagskrá verður og svo stígum við til dans fram á nótt. Miðaverð er 9900kr, eingöngu verður hægt að panta miða í forsölu. Borðapantanir fara fram í gegnum netfangið Sprettur@sprettarar.is Miðar verða afhentir miðvikudaginn 1.feb. Skemmtinefnd Spretts

Fyrstu vetrarleikar Spretts 2023

Fyrstu Vetrarleikar Spretts 2023 verða haldnir í Samskipahöllinni sunnudaginn 29.jan næstkomandi Keppt verður á hefðbundin hátt vetrarleika, uppá vinstri hönd, hægt tölt og svo fegurðartölt. Skráning fer fram í anddyri veislusals Spretts kl:11:00-12:00 Mótið er ætlað skuldlausum félagsmönnum í hestamannafélaginu Spretti. Hver keppandi má aðeins skrá í einn flokk og eru félagar hvattir til að sýna metnað við skráningu í flokka. Nefndin áskilur sér rétt… Read More »Fyrstu vetrarleikar Spretts 2023

Félagsgjöld Spretts 2023

Nú verða félagsgjöld Spretts send út bráðlega. Hvers vegna er mikilvægt að allir sem nýta sér aðstöðuna greiði félagsgjöld í Spretti og fyrir hvað stendur hestamannafélagið Sprettur? Sprettur er stórt félag og í mörg horn að líta dagsdaglega. Tveir starfsmenn eru á launum hjá félaginu í hlutastörfum, Lilja Sigurðardóttir, framkvæmdastýra og Þórdís Anna Gylfadóttir, fræðslustýra auk þess sem Gunni “bakari” hefur verið framkvæmdastýru innan handar… Read More »Félagsgjöld Spretts 2023

Gleðileg jól

Kæru Sprettarar. Nú er árið senn á enda og góður tímabili hjá okkur að ljúka. Árið hefur verið viðburðarríkt í starfi félagsins. Mikið um mótahald, útreiðar, landsmót og loks mannfagnaðir eftir langan covid tíma. Framundan er fjölbreytt dagskrá hjá félaginu ss. námskeið, kennsla, mótahald ásamt mörgu öðru. Miklar framkvæmdir eru hafnar á svæðinu okkar við uppbyggingu nýs hverfis og einnig v/ landsmóts 2024. Starfið okkar… Read More »Gleðileg jól

Jólabingó yngri flokka Spretts

Sunnudaginn 18. desember kl.16:00-18:00 í veislusal Samskipahallarinnar verður haldið Jólabingó yngri flokka Spretts. Allir Sprettarar 8 ára til 21 árs eru velkomnir í Jólabingóið. Veglegir vinningar! Jólaöl og smákökur í boði. Hlökkum til að sjá sem flesta!

Aðalfundur Hrossaræktarfélags Spretts

Á aðalfundi Hrossaræktarfélags Spretts 24.11.22 voru m.a. veitt verðlaun fyrir efstu hross í 4 flokkum hryssna og hesta., auk þess kynbótahross ársins og ræktunarbú ársins. Sjá má hrossin á meðfylgjandi myndbandi. Kynbótahross ársins er: Lydía f. Eystri-Hól IS2015280469  ae: 8,65, án skeiðs 9.07 Ræktunarbú ársins er Eystri-Hóll, þar eru  ræktendur Hestar ehf. https://we.tl/t-5GPr5FpIyQ