Skip to content

Afrekssjóður Gbæ styrkir tvo unga Sprettara

Íþrótta- og tómstundaráð Garðabæjar hefur veitt tveimur ungum Spretturum myndarlegan styrk úr Afrekssjóði Garðabæjar en báðar eru þær búsettar í Garðabæ. 

Guðný Dís Jónsdóttir og Elva Rún Jónsdóttir hlutu styrk að upphæð 140.000kr hvor vegna afreka sinna á síðastliðnu tímabili auk 20.000kr ferðastyrks hvor. 

Það getur verið kostnaðarsamt að stunda íþróttir og vera í fremstu röð. Styrkurinn er viðleitni sveitarfélagsins til að styðja við afreksíþróttamenn fjárhagslega vegna kennslu og þjálfunar. Sennilega er þetta í fyrsta sinn sem hestaíþróttamenn sækja um í Afrekssjóð Garðabæjar og hljóta styrk. 

Hestamannafélagið Sprettur óskar Guðnýju Dís og Elvu Rún innilega til hamingju með styrkinn! 

Kópavogsbær auglýsir umsóknir í sinn afrekssjóð um mánaðarmótin október/nóvember. Auglýst verður á heimasíðu Spretts þegar opnað hefur verið fyrir umsóknir.