Skip to content

Félagsfundur Spretts 25 september 2024

Haustfundur félagsmanna var haldin miðvikudaginn 25. september við góða mætingu en hátt í 100 manns komu og fengu sér súpu saman og nutu samvistar. 

Formaður Spretts fór yfir helstu málefni síðustu mánuða sem stjórnin hefur tekið sér fyrir hendur ásamt því að fara yfir það sem framundan er. Fráfarandi Framkvæmdastjóri var kvaddur með virtum og greinilegt að eftirsjá er af henni. Þvi miður gat Lilja ekki notið kvöldsins með okkur en fulltrúi frá henni tók á móti gjöfum sem afhentar voru sem þakklætisvottur fyrir unnin störf fyrir Sprett undanfarin fjögur ár.

Nýr Framkvæmdastjóri steig í pontu og hélt létta kynningu á sjálfri sér, farið var lauslega yfir reynslu, menntun og væntingar. Félagsmenn stigu einnig fram og fóru yfir hjartansmál og var greinilegt að almenn ánægja var með að hafa svona vettfang þar sem allir geta komið saman og komið sínum málum á framfæri.

Þórunn, nýr framkvæmdastjóri Spretts býður alla félagsmenn, húseigenda og aðra tengda félaginu velkomna á sinn fund til að fara yfir þau málefni sem brenna á þeim eða bara hreinlega til að taka létt spjall og kynnast.