Hestamannafélagið Sprettur ásamt yfirþjálfara hefur sett saman afreksstefnu fyrir yngri flokka félagsins. Afreksstefnur annarra hestamannafélaga og íþróttafélaga innan Garðabæjar og Kópavogs voru hafðar til hliðsjónar. Afreksstefna þessi verður endurskoðuð á hverju hausti .
Líkt og kemur fram er markmið hestamannafélagsins Spretts með afreksstefnu þessari m.a. að eiga afreksknapa sem skipi sér á bekk með þeim bestu í heiminum, að einstaklingar í afrekshópi þroskist sem íþróttamenn og dafni í afreksmiðuðu umhverfi, ráða til sín færustu þjálfara sem völ er á, auka færni og reynslu, búa iðkendum góða og samkeppnishæfa aðstöðu, fræða um þá þætti sem hafa áhrif á hámarksárangur og að knapar gangi stoltir fram fyrir hönd félagsins.