Skip to content

youth cup 2024

FEIF Youth Cup 2024 fer að þessu sinni fram í Sviss dagana 13. til 20. júlí. Viðburðurinn fyrir knapa á aldrinum 14-17 ára sem vilja öðlast keppnisreynslu á erlendri grundu. Þetta er einnig frábært tækifæri til kynnast ungum og efnilegum knöpum frá öðrum löndum. Áhersla FEIF Youth Cup er á teymisvinnu, íþróttamennsku, bætta reiðfærni og vináttu þvert á menningu.

Ísland á 7 sæti á Youth Cup en umsóknar frestur er til 1. apríl. Umsóknir skulu sendar á aeska@lhhestar.is. Í umsókninni þarf að koma fram nafn, heimilisfang, símanúmer, aldur, hestamannafélag og keppnisreynsla knapa sem og nafn, símanúmer og netfang forráðamanna. Þá þurfa að koma fram upplýsingar um enskukunnáttu umsækjenda auk þess sem þeir eru beðnir um að segja svolítið frá sér og af hverju þeir hafa áhuga á þátttöku í Youth Cup. Íslenskir keppendur  fá leigðan hest á meðan á mótinu stendur sem æskulýðsnefnd LH hefur milligöngu um að útvega.

Íslenska hópnum mun fylgja fararstjórar úr Æskulýðsnefnd LH.

Þátttökukostnaður er: 1065€ inn í því er gisting, fæði, kennsla, hesthúsapláss og skráningargjöld.

Þess utan þarf að greiða fyrir leigu á hesti, flug og aðrar samgöngur til og frá mótsstað og umframgistingu, þar sem hópurinn gæti þurft að fara fyrr út til að prófa og para saman hesta og knapa.

Frekari upplýsingar má nálgast hér: Microsoft Word – invitation_FYCup2024 final (lhhestar.is)