Aðrir vetraleikar Spretts verða haldnir sunnudaginn 24.mars nk. Mótið hefst kl 11:00 í Samskipahöllinni.
Sú ákvörðun hefur verið tekin að breyta til með form vetraleikanna nú í vetur. Nú ætlum við að bjóða uppá keppni í Gæðingatölti í öllum flokkum, nema pollaflokk, skráning fer fram í gegnum Sportfeng, skráningu lýkur föstudaginn 22.mars kl 18:00.
Miða við veðurspá og vallaraðstæður þá verður mótið inni en ef veður og vallaraðstæður lagast þá skellum við okkur út á beinu brautina. Pollar og börn verða alltaf inni sama hvaða ákvörðun við tökum með aðra flokka.
Mótið er ætlað skuldlausum félagsmönnum í hestamannafélaginu Spretti.
Gæðingatölt – forkeppni
Riðnir skulu tveir hringir. Sýna skal hægt tölt 1 hringur, snúið við og sýnt tölt frjáls ferð 1 hringur.
Úrslit skulu fara þannig fram:
- Sýna skal hægt tölt, allt að tveim hringjum til hvorrar handar.
- Sýna skal tölt með frjálsri ferð, allt að tveim hringjum til hvorrar handar.
- Þegar skipt er um hönd á tölti með frjálsri ferð skal gert hlé í eina mínútu. Í hléi skula knapar láta
hesta sína feta og bíða frekari fyrirmæla.
Þulur stýrir forkeppni og úrslitum
Knapi velur upp á hvora hönd hann hefur keppni – raðað í holl eftir því.
Ráslistar verða birtir laugardaginn 23.mars
Hver keppandi má aðeins skrá í einn flokk og eru félagar hvattir til að sýna metnað við skráningu í flokka. Nefndin áskilur sér rétt til að sameina flokka ef ekki er næg þátttaka í einhverjum þeirra.
Í barna og unglingaflokki verða meira og minna vanir og eru foreldrar beðnir um að skoða vel hvernig á að skrá í Sportfeng.
Skráningargjöld eru eftirfarandi: pollar frítt, börn 800 kr, unglingar 1300 kr og aðrir flokkar 1800 kr.
Biðjum við foreldra í pollaflokki að hafa öryggi í huga við skráningar. Ráði barn ekki við hrossið biðlum við til foreldra að skrá parið í polla teymda að virðingu við aðra og af öryggisástæðum.
Boðið verður upp á keppni í eftirtöldum flokkum í þessari röð:
Pollar (9 ára og yngri) – teymdir Pollar (9 ára og yngri) – ríða sjálfir
Polla ríðar sjálfir Pollagæðingakeppni Gæðingaflokkur 1
Pollar teymdir Pollagæðingakeppni – Gæðingaflokkur 2
Barnaflokkur, meira og minna vön
Gæðingatölt-barnaflokkur Gæðingaflokkur 2 fyrir minna vana
Gæðingatölt-barnaflokkur , Gæðingaflokkur 1 fyrir meira vana
Unglingaflokkur, meira og minna vanir
Gæðingatölt-unglingaflokkur, Gæðingaflokkur 2 fyrir minna vana
Gæðingatölt-unglingaflokkur, Gæðingaflokkur 1 fyrir meira vana
Ungmennaflokkur Í Sportfeng Gæðingatölt-ungmennaflokkur Gæðingaflokkur 1
Heldri menn og konur (60 ára +) í Sportfeng C flokkur Gæðingaflokkur 1
Fullorðnir minna vanir, merkt í Sportfeng Gæðingatölt Gæðingaflokkur 2
Fullorðnir meira vanir, merkt í Sportfeng Gæðingatölt Gæðingaflokkur 1
Opinn flokkur Í Sportfeng B flokkur Gæðingaflokkur 1
Vetrarleikarnir verða þriggja móta röð þar sem verðlaunað er fyrir hvert mót, auk þess sem keppendur safna stigum úr öllum þremur mótunum og verða stigahæstu knaparnir í hverjum flokki verðlaunaðir á síðasta mótinu.
1.sæti gefur 10 stig 2.sæti gefur 8 stig 3.sæti gefur 6 stig 4.sæti gefur 4 stig 5.sæti gefur 2 stig 1 stig fæst fyrir allla þá sem taka þátt.
Vonumst til að sjá sem flesta.
Öllum fyrirspurnum verður svarað í gegnum [email protected]
Vetrarleikanefnd Spretts