Skip to content

Fréttir

Sjálfboðaliðar Landsmót

Sjálfboðaliðar og Landsmót

Komdu á Landsmót hestamanna 2024 og taktu virkan þátt í ævintýrinu! Við hjá Landsmóti leitum að sjálfboðaliðum til að vinna á Landsmóti í Reykjavík dagana 1.-7. júlí! Landsmót hestamanna hafa í áranna rás verið borin uppi af óeigingjörnu framlagi sjálfboðaliða úr hestamannafélögum landsins. Sami eldmóður og hugsjón einkenna starfið í dag og í upphafi og margir sjálfboðaliðar gefa vinnu sína ár eftir ár. Gífurlegur undirbúningur… Read More »Sjálfboðaliðar og Landsmót

Fulltrúar Spretts á Landsmóti 2024

Glæsilegt gæðingamót Spretts fór fram 25. – 27. maí en að því loknu kom í ljós hvaða knapar og hestar tryggðu sér rétt til að keppa fyrir Hestamannafélagið Sprett á Landsmóti 2024. Sprettur á rétt á því að senda 14 knapa úr hverjum flokki á Landsmót 2024. Hér að neðan má sjá þá knapa og hesta sem hafa tryggt sér rétt til að taka þátt… Read More »Fulltrúar Spretts á Landsmóti 2024

Hrímnis fatnaður

Nú auglýsum við, í síðasta skiptið, afhendingu á fatnaðinum frá Hrímni en þetta er í þriðja skipti sem afhendingin er auglýst. Á morgun, þriðjudaginn 11. júní milli kl 19-20, verður fatnaðurinn afhentur á 2 hæð í Samskipahöllinni. Eftir þann tíma verður send krafa í heimabanka þeirra sem pantaði fatnaðinn svo hægt sé að ganga frá lokagreiðslu. Félagið er búið að greiða fyrir fatnaðinn og við… Read More »Hrímnis fatnaður

Kynbótasýning í Spretti 10 – 14 júní

Á morgun, mánudaginn 10. júní hefst kynbótasýning í Spretti. Sýningin er rúmlega fullbókuð og von er á mörgum glæsilegum gæðingum í braut í vikunni. Stjórn Spretts hefur fengið til liðs við sig einvala lið Sprettara til að aðstoða við undirbúning og rennsli á sýningunni. Í vikunni sem leið er búið að laga til og þrífa í rennunni, í Gaukshreiðrinu og á kaffistofunni á 2. hæð.… Read More »Kynbótasýning í Spretti 10 – 14 júní

Losun taðkara

Nú er kominn sá tími þar sem margir sleppa hestunum sínum í sumarhagana. Félagið mun áfram bjóða uppá losun taðkara hjá þeim sem nýta sér þá þjónustu og verða með hross áfram á húsi. Þeir sem ekki ætla að nýta sér þjónustuna í sumar og/eða haust verða að láta vita og segja upp þjónustunni með því að senda tölvupóst á stjorn@sprettarar.is. Leigugjald verður rukkað þangað… Read More »Losun taðkara

Reiðleiðir á höfuðborgarsvæðinu

Öryggisupplifun knapa

Á neðangreindum hlekk er hægt að lesa skýrslu um öryggisupplifun knapa og samspil við aðra útivistahópa á reiðleiðum á höfuðborgarsvæðinu. Áætlað er að um 10.000 manns hið minnsta stundi hestamennsku að staðaldri á höfuðborgarsvæðinu, en ekki eru allir iðkendur hestamennsku skráðir í hestamannafélag. Þar að auki er fjöldi barna í reiðskólum og ferðamenn í hestaleigum sem erfitt er að henda reiður á. Dagný Bjarnadóttir landslagsarkitekt… Read More »Öryggisupplifun knapa

Liðsstyrkur

Það eru fjölmörg verkefni á borði stjórnar þessa dagana þar sem framkvæmdarstjórinn okkar er í leyfi. Eitt af þeim verkefnum er utanumhald um kynbótasýningarnar sem verða í Spretti í sumar. Stjórn hefur leitað til Erlu Guðnýjar Gylfadóttur að aðstoða sig við framkvæmd og utanumhald á kynbótasýningum Spretts í fjarveru framkvæmdastjóra. Erla hefur víðtæka reynslu tengt kynbótasýningum og hefur bæði verið sýningarstjóri og þulur á slíkum… Read More »Liðsstyrkur

Æskulýðsreiðtúr

Þriðjudaginn 4.júní stendur Æskulýðsnefnd Spretts fyrir reiðtúr og grilli fyrir unga Sprettara. Mæting er við Samskipahöllina kl.17:30. Reiðtúrinn er ætlaður börnum og unglingum 8 ára og eldri sem eru vel hestfær. Foreldrar mega endilega ríða með börnum sínum og mælt er með því að foreldrar/forráðamenn ríði með ef börnin eru ekki alveg örugg. Farin verður ca. klst reiðtúr um Heiðmörkina. Að loknum reiðtúr verður boðið… Read More »Æskulýðsreiðtúr

undirburður

Undirburður fyrir Sprettara

Nú er sumarið komið og margir farnir að huga að því að sleppa hestunum í græna grasið. Einnig erum við í Spretti farin að huga að því að taka inn síðustu pantanir frá félagsmönnum í spæni frá Fóðurblöndunni. Við ætlum að hafa 15 júní síðasta pöntunardag á spæni hjá félaginu eða meðan birgðir endast og mun Hafþór keyra pantanir til félagsmanna. Hægt er að panta… Read More »Undirburður fyrir Sprettara

Rekstrarhringur

Breytt fyrirkomulag – rekstrarhringur í Spretti 

Í vor var opnað aftur fyrir rekstur á reiðgötum félagsins. Til þess að hrossin hlaupi í rekstrinum er í einhverjum tilfellum notaður bíll og keyrt á eftir stóðinu og jafnvel flauta bílsins notuð. Nokkuð magn af kvörtunum hefur borist stjórn vegna rekstrarhringsins og höfum við borið málið undir reiðveganefnd. Ljóst er að sjónarmiðin í þessu eru mörg og erfitt er að gera öllum til geðs… Read More »Breytt fyrirkomulag – rekstrarhringur í Spretti