Skip to content

Fréttir

youth cup 2024

FEIF Youth Cup 2024 fer að þessu sinni fram í Sviss dagana 13. til 20. júlí. Viðburðurinn fyrir knapa á aldrinum 14-17 ára sem vilja öðlast keppnisreynslu á erlendri grundu. Þetta er einnig frábært tækifæri til kynnast ungum og efnilegum knöpum frá öðrum löndum. Áhersla FEIF Youth Cup er á teymisvinnu, íþróttamennsku, bætta reiðfærni og vináttu þvert á menningu. Ísland á 7 sæti á Youth… Read More »youth cup 2024

Framboð Til Formanns Spretts 2024

Davíð Áskelson Kynning á framboði til formanns Spretts Ég lít á hlutverk formanns Spretts sem starf í þjónustu fyrir félagið og félagsmenn sem unnið er alfarið í sjálfboðavinnu. Í því felst stjórnun, ábyrgð á rekstri og að vera í forsvari fyrir þrjár rekstrareiningar þ.e. hestamannafélagið, rekstrarfélagið og fasteignafélagið.Ég legg áherslu á góða samvinnu og samskipti við félagsmenn, meðlimi stjórnar og hagsmunaaðila.Það er að mínu mati… Read More »Framboð Til Formanns Spretts 2024

Framboð til formanns Spretts 2024

Kæru félagar, Jónína Björk heiti ég og býð mig fram til formanns Spretts. Ég brenn fyrir að vinna með fólki, góð samvinna og árangur hvetja mig áfram. Ég nýt mín við aðtakast á við áskoranir og ná settum markmiðum. Ég hef lokið meistaraprófi í markaðsfræði ogalþjóðaviðskiptum, klárað kennsluréttindi frá Háskóla Íslands og námslínu frá Háskólanum í Reykjavíksem kallast ábyrgð og árangur stjórnarmanna. Ég er Sviðsstjóri… Read More »Framboð til formanns Spretts 2024

Aðalfundur Spretts 2024

Boðað er til aðalfundar Hestamannafélagsins Spretts fyrir starfsárið 2023 þann 3.apríl n.k. kl. 20:00.  Fundurinn verður haldinn í Arnarfelli samkomusal félagsins að Hestheimum 14-16 í Kópavogi. Frekari leiðbeiningar um framkvæmd fundarins og fundargögn verða send út síðar. Samkvæmt 6. gr. laga félagsins skal framboði til stjórnarsetu skilað til stjórnar félagsins eigi síðar en viku fyrir aðalfund. Kjörgengir eru allir félagsmenn, 18 ára og eldri, sem eru… Read More »Aðalfundur Spretts 2024

Páskaeggjaleit

Páskakanínan verður á ferðinni í hestamannafélaginu Spretti miðvikudaginn 20.mars og ætlar að fela páskaegg í Magnúsarlundi (litli skógurinn innst við Hamraenda) fyrir unga Sprettara! Að lokinni páskaeggjaleit verða grillaðir sykurpúðar og boðið uppá kakó ef veður leyfir. Við munum hittast við Samskipahöllina miðvikudaginn 20.mars kl.17:00. Nauðsynlegt er að skrá sig í gegnum sportabler.com/shop/hfsprettur svo páskakanínan viti hversu mörg páskaegg hún eigi að fela

úrslit Húsasmiðju & blómavals slaktaumatölts

Í kvöld fór fram annað mótið í Áhugamannadeild Spretts, Samskipadeildinni veturinn 2024. Í kvöld var keppt í slaktaumatölti og var það Húsasmiðjan & Blómaval sem styrktu kvöldið. Kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Mótið tókst frábærlega, veislusalurinn var þétt setinn fyrir mótið og margir áhorfendur voru mættir í stúkuna til þess að fylgjast með. Hart var barist í brautinni og mátti vart á milli sjá… Read More »úrslit Húsasmiðju & blómavals slaktaumatölts

Aðalfundur Spretts 2024

Boðað er til aðalfundar Hestamannafélagsins Spretts fyrir starfsárið 2023 þann 3.apríl n.k. kl. 20:00.  Fundurinn verður haldinn í Arnarfelli samkomusal félagsins að Hestheimum 14-16 í Kópavogi. Frekari leiðbeiningar um framkvæmd fundarins og fundargögn verða send út síðar. Samkvæmt 6. gr. laga félagsins skal framboði til stjórnarsetu skilað til stjórnar félagsins eigi síðar en viku fyrir aðalfund. Kjörgengir eru allir félagsmenn, 18 ára og eldri, sem eru… Read More »Aðalfundur Spretts 2024

1.deildin í hestaíþróttum 16.mars

Kæru félagsmenn, Mætum á svæðið og styðjum okkar félagsmenn í 1. deildinni í hestaíþróttum!!! 1. deildin verður haldin laugardaginn 16. mars í Spretti. Í þetta skiptið verður keppt í Slaktaumatölti T2 og hefst keppni klukkan 18:00. Húsið opnar klukkan 17:00 og verða ljúffengar kótilettur á boðstólum. Tveir fyrir einn er af bjór á meðan mótið stendur yfir. Ingó Veðurguð heldur síðan upp stuði og stemmingu… Read More »1.deildin í hestaíþróttum 16.mars

Dymbilvikusýning Spretts 2024

Nú styttist óðfluga í Dymbilvikusýningu Spretts 2022. Sýningin verður þann 27.mars næstkomandi. Við munum eins og undanfarin ár halda létta keppni milli nágranna hestamannafélaganna um flottustu ræktunarhesta sem hafa fæðst hjá félagsmönnum í hverju félagi.Ýmis ræktunarbú munu koma fram með hross, yngri kynslóðin í Spretti sýnir sig. Íþróttafólk Spretts verður heiðrað ofl ofl ofl. Ef Sprettarar hafa áhuga á að koma fram með hesta frá… Read More »Dymbilvikusýning Spretts 2024

Æfingatímar með dómara

Mánudaginn 18.mars nk. verður í boði æfingatími í Samskipahöllinni kl.21:00-22:30 með alþjóðlegum dómara fyrir unglinga og ungmenni í Spretti. Æfingatímarnir eru ætlaðir unglingum og ungmennum að þessu sinni. Miðað er við 5-7mín á hvert prógramm. Fjöldi plássa er því takmarkaður. Hægt er að mæta með ungan og efnilegan hest eða eldri og reyndari, alveg sama hvaða prógramm þið viljið sýna, einn inn á í einu.… Read More »Æfingatímar með dómara