Skip to content

Fréttir

Félagsaðild og þátttaka í mótum

Bendum Spretturum á þessa frétt sem birtist á heimasíðu LH á dögunum. Ítarefni frá mótasviði LH um mótaþátttöku og félagsaðild. Aðeins félagsmönnum Hestamannafélaga er heimil þátttaka í opinberum mótum innan vébanda LH. Keppnisrétt öðlast íþróttamenn er þeir hafa verið skráðir á félagsskrá hlutaðeigandi hestamannafélags. Í reglugerð um Landsmót og fjórðungsmót, grein 5, kemur fram að þátttökurétt á Lands- og fjórðungsmótum hafa félagsmenn sem skráðir eru… Read More »Félagsaðild og þátttaka í mótum

Liberty og Lazertag

Þriðjudaginn 12.mars nk. mun Sprettarinn Hulda María Sveinbjörnsdóttir sýna okkur „Liberty training“ en þá er hesturinn frjáls og honum er kennt að gera allskyns kúnstir. Sýnikennslan fer fram í Húsasmiðjuhöllinni kl.17:00 þriðjudaginn 12.mars, opið öllum áhugasömum. Að lokinni sýnikennslu verður boðið upp á ferð í Lazertag í Smáralind að beiðni barna- og unglingaráðs. Skráning fer fram á sportabler.com/shop/hfsprettur og kostar 1500kr. Hér er beinn hlekkur… Read More »Liberty og Lazertag

BLUE LAGOON pollakeppni og fimmgangur úrslit

Fimmtudaginn 29.febrúar sl. fór fram keppni í pollaflokki og fimmgangi í BLUE LAGOON mótaröðinni í Samskipahöllinni í Spretti. Okkar yngstu knapar, 9 ára og yngri, mættu í salinn og riðu um ásamt því að leysa þrautir. Margir nýttu tækifærið og klæddu sig í búninga. Harrry Potter, Batman, Lína Langsokkur, einhyrningar og allskonar fígúrur glöddu því áhorfendur á BLUE LAGOON mótaröðinni. Góð þátttaka var í keppni… Read More »BLUE LAGOON pollakeppni og fimmgangur úrslit

Kórkvöld Sprettskórsins

Kórkvöld Sprettskórsins verður í Arnarfelli í Samskipahöllinni á Kjóavöllumföstudaginn 22. mars kl. 20.00. Barinn opnar kl. 19.30. Gestakór: Kór GuðríðarkirkjuSérstakur gestur: Gunnar Guðbjörnsson óperusöngvariPíanóleikari: Sigurður HelgiStjórnendur: Arnhildur Valgarðsdóttir og Atli GuðlaugssonMiðaverð kr. 4.500.-

Forskoðun í Hestamannafélaginu Spretti 24.02.2024.

Þorvaldur Kristjánsson kynbótaráðunautur sá um forskoðun kynbótahrossa í Samskipahöllinni24.febrúar. Ræktendur mættu víðsvegar að af suðvesturhorninu. Allir þátttakendur voru mjög ánægðir með störf Þorvaldar sem gerir fólki ítarlega grein fyrir á hvaða atriði er verið að skoða íbyggingardómi. Mætt var með 38 hross, 8 stóðhesta og 30 hryssur. 5 efstu í hvorum flokki urðu eftirfarandi. Hryssur: Stóðhestar

Skráning á námskeið

Kæru félagsmenn! Við minnum á að skráning fyrir næstu námskeið sem í boði eru opnar núna kl.12:00, laugardaginn 2.mars. Skráning fer fram á sportabler.com/shop/hfsprettur Nauðsynlegt er að refresha síðuna og jafnvel að skrifa nafn námskeiðs/kennara í leitarstikuna svo námskeiðið komi upp!

húsasmiðju&Blómavals slaktaumatölt Samskipadeildarinnar

Samskipadeildin fór vel af stað 22.feb sl. fyrsta mót vetrarins var Josera fjórgangurinn. Sigurvegrari kvöldsins var Hannes Sigurjónsson á hestinum Grími frá Skógarási. Skemmtilegt kvöld að baki þar sem margir nýjir keppendur komu fram. Næst er það fimmtudagskvöldið 14.mars þá verður slaktaumatölt í Samskipahöllinni, Húsasmiðjan&Blómaval styrkja þessa grein og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Hér er tengilll á viðburðinn á Facebook https://fb.me/e/1IWeQBF6H Keppnin mun… Read More »húsasmiðju&Blómavals slaktaumatölt Samskipadeildarinnar

Frí

Ég verð í fríi frá og með 29.feb til og með 6.mars. Ég mun ekki svara í síma en ef þið þurfið að nauðsynlega að ná í mig þá geti þið sent póst á sprettur@sprettarar.is, mun fylgjast af og til með netfanginu. Góðar stundir. Lilja

Lærdómsríkt æfingamót í gæðingalist

Haldið var æfingamót í gæðingalist sl. laugardag fyrir yngri flokka Spretts – en einnig voru nokkur laus pláss í boði fyrir utanaðkomandi. Mótið tókst afar vel og var mjög lærdómsríkt. Gæðingalistardómararnir Guðmundur Björgvinsson og Randi Holaker dæmdu mótið auk þess sem þau gáfu keppendum góða punkta um hvað mætti bæta og breyta. Keppendur höfðu á orði hversu fróðlegt og lærdómsríkt það hafi verið að renna… Read More »Lærdómsríkt æfingamót í gæðingalist

Námskeiðsdagur hjá ungmennum

Ungmenni Spretts sóttu námskeið hjá Olil Amble á Gangmyllunni sl. sunnudag. Ungmennin okkar eru afar metnaðarfull og lofaði Olil þau í hástert, lýsti þeim sem frábærum, efnilegum og áhugasömum ungmennum. Þetta er í annað sinn sem ungmennin sækja kennsludag hjá Olil og stefnt er á fleiri slíka daga ætluðum ungmennum Spretts. Dagurinn samanstendur af einkatímum hjá hverjum og einum knapa ásamt því að Olil heldur… Read More »Námskeiðsdagur hjá ungmennum