Skip to content

húsasmiðju&Blómavals slaktaumatölt Samskipadeildarinnar

Samskipadeildin fór vel af stað 22.feb sl. fyrsta mót vetrarins var Josera fjórgangurinn. Sigurvegrari kvöldsins var Hannes Sigurjónsson á hestinum Grími frá Skógarási. Skemmtilegt kvöld að baki þar sem margir nýjir keppendur komu fram.

Næst er það fimmtudagskvöldið 14.mars þá verður slaktaumatölt í Samskipahöllinni, Húsasmiðjan&Blómaval styrkja þessa grein og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.

Hér er tengilll á viðburðinn á Facebook https://fb.me/e/1IWeQBF6H

Keppnin mun hefjast kl 19:00, hægt verður að koma með hross inn í höllina og sýna þeim völlinn kl 18:00, upphitunarhestar fara í braut kl 18:45.

Veitingasalan verður á sýnum í stað og opnar salurinn kl 17:30. Kjörið fyrir keppendur og aðstandendur þeirra að koma við og snæða köldmat saman fyrir mótið.

Maturinn mun koma frá Flóru veitingaþjónustu eins og á slaktaumatölts kvöldinu.

Þegar nær dregur móti munum við birta matseðil kvöldsins. Einnig ætlum við að bjóða uppá þá nýjung að hægt verði að forpanta í matinn. Með þessu getum við betur áætlað fjölda fólks sem ætlar að borða hjá okkur, síðast seldist maturinn upp og fengu því færri en vildu.