Fimmtudaginn 29.febrúar sl. fór fram keppni í pollaflokki og fimmgangi í BLUE LAGOON mótaröðinni í Samskipahöllinni í Spretti. Okkar yngstu knapar, 9 ára og yngri, mættu í salinn og riðu um ásamt því að leysa þrautir. Margir nýttu tækifærið og klæddu sig í búninga. Harrry Potter, Batman, Lína Langsokkur, einhyrningar og allskonar fígúrur glöddu því áhorfendur á BLUE LAGOON mótaröðinni. Góð þátttaka var í keppni barna-, unglinga- og ungmenna í fimmgangi. Í verðlaun hlutu knapar m.a. páskaegg frá sælgætisgerðinni Góu, Leovet sprey, Líflands ábreiður, bursta og hestanammi. Við þökkum styrktaraðilum okkar kærlega fyrir þeirra stuðning. Sem fyrr mætti Anna okkar og tók ljósmyndir allt kvöldið af hestum og knöpum, myndirnar má sjá á facebook síðu hestamannafélagsins Spretts. Næsta mót fer svo fram fimmtudaginn 21.mars nk. en þá verður keppt í tölti.
Niðurstöður voru eftirfarandi;
Pollar minna vanir
Katrín Mist Jónsdóttir og Stóra-Testla frá Skyggnisholti
Ernir Rafn Elvarsson og Smyrill frá Stokkhólma
Bjarni Hrafn Sigurbjörnsson og Glói frá Stóra-Hofi
Breki Rúnar Freysteinsson og Garðar frá Ásgarði
Erna Björk Erlendsdóttir og Eldur frá Bjálmholti
Margrét Inga Geirsdóttir og Kraka frá Hofsstöðum, Garðabæ
Telma Rún Árnadóttir og Fengur frá Sauðárkróki
Hildur Inga Árnadóttir og Aría frá Skefilsstöðum
Ásta Ágústa Berg Sigurðardóttir og Viljar frá Hestheimum
Þórunn Anna Róbertsdóttir og Hrafnaflóki frá Hjaltastöðum
Pollar meira vanir
Embla Siren Matthíasdóttir og Geisli frá Möðrufelli
Katla Ósk Erlendsdóttir og Eldur frá Bjálmholti
Harpa Rún Sveinbjörnsdóttir og Gjafar frá Hæl
Patrekur Magnús Halldórsson og Toppur frá Runnum
Barnaflokkur
Sæti Keppandi Heildareinkunn
1 Gabríela Máney Gunnarsdóttir / Bjartur frá Hlemmiskeiði 3 6,10
2 Linda Guðbjörg Friðriksdóttir / Adam frá Kjarnholtum I 5,90
3 Hákon Þór Kristinsson / Mist frá Litla-Moshvoli 5,79
4 Álfheiður Þóra Ágústsdóttir / Gammur frá Ósabakka 2 5,52
5 Ásthildur V. Sigurvinsdóttir / Perla frá Völlum 5,33
6 Sigríður Fjóla Aradóttir / Kvistur frá Strandarhöfði 4,50
Unglingaflokkur
Sæti Keppandi Heildareinkunn
1 Fanndís Helgadóttir / Sproti frá Vesturkoti 6,60
2-3 Ísabella Helga Játvarðsdóttir / Lávarður frá Ekru 6,05
2-3 Selma Dóra Þorsteinsdóttir / Týr frá Hólum 6,05
4 Vigdís Anna Hjaltadóttir / Hlíf frá Strandarhjáleigu 5,83
5 Fríða Hildur Steinarsdóttir / Þyrnir frá Enni 5,57
6 Camilla Dís Ívarsd. Sampsted / Vordís frá Vatnsenda 5,26
Ungmennaflokkur
Sæti Keppandi Heildareinkunn
1 Lilja Dögg Ágústsdóttir / Stanley frá Hlemmiskeiði 3 6,10
2 Harpa Dögg Bergmann Heiðarsdóttir / Náttfari frá Enni 5,98
3 Glódís Líf Gunnarsdóttir / Mári frá Hvoli II 5,60
4 Sara Dís Snorradóttir / Hyggja frá Hestabergi 5,21
5 Guðrún Lilja Rúnarsdóttir / Freydís frá Morastöðum 5,10
6 Jessica Ósk Lavender / Eyrún frá Litlu-Brekku 4,93