Ungmenni Spretts sóttu námskeið hjá Olil Amble á Gangmyllunni sl. sunnudag. Ungmennin okkar eru afar metnaðarfull og lofaði Olil þau í hástert, lýsti þeim sem frábærum, efnilegum og áhugasömum ungmennum. Þetta er í annað sinn sem ungmennin sækja kennsludag hjá Olil og stefnt er á fleiri slíka daga ætluðum ungmennum Spretts. Dagurinn samanstendur af einkatímum hjá hverjum og einum knapa ásamt því að Olil heldur fyrir þau sýnikennslu þar sem hún tekur fyrir ákveðin atriði. Ungmennin eyða deginum saman og borða saman hádegismat. Ákveðið var að fara í bakaríið í hádegismat en það leist Bergi ekki nógu vel á og bauð því hópnum upp á lambalæri! Olil og Bergur sannarlega góðir gestgjafar og færum við þeim okkar bestu þakkir fyrir að taka svona vel á móti ungmennunum okkar.