Haldið var æfingamót í gæðingalist sl. laugardag fyrir yngri flokka Spretts – en einnig voru nokkur laus pláss í boði fyrir utanaðkomandi. Mótið tókst afar vel og var mjög lærdómsríkt. Gæðingalistardómararnir Guðmundur Björgvinsson og Randi Holaker dæmdu mótið auk þess sem þau gáfu keppendum góða punkta um hvað mætti bæta og breyta. Keppendur höfðu á orði hversu fróðlegt og lærdómsríkt það hafi verið að renna í gegnum prógramm og fá umsögn um bætingar. Guðmundur og Randi eru afar áhugasöm um keppnisgreinina og deildu með þátttakendum reynslu sinni og þekkingu. Mót sem klárlega er komið til að vera.