Þriðjudaginn 12.mars nk. mun Sprettarinn Hulda María Sveinbjörnsdóttir sýna okkur „Liberty training“ en þá er hesturinn frjáls og honum er kennt að gera allskyns kúnstir. Sýnikennslan fer fram í Húsasmiðjuhöllinni kl.17:00 þriðjudaginn 12.mars, opið öllum áhugasömum.
Að lokinni sýnikennslu verður boðið upp á ferð í Lazertag í Smáralind að beiðni barna- og unglingaráðs. Skráning fer fram á sportabler.com/shop/hfsprettur og kostar 1500kr. Hér er beinn hlekkur á skráningu; https://www.abler.io/…/1/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MjgwMzI=
Æskulýðsnefnd tekur þátt í kostnaði og niðurgreiðir lazertag og létt snarl. Áætlað er að viðburðinum verði lokið um kl.19:00/19:30. Aldurstakmark er 9 ára í lazertag. Skráning er opin fram til miðnættis sunnudagsins 10.mars.