Skip to content

Liberty og Lazertag

Þriðjudaginn 12.mars nk. mun Sprettarinn Hulda María Sveinbjörnsdóttir sýna okkur “Liberty training” en þá er hesturinn frjáls og honum er kennt að gera allskyns kúnstir. Sýnikennslan fer fram í Húsasmiðjuhöllinni kl.17:00 þriðjudaginn 12.mars, opið öllum áhugasömum.

Að lokinni sýnikennslu verður boðið upp á ferð í Lazertag í Smáralind að beiðni barna- og unglingaráðs. Skráning fer fram á sportabler.com/shop/hfsprettur og kostar 1500kr. Hér er beinn hlekkur á skráningu; https://www.abler.io/…/1/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MjgwMzI=

Æskulýðsnefnd tekur þátt í kostnaði og niðurgreiðir lazertag og létt snarl. Áætlað er að viðburðinum verði lokið um kl.19:00/19:30. Aldurstakmark er 9 ára í lazertag. Skráning er opin fram til miðnættis sunnudagsins 10.mars.