Skip to content

Framboð Til Formanns Spretts 2024

Davíð Áskelson

Kynning á framboði til formanns Spretts

Ég lít á hlutverk formanns Spretts sem starf í þjónustu fyrir félagið og félagsmenn sem unnið er alfarið í sjálfboðavinnu. Í því felst stjórnun, ábyrgð á rekstri og að vera í forsvari fyrir þrjár rekstrareiningar þ.e. hestamannafélagið, rekstrarfélagið og fasteignafélagið.
Ég legg áherslu á góða samvinnu og samskipti við félagsmenn, meðlimi stjórnar og hagsmunaaðila.
Það er að mínu mati mjög mikilvægt að móta skýra framtíðarsýn fyrir hönd félagsins þar sem horft er til góðrar rekstrarlegrar afkomu, stuðlað að jákvæðu viðhorfi samfélagsins gagnvart félaginu, heildarmyndin höfð í fyrirrúmi og tekið tillit til fjölbreytilegra þarfa félagsmanna.